Vikan


Vikan - 14.12.1978, Side 18

Vikan - 14.12.1978, Side 18
Börn krefjast mikils Það er erfitt að vera foreldri. Foreldrar þurfa að vera vel á sig komnir andlega sem likamlega, til þess að það bitni ekki á börnunum. Aðstaöa foreldra skiptir miklu máli, þegar um barnauppeldi er að ræða. Efnahagsleg staða foreldra hefur áhrif á, hvernig börnum líður. Þegar foreldrar hafa örugga íbúð, öruggan fjárhagsgrundvöll og vinnu, sem þeim líkar vel, gengur þeim betur að vera foreldrar. Andleg og likamleg líðan skiptir börn líka miklu máli. Grundvöllur að sálrænni heill barnsins er öryggi. Þau þurfa að fá tæki- færi til að reyna sig sjálf, taka frumkvæði og hafa vald á hlutum í umhverfinu. Börn þurfa að hafa örugg tengsli við fölk, fyrst við fullorðna og seinna við félaga. Lík- amlegt ástand barna hefur áhrif á andlega liðan þeirra. Ef börn sofa ekki nögu mikið, fá ekki nógu næringarríka fæðu og ferskt loft, er erfiðara að eiga við þau. Tengsl barna og foreldra eru afar mikilvæg. Ef þau eru ekki nógu góð, getur það valdið barninu skaða. Börn foreldra sem lenda í skilnaði Eins og hlutunum er háttað í sam- félaginu í dag, alast flest börn upp hjá báðum foreldrum sínum. Samfélagið i dag er byggt upp af kjarnafjölskyldu, sem i er faðir, móðir og börn. Það er hins vegar enginn kominn til að segja, að þetta verði alltaf svona. Sumir halda því fram, að hið hefðbundna fjölskylduform sé orðið úrelt og það beri að stefna að allt öðrum fjölskylduformum, t.d. stórfjölskyldum, þar sem margar kjarnafjölskyldur búa saman. í slíkum fjölskyldum þyrfti það ekki að vera eins örlagaríkt fyrir börn, að foreldrar þeirra skildu. Þá væru fleiri til að taka barnið að sér og hjálpa því yfir verstu tilfinningakreppuna, sem skilnaður hefur næstum alltaf í för með sér fyrir börn. Eins og stendur er það hins vegar stað- reynd, að mörg börn lenda í því, að for- eldrarnir skilji. Þau missa þá annað foreldrið og verða annaðhvort hjá móður- inni eða föðurnum — oftast móðurinni. Stundum hafa foreldrarnir reynt að búa saman lengi „vegna barnanna” eins og það er orðað. Þau halda því fram, að skilnaður skaði börnin meira en áframhaldandi sambúð, enda þótt sambúðin sé næstum óþolandi. í slíkum tilvikum er óhætt að halda fram, að skilnaður sé bæði skynsam- legur og tímabær einmitt vegna barnanna. Báðir foreldrar verða að leggja eitthvað á sig þegar skilnaður stendur fyrir dyr- um. Ef hjónaband er orðið alveg vonlaust og ekki annað en eilíft rifrildi og uppistand, sem hefur í för með sér, að hinir fullorðnu eiga lítið sameiginlegt, þá bitnar slikt alltaf á börnunum. Það er hreinlega ekki hægt að leyna börn „hættuástandi” í fjölskyldu, þau finna það, enda þótt þau segi kannski ekki margt. Ef fólk heldur áfram slíku sambandi, geta allir kraftar þess farið í það að halda því gangandi — eða í það að rífast. Það verður hvorki tími né kraftar til þess að sinna börnunum. Fólk hefur þá hvorki krafta né löngun til að fást við þá erfiðleika, sem koma fyrir í öllu uppeldi, og börnin verða fórnarlömbin. Ef hjónaband á að geta gengið, krefst það þess, að báðir aðilar leggi sitt af mörkum. Og ef annar aðilinn vill ekki leggja neitt af mörkum, er næstum því sama, þótt hinn leggi sig allan fram. Það eru til hjónabönd, þar sem það er augljóst, að annar aðilinn hefur gert allt, sem í hans valdi stóð til að lagfæra hlutina, en það var ekki nóg. Barnið er oft hlutlaus áhorfandi að slíku, og það finnur bara, að það er eitthvað hættulegt á seyði. Kannski hefur þetta verið svona i mörg ár, en einn daginn hljómar orðið: SKILNAÐUR. Þá er yfirleitt fyrsta hugsun og spurning barnsins, „Hvað verður um mig?” „Hvar á ég þá að vera?” Skilnaður gengur auðveldar fyrir barnið, ef það fær ákveðið að vita, hjá hverjum það á að vera, hvar það á að búa og hversu oft það fær að heimsækja hinn aðilann . Það er líka mikilvægt, að barnið hafi leyfi til þess að þykja vænt um það foreldranna sem það hefur skilið við og að ekki sé sífellt talað illa um það og það nítt niður. Annars þorir barnið ekki að láta sér þykja vænt um það — og alls ekki nýjan sambýlismann, ef hann er einhver. Börn vilja nefnilega ekki vera svikarar. 18 Vlkan 50. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.