Vikan


Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 20

Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 20
„Mynd þín stendur fyrir framan mig. Ég horfi á hana með angurværð og ást. Ég veit ekki, hvenær við fáum að hittast á ný, en ég trúi á okkur tvö. Ég sver, kæra Marie, aðeins ein hugsun, ein tilfinning gagntekur mig, og það ert þú, alltaf þú!” Marie D’Agoult (1805-1876). Frönsk greifynja. Skrifaði undir dulnefninu Daniel Stern. Gafm.a. út bókina „Nélida”. Þetta skrifaði Franz Liszt til ástkonu sinnar, Marie d’Agoult greifynju, þegar hún ásakaði hann um ótryggð. Marie hafði yfirgefið eiginmann, börn og allsnægtalíf, til að búa með tónlistarmanninum. Þau voru ham- ingjusöm fyrstu árin. En hljóm- leikaferðalög hans urðu stöðugt lengri og fleiri. Meðan hann sólaði sig í takmarkalausri aðdáun áheyrenda, sat Marie alein og beið. Biturleikinn jókst. Sambandi þeirra lauk með ásökunum, afbrýðisemi, tortryggni og hefnigirnd. Franz Liszt var aðeins sex ára, þegar ljóst var, að hann var búinn óvenjulegum tónlistargáfum. Tón- listin gagntók hann svo, að oft gleymdi hann að borða, og stundum sofnaði hann á píanóbekknum. For- eldrarnir urðu að taka hann frá píanóinu með valdi. Franz litli var miður sín að fá ekki að leika eins og hannþráði. Fingurnirvoruof stuttir. Hann togaði og togaði í þá, til að þeir yrðu lengri, og grét, þegar það var ekki til neins. Að lokum datt honupi það snjallræði í hug að nota nefbroddinn til að slá áttundirnar. Ellefu ára hélt hann sína fyrstu hljómleika viðgeysi mikla hrifningu. Honum féll best að leika tónlist Beethovens. Æðsta ósk hans var að fá að leika fyrir þennan mikla snilling. En Beethoven var þá næstum heyrnarlaus og hafði ein- angrað sig. Dyr hans voru lokaðar fýrir öllum. En orðrómurinn um undrabarnið hefur þó borist honum til eyrna. Þegardrengurinn hélt aðra tónleika sína — fyrir 4000 áheyr- endur — sat Beethoven á fremsta bekk. Þegar síðasta verkinu. lauk gekk hann upp til Franz og faðmaði hann að sér. Fagnaðarlæti áheyr- andanna voru geipileg, gleði drengs- ins átti sér engin takmörk. Hinn Greii mikli listamaður hafði flutt honum þakkir sínar frammi fyrir augum 4000 manns! Slíka viðurkenningu hafði hann aldrei dreymt um. Þegar Franz Liszt var 17 ára dó faðir hans. Hann flutti með móður sinni til Parísar. Píanistinn ungi eignaðist strax vini meðal fremstu listamanna þess tíma, s.s. Victor Hugo, George Sand, Delacroix, Chopin o.fl. Hann varð eftirsóknar- verðurgesturí samkvæmislífi heldra fólksinsogumsetinn fögrum konum, enda var hann glæsilegur maður. Faðir Marle de Ftavtgny var franskur greifi, móðir hennar var aftur á móti þýsk. Hún var alin upp í allsnægtum og fékk allt, sem hugur hennar gimtist. FjÖlskyldan var mjög vel stæð. Marie var álitin gott kvonfang. Fráfimmtánára aldri, var hún kynnt fyrir hverjum biðlinum á fætur öðrum. En enginn þeirra vakti áhuga hennar. Fjölskyldan var áhyggjufull. Nú varð Marie að ákveða sig. Hún var orðin tuttugu ára! Þaðgekk ekki að biða lengur. Til að fá endi á þetta giftingarþras, játaðist hún Charles dÁgoult greifa, sem var sextán árum eldri en hún. Hann var af háaðlinum í Frakklandi, ofursti í riddaraliðinu og hirðmeist- ari. Hjónabandssáttmálinn var undirritaður af Karli X, og Marie var útnefnd hirðdama. DÁgoult greifi gifti sig ekki af ást og vænti sér ekki ástar. Auðæfin, sem Marie átti i vændum, voru aðalatriðið og að hún fæddi honum erfingja. Eftir að Marie hafði gert skyldur sinar og alið tvær dætur, fékk hún leyfi eiginmannsins til að halda veislur. Veislur hennar urðu brátt þær vinsælustu í París, og húsmóðirin hlaut aðdáun fyrir fegurð og víðsýni. Marie dÁgoult var 27 ára, þegar hún hitti Franz Liszt fyrsta sinni 1832, en þá var hann 21 árs. Hann lék 20 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.