Vikan - 13.10.1977, Page 4
Þessa skemmtilegu mynd tók Bjarnleifur
Bjarn/eifsson í Norðurlandakeppninni á dög-
unum, en þarna gefur Brósi Svanhildi
vatnssopa, áður en hún þarf að sitja grafkyrr í
30-40 min., meðan dómararnir dæma gata-
greiðsluna.
Svanhildur Sigurðar-
dóttir er danskennari, og hún hefur veriö
móde/ hjá Brósa í öll skiptin, sem hann hefur
unnið ti/ verðtauna.
— Hvar lærðir þú hárgreiðslu?
— Hjá Brósa. Ég varfarinað hjálpa honum svo
mikið á stofunni, og við sáum, að það var eins
gott að ná sér í réttindi.
— Annað var fáránlegt, grípur Brósi fram í.
Fólk verður að geta staðið á eigin fótum. Það
þarf nú ekki annað en að ég labbi héðan út
fullfrískur og lendi fyrir bíl eða guð má vita hvað.
Þá er betra fyrir Addú að hafa réttindi og geta
rekið fyrirtækið á eigin spýíur. Hún tók
sveinsprófið í vor.
— Og hvernig verða menn svo meistarar?
— Það þarf þriggja ára vinnu á stofu eftir próf
til að öðlast meistararettindi.
— Þriggja ára nám til sveinsprófsog önnur 3 ár
til aðfá meistararéttindi. Til hvers allt þetta nám
til þess eins að klippa og greiða hár?
— Svona hugsa einmitt margir, segir Addúr.
En við, sem erum í þessu, vitum, að þetta er ekki
svona einfalt mál, það er svo margt í sambandi
við meðferð hársins, sem lærist ekki nema á
löngum tíma. Og það er raunverulega ekki hægt
að kenna nema undirstöðuatriðin í tækninni.
Með æfingunni skapar hver og einn sinn eigin
stíl,ogég hugsa, að ekkert okkar, sem vinnum á
stofunni, noti sömu handtökin.
— Ég álít, að hárgreiðsla sé miklu fremur list-
sköpun en iðn, segir Brósi. Og maður þarf að
fylgjast óskaplegá vel með nýjungum, má alls
ekki staðna. Annars er eitt, sem ég skil ekki, og
það er, hvað vísindamenn hafa raunverulega
gefið hárinu lítinn gaum. Það eru til sérfræðingar
f'Öllum mögulegum líkamshlutum öðrum en
hárinu. Það eru til sérfræðingar í augum,
eyrum, nefi, tönnum, en af hverju ekki hári? Af
hverju er til dæmis ekki meira vitað um orsakir
skalla? Þetta er alveg óskaplegt mál fyrir
marga, þegar þeir fara að missa hárið,
sálfræðilegt vandamál. Ég álít, að við ættum
að eiga doktor í hárfræði og vona, að það verði
einhvern tíma.
— Hvernig fylgist þið með nýjungum?
— Við kaupum náttúrlega mikið af blöðum,
og svo reynum við að fara eins oft út og hægt
er, helst tvisvar á ári. Nú, og svo koma hingað
erlendir meistarar, og halda námskeið.
— Hvaðan fáið þið helst línuna, og hvað er
hátískan um þessar mundir?
— Þessu er erfitt að svara beint, því það er
svo margt í gangi núna. Hér áður fyrr, t.d. fyrir
1970, var miklu meira um það, að eitthvað eitt
væri ákveðið í tísku, burtséð frá því, hvort það
klæddi viðkomandi, Maður fór kannski I
leikhúsiðog sá 17 konur bara í næstu bekkjum
allar með sömu greiðsluna. Þetta er alveg
breytt. Nú er t. d. mikið í tísku að hafa dálítið
sltt og krullað hár, en það klæðir alls ekki allar
konur. Hinar eru þó ekkert illa settar, því að
stutt klipping er alveg jafn mikið í tísku. Og það
er miklu meira um það núna, að reynt sé að
Einkasonurinn, Viktor Davíð, var I heimsókn
hjá ömmu og afa á Húsavík, þeim Matthildi
Zóphoníasdóttur móður Addúar og Halldóri
Davíð Benediktssyni fósturföður hennar. Hann
gat því ekki setiö fyrir hjá Jim í þetta sinn, en
við fengum þessa lánaða hjá pabba og
mömmu, sem voru greinilega talsvert meö
hugann norður á Húsayík.
laga hárgreiðsluna eftir persónuleikanum. Við
islendingar horfum reyndar dálítið til Ítalíu um
þessar mundir, heimsmeistarinn er ítalskur, og
þaðan kemur margt athyglisvert. En nú til dags
er ekki hægt að draga upp mynd af einni
greiðslu og segja: Þetta er tískan í dag. Það er
liðin tíð.
— Hvernig viljið þið skýra það, að flestir,
sem náð hafa langt í hárgeiðslu, orðið
meistarar eða mjög frægir í sínu fagi, eru
karlmenn? Nú eru ábyggilega í rauninni fleiri
kvenmenn, sem stunda þetta fag, a. m. k. hér-
Tvö frægustu nöfnin í þessari iðn
eru Alexander og Carita, segir Brósi, og Carita-
systurnar eru þó kvenmenn.
— Það er rétt, að það eru yfirleitt karlmenn,
sem skara fram úr, segir Addú. Og mér finnst
ofur einföld skýring á því. Karlmaðurinn lítur á
þetta sem sitt ævistarf, og hann fer út í þetta
með það fyrir augum að ná langt, skara fram
úr. Konur verða aftur á móti fyrir meiri
truflunum í starfi, og má þar nefna heimili og
börn, en hárgreiðslustarf krefst mikillar
þjálfunar.
— Reynið þið yfirleitt að hafa áhrif á
viðskiptavinina, ef ykkur líst ekki á það, sem
þeir vilja?
— Já, við gerum það, og við reynum líka að
fá þá til þess að breyta til, þegar þeir hafa
notað sömu greiðsluna lengi, því þó hún fari
kannski vel, þá er nauðsynlegt að breyta til, og
þá finna líka viðskiptavinirnir, að við höfum
áhuga á því, sem við erum að gera. Það er
ákaflega mikils virði að reyna að láta viðskipta-