Vikan


Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 47

Vikan - 13.10.1977, Qupperneq 47
Caroline. — Þetta er lofthræðsla. Ef ég loka augunum og slaka á augnablik, hverfur þessi tilfinning. Hún verður að hverfa, ég veit, hvað þetta er. Lofthræðsla. Hún líður hjá. Hún lokaði augunum og stóð alveg kyrr og fann, hvernig kaldur sviti spratt út á líkama hennar. — Svona, hugsaði hún að lokum og gekk varlega gegnum dyraopið. — Nú stend ég aftur á fjögurhundr- aðasta og sjötugasta þrepinu. Hún lokaði hurðinni á eftir sér. Svo leit hún upp í himinninn. Hann var næstum svartur. Og svo — í fyrsta sinn — leit hún niður turninn, eftir ryðguðu handriðinu og þrepunum, sem hurfu niður í myrkrið langt fyir neðan hana. Hún sagði — hún hrópaði: — Ég get ekki farið niður! Hún stóð hreyfingarlaus á efsta þrepinu og starði niður í djúpið. Hægt hvarf birtan, og það varð koldimmt i turninum. Hún gat ekki hreyft sig. Hún þorði ekki að reyna. Það var óhugsandi, að hún vogaði sér niður, þrep fyrir þrep niður í myrkrið. Það er miklu auðveldara að láta sig falla, hvíslaði rödd inni höfðinu á henni... Taka eitt skref til hægri og láta sig falla, þá er öllu lokið. Þú getur ekki gengið niður. Getur ekki! Hún byrjaði að gráta og skalf af örvæntingu. Það gat ekki verið satt, að hún hefði komið sér sjálf í þessa aðstöðu, að hún sjálf væri ábyrg fyrir þessum skelfingum. Það gat ekki verið satt, að hún yrði að feta sig niður þessi ógnandi þrep. Þetta hlaut að vera draumur, raunveruleikinn hins vegar sá, að hún væri heima hjá Neville. Þetta var bara martröð, vondur draumur. En hún var hér í turninum, það var staðreynd. Lokst tókst henni að stöðva grátinn, hún reyndi að jafna sig og sagði upphátt við sjálfa sig: — Nú fer ég niður. — Eitt! Það var fyrsta þrepið. Hendur hennar leituðu halds í múrveggnum, og eins og lítið barn flutti hún fótinn varlega á næsta þrep. Tvö! En svo sá hún aftur fyrir sér hyldýpið og varð stjörf af skelfingu. LÁTTU ÞIG FALLA! falla, falla, hvíslaði röddin. Falla! Hún seig niður á þrepið og sat grafkyrr. — Þrjú! hún reyndi aftur og hélt dauðahaldi í stigabrúnina og ók sér niður á næsta þrep fyrir neðan. Og fjögur og fimm! Hún þrýsti sér alveg upp að veggnum, eins langt frá hyldýpinu og unnt var. Þegar hún var komin að tuttug- asta og fyrsta þrepinu hugsaði hún með sér, að nú myndi hún hafa þetta af. Hún færði handlegginn hægt upp eftir veggnum reisti sig hægt upp og teygði sig eftir handriðinu með vinstri hendinni. En það var þarna ekki. I drykklanga stund stóð hún lömuð af skelfingu, og óttinn heltók hana. Hún gat ekki tekið næsta skref. Eitthvað kalt straukst allt í einu við andlit hennar. I rauninni vissi hún vel, að það var leðurblaka, en ekki hönd, en það var hryllilegt, ógeðslegt. Það var þessi skelfing við hið óþekkta í kringum hana, sem loksins rak hana niður þrepin, næstum án þess að hún fyndi sjálf hreyfingar sínar. — Tuttugu og þrjú, tuttugu og fjögur... Kringum hana var loftið fullt af hvíslandi leðurblöðkum. Hún fann það á sér, að hún myndi hrapa beint niður, ef ein þeirra kæmi til hennar aftur —■ Tuttugu og sex, tuttugu og sjö, tuttugu og átta... Hægri hönd hennar var blóðrisa og klístruð í blóði, því að hún þorði ekki að taka hana af veggnum eitt andartak. Allan tímann þvingaði hún sig áfram, þvingaði stirða fætur sína til að taka næsta skref, skref fyrir skref niður úr ógnvekj- andi myrkrinu. Þannig komst Caroline að lokum niður úr turninum. Hún hafði ekki eina heila hugsun í höfðinu, þar rúmaðist ekkert nema örvæntingar- full skelfing. Hún féll niður i grasið utan við turninn, en heilinn hélt ósjálfrátt áfram að telja: Fimm- hundruð og eitt, fimmhundruð og tvö, og þrjú og fjögur... Ægivald Niccolos di Ferramano yfir henni fjaraði út um siðir. — Ég vildi, að liðið, sem pabbi heldur með, færi nú að vinna, ég verð að fara að segja honum frá reikningseinkuninni. V. BIFREIÐAEIGENDUR Verzlun vor býður úrval af bílaútvörpum og stereo segulböndum Einnig fylgihluti, festingar, loftnet og hátalara. Verkstæðið sér um ísetningar á tækjum, /..J*- svo og alla þjónustu. S TÆÐMI " N Einholti 2 Reykjavik Sími 23220 * 41.TBL. VIKAN47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.