Vikan


Vikan - 14.12.1978, Side 5

Vikan - 14.12.1978, Side 5
16. grein Illhausern i Alsace, um 70 kílómetrum sunnan við Strassbourg og loks Girardet, sem raunar er svissneskur Frakki ogeldar handan landamæranna. Sáttasemjari ihalds og róttækni Alain Senderens var áður matsveinn á hinum sögufrægu veitingahúsum Lucas- Carton og Tour d’Argent. Þar stundaði hann hefðbundna, franska elda- mennsku. Síðan hann varð sinn eigin herra hefur hann farið inn á nýjar brautir og er einn hinna frönsku kokka, sem mesta ævintýramennsku stunda í listgrein sinni. Margir þeir réttir, sem Senderens býr til, eru ákaflega erfiðir í matreiðslu. En Senderens hefur það umfram aðra ævintýramenn í eldamennsku, að hann býr slíka rétti til dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár, án þess að mistakast svo mikið semeinusinni. Senderens er líka frægur fyrir að spanna allt svið franskrar matargerðar- listar, allt frá hinum hefðbundnu réttum á borð við gæsalifur að hætti Landesbúa yfir i furðuhluti, sem engum hefur áður dottið i hug, svo sem humar i mentol- sósu. Þrátt fyrir ævintýramennskuna er hann því eins konar sáttasemjari milli hinna stríðandi afla íhalds og róttækni í franskri matargerðarlist. í höfuðið á grísku skáldi Þegar Alain Senderens opnaði sitt eigið veitingahús i Paris, valdi hann húsnæði við götu, sem heitir eftir frægum kokki fyrri alda, Rue de Var- enne. Matstofuna skírði hann í höfuðið á Arkistratusi, grisku skáldi og matar- ástarmanni frá dögum Periklesar í Aþenu hinni fornu. Kona Senderens. er yfirþjónn í matstofunni. Hún tók á móti okkur og visaði okkur til sætis. í 40-50 sæta salnum, sem einkepndist af miklurn blómaskreytingum 'og speglum á veggjum. í lofti voru rauðar steinflísar. 1 heild hafði stofan nútimalegt, en þægilegt yfirbragð. Þjónarnir, sem vo.ru tveir á hverju strái, voru hvorki i smóking né kjólfötum, h'eldur klæddir eins og nútíma glaumgosar. 260 franka hringferð um ævintýramennsku Sérfræðingarnir mæla með öðrum hvorum stóra matseðlinum Imenu degustation), sem fæst bæði á 180 franka og 260 franka. Hinn síðamefndi er átta- eða níu rétta, en hinn nokkru styttri. Þessir matseðlar fara með gestina i hringferð um ýmsa frægustu ævintýramennsku Senderens. Gestgjafi okkar tók ekki annað í mál en níu rétta málsverðinn með flösku af indælu Chateau Figeac rauðvíni frá 1964. Þetta var frábær árgangur af frábæru víni, einu hinu besta i St- Emilion í Bordeaux-héraði, enda kostaði flaskan 180franka. Með eldgömlu armagnaci frá Domaine de Certagne í Bas-Armagnac komst reikningur gestgjafans (að 15% þjórfé meðtöldu) upp i 1200 franka eða 84.000 krónur. Nákvæmlega reiknað voru það 28.000 krónur á mann! Með því að fá sér styttri matseðilinn, sem er víst ekki „nema” sex eða sjö rétta, ög heldur hóflegra vin með matnum ætti reikningurinn að verða um 16.500 krónur á mann. Fyrir það verðfá menn sömu rétti, bara heldur færri. Skynsamlegt er að taka fram á þessu stigi, að maturinn var ekki eins hrikalegur og tala réttanna gefur til kynna. Skammtarnir voru nánast aðeins smakk eða sýnishorn. Hin langa máltíð varð þvi ekki þung í maga. Dúfan var þyngdarpunktur veislunnar Fyrst fengum við humarsalat með ferskjum á salatbeði, jóðlandi i olíu, mjög gott (salade de homard aux peches). Þetta hús er hápunktur matar- gerflariistar Parísar að mati sér- frœðinga. Ljóskerin benda til, afl þetta sé veitingahús, en sjólft nafnið lætur lítið yfir sér á litlu skilti á horninu, þar sem umferðarmerkin eru. Þarna verfla menn að panta borð með tveggja vikna fyrirvara til að fá að borða fyrir 16.500-28.000 krónur á mann. Síðan fengum við lax í sítrónusósu með kavíar, ekki alveg eins góðan, en samt góðan (filet de saumon aux girolles). í þriðja lagi fengum við spergil, bakaðan i köku eða pæ. Spergillinn var mjög góður, en kakan ekkert sérstök. í fjórða lagi fengum við þrjár sneiðar hvert af kálfalifur i mildri, grænleitri sósu, aldeilis frábæran rétt (escalope de ris de veau aux oignons confits). Nú varð skammt stórra högga milli, því í fimmta lagi kom röðin að dúfu í sætsúrri sósu ásamt kryddlegnu grænmeti á sérdiski (pigeon roti aux poireaux confits). Þetta var höfuðréttur máltiðarinnar, alveg sér- staklega góður á bragðið. I sjötta lagi var svo boðið upp á osta að eigin vali (plateau de fromages), og fékk ég mér brie og camembert, báða fullkomlega rétta. Með ostunum var boðið upp á miðlungi góðar brauðkollur með rúsínum sumar og kúmeni aðrar. Nú var komið að sjöundu umferð, og birtust þá þunnar sneiðar af súkkulaðitertu (tarte bonne femme) og smákökur. Okkur fannst þetta gott, en nokkuðsætt. I áttunda lagi kom svo snjóhvít ísfroða eða kraumís, frábær, á beði af blönduðum ávöxtum, mjög góðum en ekki frábærum (assiette de sorbets aux fruits rouges). Loks fengum við í níunda lagi þrenns konar súkkulaðimola með kaffinu. Þjónarnir voru alveg á nálum Þjónustan var mjög nákvæm frá faglegu sjónarmiði, en skorti lítillega alúð þá, sem við höfðum reynt í öðrum frábærum veitingahúsum í París. Þarna var maður á mann í þjónustuliðinu, svo að fylgst var með hverri hreyfingu gestanna. Var ekki laust við, að aðal- þjónn borðsins okkar væri tauga- veiklaður, eins og hann væri í sífelldum ótta um að gera mistök. Slík taugaveiklun getur haft óbein áhrif á vellíðan gesta. Vínflaskan var með þykku ryklagi, svo sem hæfði hinum virðulega drykk. Þjónninn spurði réttilega hvort við vildum fá innihaldið í karöflu til að losna við botnfallið og til að lofta vinið. Hins vegar spurði hann ekki, hvort við vildum losna við flöskuna. Hún stóð allan tímann rykug á borðinu, i mjög miklu ósamræmi við umhverfi sitt. Við vissum, að vinið var rétt og þurftum ekki að lesa á miðann á flöskunni í sífellu til að sannfæra okkur um, að engin brögð væru i tafli. Þjónninn spurði ekki, hvort hann ætti að skenkja i glösin, heldur beið hins hefðbundna rétta tíma. Þegar gestgjaf- inn ætlaði svo nokkru siðar að grípa flöskuna, kom þjónninn þjótandi og varð fyrri til að skenkja. Hann hefði getað sparað sér taugaveiklunina með því ið spyrja, því að nú til dags má reikna með að gestir veitingahúsa víki frá hefðbundnum borðsiðum. Fær tíu eins og Bistrot og Allard í heild get ég sagt, að maturinn hafi verið jafnóaðfinnanlegur á l’ArcheStrate eins og hann var á Bistrot de Paris og Allard, sem áður hefur verið lýst í greinaflokki þessum. Hins vegar var þjónustan þægilegri á síðarnefndu stöðunum tveimur. Manni liður betur, þar sem þjónar eru blátt áfram og ekki mikið að rembast í formsatriðum. Ef ég ætti aftur kost á að fara til Parisar, mundi ég fremur líta við á Bistrot de Paris eða Allard. Mér fannst þeir betri og svo auðvitað mun ódýrari. En samt er l’ArcheStrate svo hátt yfir hafinn flesta aðra veitingastaði, sem ég þekki, að hann fær tíu í einkunn eins og Bistrotog Allard. (l’ArcheStrate, 84 Rue de Varenne, 7. hverfi, sími 551-47-33, lokað laugardaga og sunnudaga og frá I. til 20. ágúst og 23. desember til 2. janúar). Jónas Kristjánsson Einkunn j í\ Vikunnar: 1 (J SO. tbl. Vikan S

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.