Vikan - 14.12.1978, Blaðsíða 25
Eftir Laird Koenig.
Þýð.: Auður Haralds.
Litla stúlkan
við endann á
trjágöngunum
... Rynn sá það fyrst. Mario fann hvernig hún
stífnaði í örmum hans og kólnaði upp...
. . . Hvorugt hafði augun af glugganum. Þá sáu
þau það, sem þau höfðu mest óttast að sjá...
ÚTDRÁTTUR:
Rynn var óvenju vel gefin, las Ijóð, orti
en átti enga vini. Hún átti sér lika
leyndarmál, sem hún vildi ógjarnan að
kæmist í hámæli. Heimsóknir frú
Hallet og sonar hennar eru henni þvi
ekkert gleðiefni. Frú Hallet er
ógeðfelld miðaldra kona, sem fólkið i
þorpinu segir, að sé sífellt með nefið í
annarra leyndarmálum. Sonur hennar
er einkennilegur fullorðinn maður, með
sérstæðan áhuga á litlum stúlkum. Einn
góðan veðurdag hvarf svo frú Hallet.
Það veit það enginn nema Rynn litla að
þann dag var hún einmitt í eftirlitsferð í
húsinu, sem Rynn og faðir hennar hafa
á leigu. Reyndar var erindi frú Hallet
þangað að kvelja og hóta Rynn litlu
svo Rynn, sem ekki lét fullorðna
nokkru sinni ráða yfir sér, notaði
tækifærið og hrinti frú Hallet niður
i kjallarann. Þaö varð
ekki aftur snúið. Hvað tæki það annars
konuna þarna niðri langan tfma að
deyja. Þrjá daga ... ?
Nú virtist eina vandamálið að losna við
Bentleyinn hennar frú Hallet. Hann
stóð fyrir utan húsið og var
ógnvekjandi sönnunargagn. Hún
hringir eftir aðstoð og þá kynnist hún
hinum sérkennilega, fatlaða töframanni
— drengnum Marió.
„Einn,” sagði Marió um leið og hann
leit í kringum sig og kom auga á sófann.
„Tveir,” kallaði hann, flýtti sér aftur
fyrir sófann og hvarf sjónum.
„Þrír”. Rödd hans, líkamslaus grafar-
raust, hékk í loftinu. „Þú mátt opna
augun núna.”
Rynn opnaði augun og horfði yfir
herbergið. Hún sló og klappaði aftur
saman höndunum til að hylla hann.
Síðan haetti hún að hlæja.
„Marió?” Röddin var ögn kvíðafull.
Hún hreyfði sig ekki.
„Geturðu birst aftur?”
Þögnin varaði aðeins brot úr augna-
bliki. Þá kallaði hún aftur, óttasleginni
röddu.
„Marió?”
Hún litaðist um í herberginu. Hún
hljóp að stiganum upp á efri hæðina.
„Marió?”
Hún var komin að dyrum vinnuher-
bergisins og var um það bil að snúa
snerlinum, þegar Marió stökk upp
aftan við sófann, smellti upp brjóst-
sykursröndóttri regnhlíf frú Hallet og
hélt henni hátt á lofti.
„Mary meri Poppins!”
Fyrir Rynn var allt gamanið farið úr
uppgerðarótta leiksins. Spennan augna-
bliki áður var horfin. Hún þaut að
drengnum. Röddin var skræk.
„Láttu mig hafa þetta.”
En Marió, á kafi i æsingi leiksins,
varð ekki Ijóst að hún var hætt. Hann
hló að hrópi Rynn. Þegar hún æpti á
regnhlífina fannst honum hún vera að
gera leikinn enn skemmtilegri. Hann
egndi hana með regnhlífinni, otaði
henni að henni, rak hana framan í hana,
kippti henni upp og niður. Hann striddi.
Hann spottaði.
„Komdu og náðu henni.”
Stúlkan kastaöi sér i sófann og greip
eftir regnhlífinni báðum höndum. En
Marió veifaði henni, skók hana,
sneri hana úr höndum Rynn. Hún
klöngraðist eftir endilöngum sófanum
og seildist eftir hverri hreyfingu hans.
„Hættu þessu!” Rödd hennar var
hörð, handleggirnir börðust.
Röndóttar fellingarnar, eins og
villidýr í vörn, opnuðust og lokuðust
framan í hana.
Hún klifraði niður úr sófanum og
króaði drenginn af í horninu við arininn
þar sem Gordon klóraði í búrið sitt. Með
tárin i augunum baðaði hún út
höndunum og fálmaði eftir hverri
hreyfingu. Hún var eins og barn í
eltingaleik svo örvæntingarfull að
jaðraði við móðursýki.
Marió sprakk af hlátri og stakk sér út
úr horninu. Hann þeyttist fram hjá
Rynn og ætlaði að komast fram hjá sófa-
borðinu. Stafurinn hans skall í gólfið.
Hann hrasaði og lá kylliflatur. Rynn
kastaði sér yfir hann og reif í regnhlífina.
Þau brutust um, risu ruggandi upp, læst
saman. Drengurinn kom hand-
leggjunum utan um hana og hélt henni
biýfastri að sér með handleggina reyrða
að síðunum. Sláin hans féll yfir þau
bæði þegar Rynn sneri snöggt upp á sig
og reyndi að grípa í regnhlífina.
Eldurinn glóði og kertin loguðu.
Skinið frá þeim rak skuggana út í horn.
Fyrir utan logaði útiljósið og skein
gegnum gluggatjöldin.
Rynn reyndi að losa sig. Ekkert
bærðist nema flöktandi skin loganna.
Rynn sá það fyrst. Marió fann
hvernig hún stífnaði í örmum hans og
kólnaði upp.
Skuggi þaut yfir gluggatjöldin.
„Usss, ” hvíslaði hún. „Hlustaðu.”
„Það er einhver þama.”
Þegar Marió sleppti henni þreif hún
regnhlífina og lyfti hljóðlaust lokinu á
eldiviðarkassanum og lét hana falla
niður í hann. Hún lét lokið siga varlega
niður. Börnin tvö hopuðu frá gluggan-
um.
Marió hlustaði eftir hljóðinu sem
hafði fyrst fengið stúlkuna til að skjálfa,
og nú hann.
Hún hvíslaði aftur. „Slökktu á
kertunum.”
Hann færði sig að borðinu og slökkti
á kertunum með fingrunum. Nú kastaði
aðeins arineldurinn dumbrauðu Ijósi
sínu yfir herbergið sem myrkrið gleypti
í kringum þau. Hann lét sig síga niður á
gólfið við hlið stúlkunnar og þau
hjúfruðu sig saman fyrir framan eldinn.
Hvorugt hafði augun af glugganum.
50. tbl. Vikan 25