Vikan


Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 3

Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 3
held 3. sæti. Næst var það Íslandsmótið 1975, þar sem ég vann 1. verðlaun í klippingu og blæstri, og svo varð ég Íslandsmeistari 1977, fékksilfurfyrirgalagreiðslu, silfurfyrir klippingu og blástur og gull fyrir daggreiðslu. Síðast keppti ég svo á Norðurlandamótinu og vann 2. verðlaun fyrir klippingu og blástur. Það er kannski svolítið fyndið í því sambandi, að ég notaðiþarallsekki þannstíl, sem ég var búinn að æfa. En dómararnir voru dálítið einkennilegir og ekki inni á þeirri línu, sem íslendingamir lögðu áherslu á, og þegar mér varð það Ijóst, þá svissaði ég bara yfir í það, sem ég vissi, að þeim myndi falla í geð. Starfaðirðu aldrei neitt sjálfstætt í Vest- mannaeyjum? — Fyrstu árin eftir prófið vann ég á stofunni hjá Ásthildi, en síðasta árið fyrir gos rak ég eigin stofu og mér er minnisstætt, að ég borgaði mína síðustu skuld varðandi uppsetningu hár- greiðslustofunnar daginn fyrirgosið. Og þá var ekkert að gera annað en byrja bara uppá nýtt. Semsagt við fluttum til Reykjavíkur. Ég vann fyrst á hárgreiðslustofu Ingu v/Laugaveg, en svo bauðst mér að taka við stofunni í Starmýri 2 og sló til. — Þú ert líka Vestmannaeyingur, Addú? — Já, égtil mig frekar Vestmannaeying, segir Addú (Arnþrúður Jósepsdóttir), en ég fæddist á Húsavík og ólst þar upp til 10 ára aldurs, en þá fluttum við til Vestmannaeyja. Nú eru reyndar foreldrar mínir fluttir aftur norður. m í hár saman Sigurður Grétar Benónýsson heitir hann, en nafniðBrósierflestumtamara. Benóný Friðriks- son faðir hans var landsfræg aflakló, þekktur undirnafninu Binni í Gröf. Móðir Brósa er Katrín Sigurðardóttir. Brósi er næstyngstur 8 systkin, og hann á3 bræður, sem allir hafa fetað í fótspor föðurins. Mér lék forvitni á því, hvers vegna sonur Binna í Gröf hefði farið út í hárgreiðslu og hvort það hefði ekki þótt ókarlmannlegt. Ekki var Brósi á því. — Þetta var kannski svolítil tilviljun, því lengi vel var ég ákveðinn í því að læra auglýsinga- teiknun. Ég var síteiknandi og geri mikið af því enn, teikna oftast hugmyndir, sem ég fæ í sambandi við klippingu og greiðslu. En pabbi hvatti mig eindregið til að læra hárgreiðslu. Ég var búinn aðfást við þetta lengi, áður en ég dreif í þvíaðlæra, og þaðvissu þettaalliríVestmanna- eyjum. Það byrjaði þannig, að ég fór að greiða mömmu. Hún hefur alltaf verið gefin fyrir að halda sértil, en þarsem hún er mjög sjóndöpur, verðurhúnaðfáaðstoðviðað mála sig og greiða sér. Oftast voru þaðsysturmínar, sem hjálpuðu henni,eneittsinn, þegarþaðkom í minn hlut, þá datt mér í hug að prófa eitthvað nýtt fyrir hana, ogeftirþaðkallaðihúnalltaf á mig. Nú, svofórég aðklippa, og þetta svona spurðist út, og áður en ég vissiaf, varégfarinn að klippa fólk út um allan bæ. Ég sá, að það var náttúrlega eins gott að læraþettaalmennilegaogfórað vinna sem nemi hjá Ásthildi Sigurðardóttur í Vestmannaeyjum. Það var bara beint framhald af því, sem ég hafði verið að gera, og ég slapp alveg við að sópa gólf og þetta leiðinlega, sem nema lenda oft í, og þessi ár, sem ég var hjá Ásthildi, eru mér ógleymanlegur og skemmtilegur tími. — Svo varstu ekki fyrr búinn að taka prófið en þú vannst keppni, sem Vikan reyndar sagði frá á sínum tíma. — Já, ég kláraði í nóvember 1970, og í júlí '71 sigraði ég í sveinakeppni í hárgreiðslu. Næst keppti ég svo í Norðurlandakeppni unglinga í Finnlandi ásamt Sigríði Gunnarsdóttur og Ernu Bragadóttur. Við kepptum sem sveit, og ég man, að okkur fannst ekki beint uppörvandi, þegartilkynnt var, að islendingar væru nú með í fyrsta sinn og litið væri á okkur nánast sem gesti. En við stóðum okkur ágætlega og náðum að ég Addú leggur síðustu hönd ö hárgreiðsluna ö Höllu Jónsdóttur, og lærimeistarinn horfir gagnrýninn ö. 41.TBL. VIKAN3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.