Vikan


Vikan - 14.12.1978, Page 14

Vikan - 14.12.1978, Page 14
Vonogvissa Miði í happdrætti SÍBS gefur góða von um vinning. Áhersla er lögð á marga vinninga sem koma sér vel. Þó eru hæstu vinningar 2 milljónir og dregið er um milljón mánaðarlega. Hver seldur miði gefur endurhæfingarstarfinu sem unnið er á vegum SÍBS aukinn styrk. Sá sem á miða í happdrætti SÍBS á sjálfur vinningsvon og gefur einnig öðrum vonir um bjartari framtíð. Það kostar aðeins 800 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að auka slíkar vonir. Vinningsvon og vissa um að verða að liði. Happdrætti SÍBS — Háttvirta samkoma, herrar mínir og frúr! Vill sá, sem kann að hafa tómatflöskuna,vinsamlega rétta hana hingað? bók í blaðformi fæstá næsta blaðsö/ustað HÁR 0G AFTUR HÁR Það er áberandi hvað hárgreiðslufólk hér á landi fylgist vel með öllum nýjungum í heimi hártískunnar. Námskeið eru haldin og mikið er um að fagfólk taki sig saman og fari á hárgreiðslusýningar og námskeið erlendis til að kynna sér það sem er að gerast hverju sinni. Þó fjarlægðir skilji okkur frá háborgum tískunnar er ekki þar sem sagt, að við eigum að sitja hér í einhverri steinaldar- menningu dauð úr ölium æðum, allsendis ómeðvituð um það sem er að gerast. Ekki alls fyrir löngu fréttum við einmitt af hópi hárgreiðslufólks, sem statt var í París til að fylgjast með heimsmeistarakeppninni í hárgreiðslu. Eflaust hafa þau komið heim full af nýjum hugmyndum um útlit okkar landsmanna. Á dögunum var haldið í Iðnskólanum námskeið í meðferð Henna-vara og var það fyrirtækið Hálfdán Helgason sem stóð fyrir því. Námskeiðið 14 Vikan 50. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.