Vikan - 14.12.1978, Page 38
Louise dafnar vel. Hún er nú rúm 5 klló afl þyngd,
ákafloga fallegt og efllilegt bam. Mun athyglin
eyðileggja Iff hennar?
Fjöbkyldan Brown fyrir utan Oldham sjúkra-
húsifl. Þetta var fyrsta heimsókn Louise þangafl
eftir f œðinguna.
Enn berast Louise margar gjaflr og mamma
hennar er ekkert I vandræðum mefl afl punta
hana.
GLASABARNIÐ,
LOUISE
BROWN
Louise Brown er orðin stærðar stúlka,
rúmlega 5 kíló á þyngd, og farin að fylgjast
vel með umhverfi sínu.
Eins og þessar myndir sýna vekur hún
hvarvetna feikna athygli, hvort sem er í
verslunarferðum með foreldrum sínum,
eða heimsókn á sjúkrahúsið í Oldham, þar
sem móðir hennar lá í tvo mánuði og beið
eftir þeim sögulega atburði, sem fæðing
hennar varð.
Ekki eru þó allir jafnhrifnir af þeirri
athygli, sem hún vekur, eins og eftirfarandi
viðtal við dr. Don Hilson ber greinilegt
vitni um. Dr. Hilson er starfandi barna-
læknir við Oldham sjúkrahúsið og jafn-
framt læknir Louise Brown.
Það verður að vernda
glasabarnið gegn for-
vitnu f ólki
Lif Louise Brown getur orðið að
martröð, ef foreldrar hennar gæta þess ekki
að vernda hana gegn áleitni almennings,
segir dr. Hilson. Það væri Louise fyrir
bestu, ef foreldrar hennar skiptu um nafn
og settust að í öðru landi — þar sem enginn
vissi um sögulegan uppruna hennar.
Sem stendur er Louise alveg eðlilegt og
heilbrigt barn. En þegar hún vex úr grasi og
kemst að allri þeirri athygli, sem hún vekur,
er vafamál hvort henni tekst að lifa eðlilega
bernsku. Um þriggja ára aldur munu
nágrannarnir þegar hafa sagt henni, að hún
sé hið fræga glasabarn. Auðvitað verða þá
fædd fleiri glasabörn, og það verður
kannski til þess, að Louise verður ekki
alveg jafnmikið ' í sviðsljósinu. En það
bjargar ekki þvi, að allir í Bristol vita hver
hún er. Og þar sem hún er fyrsta glasa-
barnið mun heimurinn fylgjast vel með
henni.
Það gæti eyðilagt líf hennar, og ég hef
miklar áhyggjur af framtið hennar.
Ég mun aldrei gleyma þeirri nóttu, er
hún fæddist. Við vorum öll í mikilli geðs-
hræringu. Læknar geta verið hjátrúarfullir,
engu síður en aðrir, og við hugsuðum allir:
„Erum við ekki hér með að storka sjálfri
náttúrunni?”
Þó að meðgöngutíminn sé alveg
eðlilegur, getur barnið samt sem áður fæðst
vanheilt. Við vorum aldrei alveg vissir með
Louise, þrátt fyrir ótal tilraunir, sem við
gerðum á móður hennar á meðgöngu-
tímanum.
38 Vikan SO.tbl,