Vikan - 13.10.1977, Blaðsíða 18
Framha/dssaga eftir Lawrence G. B/ochman
Dóttir milljónamœfl
Hann vissi
það vel, að mér mundi aldrei hafa
flogið i hug að sitja auðum höndum
og þegja — þess vegna flýtti hann
sér að segja söguna í þeirri von, að
ég mundi einnig bera það, að þér
hefðuð tekið azaleuna úr hendi hins
dauða og að þessi sameiginlegi
framburður okkar mundi verða
nógu þungur á metunum til þess að
koma sökinni algjörlega yfir á yður
— en leiða allar grunsemdir frá
honum sjálfum.” ,,En Willowby
gerði eina reiknisvillu,” hélt Larkin
áfram. „Þegar Willowby kom inn í
vélarúmið ásamt yður, var blómið
ekki í hendi Hoods, heldur í mínum
höndum. Eg hafði tekið það og náði
ekki að koma því á sinn stað, fyrr en
þér höfðuð sent Willowby eftir
skipstjóranum. Til allrar bölvunar
fyrir Willowby gat hann ekki séð, að
búið var að taka blómið þvi að líkið
lá þannig í hvarfi, að það var honum
ógerlegt. En hann talaði skrambans
illa af sér, þegar ég komst að þvi, að
hann hafði vitað það, að blómið var
eitt sinn í hendi hins myrta. Á því
gat varla verið önnur skýring en sú,
að hann hefði sjálfur komið því þar
fyrir í fyrstunni!
Það sem olli því, að ég sagði
ekkert, en lét skipstjórann setja
mig í varðhald, var það, að ég hafði
ekki enn fengið svar við skeyti minu
viðvíkjandi númerinu á vegabréfi
Willowbys. Ég ætlaði að hafa allt
sem best undirbúið, áður en ég léti
til skarar skríða og mér var sama
þótt ég sæti inni og svæfi, á meðan
ég væri að bíða eftir svarskeyti. En
á meðan á þessu stóð breytti
skipsbruninn aðstæðunum dálítið
,,Hm-m, sem blaðamaður eruð
þér hreint ekki svo vitlaus leyni-
lögreglumaður,” drundi i Cuttle.
Larkin sat í Alexander Young-
hótelinu í Honolulu og var að vinna.
Gluggarnir voru opnir og um vit
hans lék ilmandi blómaþefur. Hann
var nýbúinn að senda seinasta
kaflann úr „sögu” Dorothy Bonner
og var nú að líta á afrit „sög-
unnar.” Allt í einu hringdi siminn.
„San Francisco með samtal,”
kallaði simastúlkan og innan stund-
ar var sambandið fengið.
„Halló — er það Beasley? spurði
Larkin. „Hví í ósköpunum hefur þú
ekki svarað þremur síðustu skeyt-
um mínum, gamli fauskur?”
„Get ég gert að því, þótt
ljósvakinn sé fullur af neyðar-
skeytum?” svaraði yfirmaður hans.
„Hvað er það sem þú vilt? Hver
mínúta kostar stórfé.”
„Skítt með það! Spertu nú eyrun!
Þegar ég hef lokið mér af, skaltu
hringja til skrifstofu okkar í
Baltiniore og segja körlunum þar að
hafa upp á Ijósmyndara, sem heitir
Hans Schatzman. Segið honum að
fara upp í flugvél undir eins, svo að
hann geti náð í flugbátinn frá
Alameda, sem fer til Honolulu í
fyrramálið. Hver borgar? Við,
auðvitað! Má ég spyrja — höfum
við einkarétt á sögu Dorothy
Bonner eða ekki? Jæja, gott og vel!
Þessi Schatzman kemur dálítið á
óvart, en hann á að hjálpa okkur til
þess að leiða í ljós sannleikann um
horfnu teikningamar frá flotamála-
ráðuneytinu. Hann á að bera vitni
fyrir réttinum og játa, að hann hafi
búið til eftirritin fyrir töfrandi
fríðan glæpahund að nafni Charles
Frayle, sem þessa stundina er
notaður í hákarlasteik — og, að
hann hafi hvorki heyrt né séð P. G.
Bonner né dóttur hans. Hvað
segirðu? Auðvitað gerir hann það!
Láttu þá í Baltimore gera Sxhatz-
man það skiljanlegt, að hann verður
skoðaður sem meðsekur í landráð-
unum, ef hann fer ekki algjörlega að
okkar vilja. Eftirritin? Ég hef þau.
Þaðkemurekki málinu við, hvemig
ég kom höndum yfir þau. Nei
nei, ég verð ekki skotinn fyrir það,
gamli fauskur. En ég ætla að leggja
það fyrir réttinn, sem sönnunar-
gögn. Og eitt ennþá, Beasley. Ertu
búinn að athuga þetta með enska
vegabréfið fyrir mig.?”
„Já, en það finnst ekkert
vegabréf númer 98,765,432,” svar-
aði Beasley. „Og það hefur enginn
haft það síðastliðinn fimm ár, en þá
var handhafi þess drepinn í
Ossining hjá New York.'Maðurinn
hétGeorge W. Allowby. Hann stóð
tvo menn að því að hafa stolið bifreið
sinni og andmælti því, en þetta vom
fangar, sem sloppið höfðu úr haldi í
Sing Sing og annar þeirra skaut hann
til bana á stundinni.”
„Hvað fuglar vom þetta?” spurði
Larkin.
„Annar þeirra var efnafræðingur
frá New York og hinn hét Henry
Binks. Hann hafði verið dæmdur til
10 ára fangelsisvistar vegna svik-
semi við fyrirtæki það, sem hann
starfaði hjá.”
„Það er hann!” hrópaði Larkin.
„Það er morðinginn okkar — hann
kallar sig núna George Willowby.
Hann notar vegabréf hins mannsins
til þess að búa sér til nýjan
Sögulok
18VIKAN 41.TBL.