Vikan


Vikan - 13.10.1977, Side 45

Vikan - 13.10.1977, Side 45
,,Hún var glötuð” eða ,,Hún var fordæmd.” Ég er ekki viss um, hvaða orð hann notaði. Og hann lét sem hann sæi ekki málverkið af Niccolo. Hann vildi yfirleitt ekki ræða þetta við mig. — Hvað heldurðu, að Niccolo hafi gert af sér? sagði Caroline hugsandi. — Ég veit það ekki, sagði Neville, — en ég get giskað á það. Sérðu bækumar, sem hann heldur í höndunum á myndinni? Bókstafim- ir á þeim em hebreska eða arabíska. Hinn ónefndi Niccolo hefur vafa- laust fengist við svarta galdra. Það fór hrollur um Caroline. — Mér fellur illa við hann, sagði hún. — við skulum heldur skoða Giovönnu betur. Þau sném sér aftur að myndinni af ungu konunni. — Hún er reyndar nokkuð lik þér, sagði Neville. Q* AROLINE sat í bílnum og skoðaði kortið. Ég hef einmitt tíma til að skoða turninn, sagði hún upphátt við sjálfa sig. Siðan lagði hún bókina í hanskahólfið og ók hægt óg varlega af stað. Uppi á hæð, hægra megin við veginn, stóð hár, sívalur tum. Þarna var enga aðra bygingu að sjá. Það var merkilegt að sjá, að í landi eins og þessu, þar sem hver blettur var ræktaður, var alger órækt kringum turninn. Hér vom kross- götur. Vegur til vinstri lá til Firenze, til hægri lá krókóttur Hún var ótrúlega hátt uppi. Hyldýpið dró hana til sín. Hún hugsaði: Þetta er lofthræðsla. Ég verð að loka augunum, vera róleg, þangað til þetta líður hjá. En hvernig átti hún að komast niður þrepin aftur? Það virtist svo miklu auðveldara að láta sig falla — og þá væri öllu lokið. SMÁSAGA EFTIR MARGHANITA LASKI kermvegur upp á hæðina — upp að turninum. Það kom hik á Caroline, það var freistandi að aka veginn til Firenze, heim til Neville og hins trygga og kunna. Það var eins og rödd innra með hinni hvíslaði orðið öryggi. En hún steig út úr bílnum og hóf göng- una upp brattann til tumsins. Loksins var hún komin upp á hæðina, hún stóð fyrir utan turninn. Hann var byggður úr rauðum tígulsteini, og þarna var enga glugga að sjá, aðeins þröngar rifur. Efst uppi virtist vera pallur kringum t.uminn. Beint framan við hana vom bogamyndaðar dyr. Ég ætla bara að líta inn sem snöggv- ast, fullvissaði hún sjálfa sig — og gekk inn. Hún byrjaði að ganga hægt upp þrepin, og við hvert þrep taldi hún hátt. — Þrjátíu og níu, fjörutíu, fjömtíu og einn. sagði hún, og við fertugasta og annað þrepið komst hún upp á fyrstu hæðina, og sá nú upp i dimmbláan himininn hátt, hátt uppi — lítinn, bláan hring séð að neðan. Þrepin héldu áfram upp, lengra og lengra í stöðugum hringjum, sem virtust þrengjast og þrengjast. Ryðgað handrið var eina öryggið fyrir þann, sem vogaði sér að fara upp í turninn. — Áttatíu og þrír, áttatiu og fjórir. Hún starði uppfyrir sig í bláan hringinn og undraðist, hvers- vegna gluggarifunum væri þannig fyrirkomið, að útilokað væri að sjá út um þær. — Það dimmir snemma núna, 41.TBL. VIKAN45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.