Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 21
ynjan
Franz Liszt
Ástarsamband Franz Liszt og Marie
d’Agoult greifynju var mikið hneyksli
á sínum tíma. Smáævintýri gátu
Parísarbúar umborið, en að hún skyldi
flýja að heiman hans vegna — það var
of langt gengið.
í veislu hjá vinkonu hennar.
Greifynjan elskaði tónlist og varð —
eins og allir aðrir — heilluð af leik
Liszts. En maðurinn heillaði hana
einnig.
„Hann er töfrandi, fagur, and-
ríkur — í öllu tilliti.”
Og Liszt var líka heillaður. Marie
var ekki bara fögur, heldur líka vitur
og vel að sér. Hún daðraði ekki, það
dró athygli hans að henni. Hann gat
rökrætt við hana um trúmál,
heimspeki og listir.
Liszt varð tíður gestur á heimili
Marie. Brátt hittustþau dag hvern.
En þegar honum skildist, að hann
elskaði hana, kom hann sjaldnar.
Marieáttaðisigekki á breyttu hátta-
lagi hans. Hún ásakaði hann fyrir að
hafa spillt vináttusambandi þeirra.
Þá játaði Liszt fyrir henni, að hann
bæriekki vinarhug til hennar, heldur
ást. Hann hafði dregið sig til baka af
hræðslu við að verða vísað á bug.
Ötti hans var ástæðulaus. Marie
varð ástkona hans.
Fólkið, sem þau umgengust, fór
brátt að gruna, að samband þeirra
væri annað og meira en vinátta. Fólk
brosti umburðarlynt. Slík smá-
ævintýri voru algeng og slíkt ekki
átalið — meðan ekki var gengið of
langt.
Það kvaldi Marie, að ást hennar á
Liszt var jafnað við slik sambönd.
Henni fannst hún vera auðmýkt mað
hvísli, íbyggnum augnatillitum og
smáskvaldri. Liszt áttaði sig á því,
Franz Liszt (1811-1886). Ung-
verskur píanóleikari og tónskáld.
Sigraði Evrópu með frábærum
hæfileikum sinum. Samdi m.a.
messur, sinfoníur og tónverk fyrir
pianó.
41. TBL. VIKAN 21
hve niðurlægjandi þetta var fyrir
hana. Þegar hún hafði verið ástkona
hans i eitt ár, ákvað hann að fara
burtu um tíma. Marieátti að fá frið til
aðáttasigáþvi, hvorthúnvildihalda
sambandi þeirra áfram eða ekki.
Meðan Liszt beið eftir endanlegu
svarifrá Marie, sveiflaðist hann milli
vonar og örvæntingar: „Veist þú
ekki, að þú hefur vald yfir lífi eða
dauða? Segir þú já, verður það já__
nei.ogþað verður nei! Ö, guðveit, að
ég elska þig. Þú ert styrkur minn, líf
mitt, kvöl mín, dyggð mín og von
mín. í eitt ár hefi ég grátið mikið,
hugsað um margt þjáningarfullt.
Verðum við kannski að sjá af hvort
öðru?
Marie skrifaði:
„Þú hefur einu sinni sagt, að þú
elskir mig svo mikið, að það sé ekki