Vikan


Vikan - 13.10.1977, Page 50

Vikan - 13.10.1977, Page 50
Meðan ég sit þarna verður mér hugsað til þess, af hverju við erum svona neikvæð gagnvart vetrin- um. Veturinn getur líka haft ánægju upp á að bjóða. Margir iðka skíðaíþróttina af kappi, og þeir hlakka auðvitað til vetrarins. Við getum í frítímum okkar lesið, boðið kunningjunum heim, átt þægilega kvöldstund með góðum vinum og fjölskyldunni. Við getum notað veturinn til að auka visku okkar, fara í skóla, læra eitthvað, ef við nennum að leggja það á okkur. Jafnvel ef við hugsum okkur um, eitt lítið kertaljós, sem við njótum á vetrarkvöldi, hversu mikið getur það ekki gert fyrir okkur, þetta flöktandi litla Ijós? TRÉN AFKLÆÐAST - VIÐ KAPPKLÆÐUMST Nú sest hjá mér eldri maður og hefur lestur á dagblaði af mikilli athygli. Ég spyr hann, hvernig veturinn leggist í hann. Svarið er á þá leið, að sjálfur kvíði hann ekkert fyrir vetrinum, en í sambandi við veðráttuna mætti á trjánum marka, hvernig veðráttan yrði. Spá hans er sú, að ef ystu laufin á greinum trjánna eru enn eftir, þegar allt lauf er fallið, megum við búast við góðum, mildum vetri. Falli hinsvegar ystu blöðin fyrst, þá verður líklega hörkuvetur. Ekki veit ég, hvort þetta er rétt, en eins og við vitum, er oft mikið mark takandi á spám þeirra eldri, og þeir geta miðlað hinum yngri af reynslu sinni. NAUSTIÐ - LÍNURNAR GLEYMDAR Þar sem nú nálgast hádegið. fann ég til svengdar, og þrátt fyrir allar línur og greipávexti, legg ég leið mína í Naustið, svona rétt til að sjá, bara sjá, eitthvað af þeim gómsætu réttum, sem þeir í Naustinu bjóða upp á þennan dag. Þarna er m.a. borin fram rjúkandi lauksúpa í fallegum leirskálum, og ég stenst ekki freistinguna og panta mér eina slíka súpu. Hún bragðast afbragðs vel, og Ib Wessman, matreiðslu- maður, er svo vinsamlegur að gefa lesendum Vikunnar uppskrift

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.