Vikan


Vikan - 14.12.1978, Side 11

Vikan - 14.12.1978, Side 11
rannsóknarskipin, en þar voru eintómii karlmenn. Mér var strax tekinn vari fyrir því að fara ein út á götu eftir klukkan fimm á daginn. Á þeim tíma voru aðeins gleðikonur á ferli og hætta á að ég yrði meðhöndluð sem slik. Konur af betri stigum máttu alls ekki koma nálægt eldhússtörfum, til slíkra verka höfðu þær þjónustufólk. Heimilistæki voru þarna óþekkt fyrirbæri. Ég hafði fyrst tyrkneska konu til að hjálpa mér, en hún ■reyndist illa, vildi helst ekki gera neitt nema sitja og tala. Síðar fékk ég gríska konu. Hún talaði hrafl i frönsku og var i alla staði til fyrirmyndar. Sjálf var hún gift og fimm barna móðir. Eiginmaðurinn gerði ekkert, hann sá enga ástæðu til að slíta sér út, úr því að konan hans hafði þessa ágætu vinnu! Þetta var algengur hugsunarháttur, konan vann, en eiginmaðurinn sat á kaffihúsi allan daginn og ræddi heimsmálin. Um tyrkneska handverksmenn í Istanbul voru bílar, sem störfuðu sem sambland af strætisvagni og leigubíl. Þeir söfnuðu saman farþegum og óku svo vissa leið. Þessir bílar voru með afbrigðum gamlir og hrörlegir, eins og önnur almenningsfarartæki í Tyrklandi. Eitt sinn er ég kom á „stöðina” sá ég hvar bílstjórinn sat flötum beinum á jörðinni með hluta af vélinni i fanginu. Hann var að gera við hana með snærisspotta og batt hina listilegustu skátahnúta. Er hann sá til ferða minna flýtti hann sér að skella öllu saman á sinn stað. Ég var viss um að bíllinn færi aldrei í gang, en er tilhlýðileg tala farþega hafði safnast saman í hann, flaug hann af stað. í annað skipti bað bílstjórinn mig að halda í hurðina meðan á akstri stæði, svo hún dytti ekki af. Ég sat og ríghélt í hurðina, dauðhrædd um að detta út. Flugvélarnar, sem notaðar voru í innanlandsflugi, voru heldur ekki upp á marga fiska. Eitt sinn þurftum við að milli- lenda og fengum okkur hressingu í flugvallarbyggingunni. Er við komum út aftur var sprungið á einu hjóli vélarinnar. Viðgerðarmenn sátu með slönguna og röspuðu hana eins og maður gerði við hjólhestaslöngurnar í gamla daga. Síðan var pumpað í hana lofti, og eftir að hjólið var komið á, var aftur lagt af stað, eins og ekkert hefði í skorist. Ég var ekkert tiltakanlega hrædd, því mér hafði lærst að Tyrkir eru frábærir handverksmenn. Perú og afkomendur Inkanna Perú var aftur á móti allt öðruvísi en ég hafði hugsað mér, en þangað fluttum við eftir 1 1/2 árs dvöl í Tyrklandi. Og vissulega var Líma gjörólík Istanbul. Sú menning, er þarna ríkir er sambland af spænskri menningu og hinni gömlu menningu Inkanna. Loftslagið er mun heitara og hræðilega rakamettað. Vetrartímabilið eru mánuðirnir júni, júli og ágúst, þá sést ekki til sólar, grá þoka grúfir yfir öllu, og rakinn umvefur mann eins og kalt slím. í september fer svo að hlýna, og þá er gróðurinn alveg ótrúlega fljótur að taka við sér. Ég var með jólastjömur i garðinum, þær urðu hálfur annar metri á hæð og uxu eins og runnar. Heldur ólíkar þeim jólastjömum, sem maður reynir að rækta í pottum hér heima. Indíánarnir búa við mikla örbirgð og eru ákaflega hatursfullir í garð útlendinga. Þeir sem búa í fjöllunum halda árlegan markað í Líma með varning sinn. Þetta eru frábærlega listrænar vörur og litasamsetningin með ólíkindum. Þeir etja saman litum, sem við mundum aldrei þora að setja saman, en hafa lag á því að fá út alveg óvenju fallega heild. 28. júli, en það er þjóðhátíðardagur Perú, slá þeir upp tjaldbúðum í útjaðri Líma, fara fylktu liði að styttu Pizarros og hrækja á hana. Enda var Pizarro sá Spánverja, er einna vasklegast gekk fram i að útrýma Inkunum á sínum tíma. Þeir eiga það líka til að hrækja á eftir útlendingum yfirleitt. Hermann, sem var ákaflega ljós yfirlitum, varð oft fyrir þessu. Ég aftur á móti siður, þar sem ég er dekkri, og því ekki jafn-auðþekkjanleg sem útlendingur. Þetta gerðist þó aldrei i sjálfri höfuðborginni, því þar eru útlendingar aðalatvinnurekendur og vinnuveitendur Indíánanna. Berfættar í jólaboði Fyrstu jólin okkar í Líma kom systir mín í heimsókn með ungan son sinn, og við héldum jól að okkar sið. Á aðfangadags- kvöld var ég næstum búin að gleyma því hvar ég var stödd í heiminum, þar til ég opnaði svaladyrnar og hitasvækjunni sló á móti mér. í desember er hitinn um 28 stig. Á jóladag sóttum við messu í norskri sjómannakirkju, en það er töluvert um Norðmenn og Svía í Líma. Auk þeirra sótti þessa messu fjöldi annarra útlendinga, og mér fannst það mjög hátíðlegt er allir sungu Heims um ból saman, hver á sínu máli. Við fórum í jólaboð til sænsku ræðismannshjónanna, og heldur fannst mér nú skrítið að sjá konurnar í léttum sumarkjólum og berfættar í jólaboði. En öllu má venjast, eins og bréf það, er ræðismannshjónin fengu frá börnum sínum i Svíþjóð sannar. Þau voru alin upp í Líma, en stunduðu nú framhaldsnám í heimalandi sínu. Þau kvörtuðu undan því, að það væri hreint ekkert jólalegt í Svíþjóð, ekkert nema snjór og ekki einu sinni hægt að fara á ströndina. Alda heldur ð Isabellu i fanginu fyrir utan heimili sitt í Líma. Þeir innfæddra, sem kaþólskir eru, snæða fjölskyldukvöldverð á aðfangadags- kvöld, en fara síðan í geysilanga hátíðarmessu á miðnætti. Að henni lokinni fara allir heim og fá sér súkkulaði og kök- ur. Aðaljólahátíð þeirra er svo á þrettándanum, en þá eru afhentar jólagjafir i anda vitringanna þriggja frá Austurlöndum. Hagkvæmar trúlofanir í Líma eru innbrot og aðrir þjófnaðir afskaplega algengir. Þjófarnir liggja alls staðar í leyni og fylgjast með hverri hreyfingu þinni, þó þú sjáir þá aldrei. Sérstaklega sitja þeir um hús þess fólks, sem nýflutt er í hverfið. Sænsku ræðismannshjónin urðu heldur betur fyrir barðinu á þeim, er þau skruppu eitt sinn í nokkurra daga páskafrí. Þau skildu húsið eftir í umsjá vinnukonunnar sinnar, en er þau komu til baka var vinnukonan horfin og blátt áfram búið að hreinsa allt út úr húsinu. Vinnukonan fannst aldrei, en silfurborðbúnaður þeirra hjóna og nokkuð af öðrum húsbúnaði tók smám saman að birtast á fornsölum og öðrum skransölum. Þar urðu þau að kaupa muni sína aftur á því verði, er upp var sett. í auðugri hverfunum er fjöldi lögregluþjóna, sem gæta eiga húsanna, en sú saga gekk, að margir þeirra léku þann leik að trúlofast vinnukonum og hverfa svo á brott með þær og alla innanstokksmuni við fyrsta tækifæri. Einu sinni var brotist inn hjá mér að nóttu til, þegar ég var ein heima. Ég hrökk upp við eitthvert þrusk, og svo tók ísabella, hundurinn minn, að gelta eins og óð væri. Hún var bara ósköp lítill cocker spaniel, en raddstyrkur hennar var aldeilis ótrúlegur. Fólk er ákaflega hrætt við hunda, því 50. tbl. Vikan II

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.