Vikan


Vikan - 13.10.1977, Side 44

Vikan - 13.10.1977, Side 44
Vegurinn sveigist upp eftir fögrum olifulundum og vingörðum. Til hægri handar sést hinn frægi Fórnarturn (470 þrep), sem byggð- ur var árið 1535 af Niccolo di Ferramano. Fólk trúir, að yfimátt- úruleg öfl hafi verið að verki, er turninn stóð óskemmdur, eftir að byggðin umhverfis hann gjöreyði- lagðist 1549.... Q AROLINA lyfti fingri sigri hrósandi upp frá bókinni. Ekkert Skyldi eyðileggja þennan fullkomna dag. Það eitt, að hún var ein í ökuferð í fyrsta sinn — og meira að segja á hægri hlið vegarins, var ekki aðalmálið. Nei, þetta var ekki venjuleg ökuferð, þetta var menningarleg skoðunar- ferð. Hún hafði gripið með sér ítölsku leiðsögubókina, sem Neville talaði alltaf svo mikið um, og hún hafði náð það góðu valdi á málinu, að henni tókst að notfæra sér ábendingar þar um, hvað helst væri áhugavert að sjá. Hún var búin að skoða fræg veggmálverk, tvær fagrar kapellur og þrjá krossa í sveitakirkju, sem stóð nokkuð langt frá aðalveginum. Það var alls ekki svo slæmt, að Neville hafði orðið að vera eftir í Firenze vegna þessa fundar í Breska konsúlatinu. Sjálf- sagt var honum vel kunnugt um veggmálverkin og kapellumar og hafði séð hvort tveggja, en litlar líkur voru til þess, að hann hefði séð krossana. Það yrði stókostlegt, ef hún gæti nú einu sinni komið á óvart í einhverju efni. Ætli hún gæti ekki meira að segja viðað einhverju fleira að sér. Það tæki ekki að skyggja fyrr en eftir klukkustund, og hún yrði tæpast nema hálftíma að aka aftur til Firenze. Ef til vill næði hún að kanna þennan merkilega turn. Hvað hét hann nú aftur? Hún beygði sig eftir leiðsögubókina — fylgdi textanum með fingrinum til að vera viss um að hún þýddi orðin rétt. En í þetta skiptið stoppaði hún snöggt við nafnið Niccolo di Ferra- mano. Hún sá allt i einu fyrir sér mynd — nei, ekki mynd, heldur málverk af grönnu, fölu andliti með djúp, dökk augu, sem störðu fast á hana. Hvers vegna málverk? spurði hún sjálfa sig. Og svo mundi hún það. AÐ var þremur mánuðum fyrr, skömmu eftir giftingu þeirra, og Neville hafði tekið hana með til Firenze. Hann hafði sjálfur búið þar í rúm tvö ár og á þeim ámm verið jafn ákafur í að kynna sér ítalska menningu og hann var i að miðla enskri menningu, sem var þó hans hlutverk. Það var því ekkert eðlilegra en að hann vildi gefa sinni ungu eiginkonu hlutdeild i uppgötvunum sínum. Og Caroline hafði fylgt Neville fúslega til halla og kastala í einka- eigu, sem hann heimsótti í nafni embættis síns. Hún hafði séð málvek eftir Raphael og Titian og veggmálverk (freskur) eftir Giotto — og allt verk, sem höfðu verið í eigu sömu fölskyldna frá upphafi. I einni heimsókninni höfðu þau komið í gamla höll, og þar hafði hún séð þetta föla karlmannsandlit með dökku augun. Þetta gerðist þannig, að hún kom skyndilega auga ó andlit í hinum enda salarins. Hún gleymdi algjör- lega öllum kröfum um kurteisi og virulega framkomu og greip fast í hönd mannsins síns. — Neville, hver er þessi stúlka þarna hinum megin? En hann varð alls ekki gramur. Hann ljómaði upp og sagði: — Aha, ég sé, að þú hefur þroskað með þér góðan smekk. Þetta er talið besta málverkið í öllu safninu. Og að sjálfsögðu eftir Bronzino. Þau gengu að málverkinu til að líta betur ó það. Myndin var máluð í ljósum, en þó djúpum litum. Grænt baksvið, blár kjóll, ungt andlit með stillt, fögur augu undir hunangslitum lokkum. Caroline leit á málmspjaldið undir myndinni og las: „Giovanna di Ferramano, 1531-1549.” 1549, það var árið, sem þorpið var lagt i rúst. Allt í einu uppgötvaði hún fleira og hrópaði upp yfir sig. — Neville, hún var aðeins átján ára, þegar hún dó. — Öjó, fólk gifti sig ungt í þá daga, sagði Neville þurrlega. — Var hún gift? hálfhrópaði Caroline undrandi. Það hafði ein- mitt verið ungmeyjarlegt sakleysið, sem geislaði af henni, sem fyrst og fremst vakti athygli hennar. — Já, já, hún var gift, svaraði Neville. — Sjáðu málverkið við hlið hennar. Aftur Bronzino, hvemig líst þér á það? Q G það var þá, sem Caroline sá fyrst föla, unga manninn. Það vom engir djúpir litir í myndinni. Andlitið var hvitt, augun svört. Undir myndinni stóð: „Málverk af óþekktum herra.” — Heldur þú, að hann sé maðurinn hennar? spurði Caroline. — Þeir hafa þó vitað, hver það var? Af hverjner hann kallaður óþekktur herra? — Jú, jú, þetta er Niccolo di Ferra- mano, sagði Neville. — Á því er enginn vafi. Ég hef séð málverk af honum annars staðar, og þetta er andlit sem maður gleymir ekki auðveldlega. En.... Hann gerði hlé á máli sínu. Neville hataði að viðurkenna van- kunnáttu sína. — Það hlýtur að hafa verið eitthvert hneyksli í kringum hann. Þau kasta ekki myndinni út, en segja ekki, hver hann er. Síðast þegar ég skoðaði þetta safn, var greifinnsjálfur leiðsögumaður minn. Ég spurði hann um Giovönnu litlu og manninn hennar. Hann hló vandræðalega og hélt svo áfram. — Italskan mín var ekki full- komin i þá daga, en ég fann það greinilega, að ég hefði ekki ótt að spyrja. — En hvað sagði hann? spurði Caroline óköf. — Ég veit það ekki vel, sagði Neville. — Hann sagði annaðhvort 44VIKAN 41.TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.