Vikan - 13.10.1977, Síða 48
SKRÍTIÐ FÓSTUR
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja þig
að ráða fyrir mig draum, sem mig
dreymdi fyrir hálfu ári. Ég vil taka
það fram, að ég og systir mín
vorum báðar barnshafandi, þegar
mig dreymdi þetta, en draumurinn
hefur setið ansi lengi í mér.
Mérfannst ég vera að klifra upp
stóran moldarhaug, og þegar ég
var kominn næstum því upp
fannst mér ég vera komin með
lítinn stiga, sem égt hélt í. Mér
fannst síðasti spölurinn lang
erfiðastur, en komst þó alla leið
upp og hitti þar systur mína, sem
heitir Júlíana. Við settumst fyrir
framan hús, sem var hvítt að lit,
og mér fannst ég vera ófrísk, en
ekki systir mín. Sá ég fóstrið, sem
ég gekk með, í gegnum magann á
mér, og mér fannst systir mín
segja: „Eigum við að taka það
aðeins út." Við gerðum það, og
var barnið stúlka. Hún var með blá
augu, annað dökkt, en hitt Ijóst,
og fannst mér dekkra augað vera
miklu skærara. Svo fannst mér
barnið vera með þrjá dökka
fæðingarbletti. Einn á eyranu, en
hina tvo á öðrum handleggnum.
Ég strauk blettinn á eyranu, og var
þá-einsog hann væri laus (eins og
olía eða eitthvað þess háttar), og
þurrkaði ég hann af. Þá fannst
mérsystir mín segja: ,,Við skulum
setja það aftur í magann, áður en
þeir koma." Mér fannst hún vera
að tala um læknana, og við
settum barnið aftur í magann, og
við það vaknaði ég.
Svo langar mig til að vita, hvað
það merkir að dreyma, að barn sé
að taka tennur eða sé komið með
tennur. Vonandi geturðu ráðið
eitthvað úr þessu fyrir mig.
Með fyrirfram þökk,
H.J.
Draumurinn boðar þér einhverja
erfið/eika, sem virðast í fyrstu
óyfirstígan/egir, en þér tekst þó að
komast yfir án aðstoðar annarra.
Fæðingarb/ettirnir eru viövörun.
Þú skalt gæta þin vei á nýjum
kunningjum, sem þú kannt að
eignast. Þú færð góðar fréttir og
verður mjög hamingjusöm i fram-
tíðinni. Faiiegar tennur í draumi
boða hamingju og góða stöðu.
í VONDU SKAPI
Kæri draumráðandi!
Fyrirstuttu dreymdi mig draum,
sem ég get ekki gleymt, en hann
var á þessa leið:
Mig
dreymdi
Eg var í vondu skapi og ætlaði
að kveikja í mér. Svo þegar ég var
byrjuð á því, hætti ég við það og
fann þá, að það var komið gat á
hausinn á mér og það sást í
heilann. Ég fór til læknis, og hann
læknaði þetta alveg. Síðan vakn-
aði ég.
Með þökk fyrir birtinguna,
Trilla
Þú iendir senniiega í harkaiegu
rifriidi við einhvern, sem er þér
nákominn. Varaðu þig á því að
iáta skapið hiaupa með þig í gönur
í þetta skipti, því það gæti haft
s/æmar afieiöingar í för með sér.
BARSMÍÐ OG MATARBOÐ
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig tvo drauma, og er
hinn fyrri svona:
Mér fannst ég vera stödd í
sjoppu og var í rauðu bikini, af því
að ég hafði verið í sólbaði. Allt í
einu komu pabbi og mamma inn í
sjoppuna, og þegar ég leit á þau,
sá ég, að pabbi hafði barið
mömmu. Mér fannst ég hlaupa
grátandi til þeirra, en þá fór pabbi
út. Ég reyndi að hugga mömmu,
og svo fannst mér við fara að leita
að pabba. Við vorum á bíl og
ókum mjög lengi. Loksins þegar
við fundum hann, var hann á
leiðinni heim, og við það vaknaði
ég-
Hinn draumurinn var á þessa
leið:
Mér fannst ég vera boðin í mat.
Þegar ég kom á staðinn, þar sem
boðið var haldið, fannst mér ég og
strákur, sem ég þekki mjög vel,
borða saman. Borðið, sem við
sátum við var brúnt, frekar stórt,
og það voru stengur upp með
hverju horni, en rautt þak yfir því.
En þetta var mjög flott matarborö.
Þannig endaði þessi draumur.
Með þökk fyrir birtinguna.
8138-9365
PS
Fyrir hverju er að dreyma kven-
mannsnöfnin Sjöfn og Lilja.
Móðir þín verður senniiega fyrir
einhverju happi, áður en langt um
iíður, en þaö er þó ekki endiiega
þér viðkomandi, þótt þú kunnir að
njóta góðs af. Hinsvegar munu þú
og strákurinn í seinni draumnum
verða fyrir einhverju eignatapi eða
eyða fjármunum tii einskis. Nafnið
Sjöfn í draumi er fyrir velgengni I
ástamálum, en Lilja er fyrir
einhverri upphefð.
HALLÓ ÍRIS!
Kæri draumráðandi!
Hér hef ég einn draum handa þér
að ráða:
Mér fannst ég vera á gangi í
kringum stóra og fallega grasflöt,
en með mér var margt fólk, sem
náði umhverfis flötina. Inni í
hringnum var ekkert nema grænt
gras. Mér datt snöggvast í hug að
líta aftur fyrir mig og athuga,
hvort ég sæi þar fyrrverandi vin
minn, sem ég kom strax auga á.
Hann brosti til mín, ég þóttist ekki
sjá hann og ákvað að ganga út úr
röðinni. Ég lagðist á magann í
grasið til þess að fela mig fyrir
honum, en hann hafði komið auga
á mig, gekk til mín og sagði:
„Halló írisl", en ég svaraði
honum ekki. Hann heilsaði mér
aftur, og þá sagði ég: „Djöfull er
hann Rúnar vinur þinn orðinn
ógeðslegur, eins og hann var nú
myndarlegur einu sinni." „Nú,
finnst þér það," sagði hann þá.
Vonandi geturðu ráðið þennan
draum fljótlega.
iris.
Þú verður einhverrar ánægju
aðnjótandi innan tíöar, en hins
vegar er hætt við, að einhver
fjö/skyldumeðlimur muni skapa
miklar áhyggjur vegna svika og
óheilinda. Þú verður sennilega
mikið heima fyrir á næstunni.
BÓKAFLÓÐ
Kæri draumráðandi!
Ég sendi þér hérna draum, sem
mig dreymdi fyrir nokkru og hef
mikið hugsaö um. Vonandi get-
urðu ráðið eitthvað úr honum fyrir
mig.
Mér fannst ég vera í ókunnu
húsi. I kringum mig voru staflar af
bókum, en ég sat í stól og var að
lesa í gífurlega stórri bók, sem var
með mjög skrítnu letri. Allt ( einu
fannst mér ég vera búin að
gleyma, hvað bókin hét og ætlaði
að athuga það, en fann þá hvergi
fremstu síðuna úr henni og fór að
leita að henni um allt herbergið.
Loksins fann ég það samanbrotiö
ofan í skúffu, og á því stóð:
„Ævintýri og skrýtlur stóru, fínu
prinsessunnar eftir Dísu."
Skyndilega var blaðinu kippt úr
höndunum á mér, en það var
enginn í herberginu nema ég.
Þetta fannst mér mjög furöulegt,
og hvergi kom ég auga á blaðið.
Bókin stóra var líka horfin, og það
var farið að loga ( gömlum
dagblöðum úti í horrii í herberg-
inu. Ég reyndi að slökkva eldinn,
en réði ekki við hann, og fyrr en
varði var herbergið oröið eitt
eldhaf. Síðast sá ég ekki annaö
ráð en að stökkva út um
gluggann, en við það vaknaði ég.
Vonandi geturðu ráðið þennan
draum fyrir mig, en hann var
ákaflega eftirminnilegur.
Með bestu kveðjum,
Búkolla.
Draumurinn boðar þér virðingu
góðra manna og upphefö. Vetur-
inn getur orðiö þér erfiður að
einhverju /eyti, en f/est ætti þó að
ganga þér I hag. Þú verður fyrir
einhverri sorg, sem þú verður ef ti/
vill lengi að jafna þig á, en með
aðstoð góðra manna brosir ham-
ingjan við þér hvar sem er.
OF MARGIR FINGUR
Kæri draumráðandi!
Fyrir skömmu dreymdi mig, að
ég væri með sjö fingur á hægri
hendi, og fannst mér það mjög
óviðkunnanlegt. Ég fór til læknis,
en hann sagði, að það væri ekkert
við þessu að gera og að þatta
myndi bara lagast með tímanum.
Með fyrirfram þökk,
S.S.
Þessi draumur er fyrir vinsæld-
um og virðingu. Varaðu þig samt
á allri samkeppni.
48 VIKAN 41. TBL.