Vikan - 14.12.1978, Side 43
vasanum á hvítum búningnum. „Hvað
eigum við að biðja um?” spurði hún.
Sam hugsaði sig um. Hann hafði
aldrei fengið gjöf fyrr, svo þetta var
mjög vandasamt.
„Mig myndi langa í lag,” sagði hann
að lokum.
„Lag?” Frökenin virtist ráðvillt.
„Eins og mamma mín syngur,”
útskýrði hann.
„Ó, ég skil.”Frökeninsagði honum að
halda á pennanum og með hönd hennar
um hans gerðu þau einhver tákn á
pappírinn. „Þarna,” sagði hún. „Við
skrifuðum: Kæri jólasveinn, mig myndi
langa i jólalag, ef þú vildir vera svo
vænn. Er það ekki ágætt? Nú verður þú
að skrifa undir svo hann viti að þetta er
frá þér.” Hún tók hönd hans aftur í sína
og gerði einhver fleiri tákn neðst á
blaðið. „Sjáðu,” sagði hún honum,
„svona áttu að skrifa Sam.”
SAM horfði varlega á pappírsblaðið.
Síðan horfði hann á frökenina. Hann
var ráðvilltur og innra með honum
einhver hlýleika tilfinning, svipuð og
kakóið veitti honum. Þetta virtist hins
vegar stafa af brosi frökenarinnar,
fallegu litfögru pappírsstrimlunum og
silfurbjöllunum, gjöfunum og pappírs-
blaðinu, sem nafnið hans var skrifað á.
Og að lokum sýndi litla alvarlega
andlitið með svörtu fullorðinslegu
augun ákveðin svipbrigði; í fyrsta skipti
síðan hann kom á hælið, Sam brosti.
Frökenin stóð upp og ýfði þéttar
krullurnar hans. „Jæja þá sagði hún
varfæmislega, „ég verð að senda þetta
bréf strax til Snjólandsins. Það er
aðfangadagur á morgun eins og þú
veist!” Hún rétti honum skrautlega
pappírsstrimilinn: „En hengjum þetta
upp fyrst. Fyrir gluggann, held ég.
Heldur þú ekki að það myndi vera
fallegt að hafa hann þar?”
Næsta morgun, þegar frökenin var að
hjálpa honum að klæða sig, sagði hún:
„Ég fer í burtu í dag, Sam, en kem aftur
annaðkvöld.”
Sam, sem var að troða sér í vestið sitt,
stirðnaði. Smár líkami hans varð stífur
af skelfingu og allur heimur hans, sem
stóð á fremur veikum grunni, riðaði til
falls. „1 burtu,” hrópaði hann innan úr
vestinu.
Hún dró það niður yfir höfuð hans, og
hann sá að hún brosti til hans. „Já,”
sagði hún, „og ég hef spurt ráðskonuna,
hvort þú megir koma með mér, og hún
segir já — ef þú verður mjög góður!
Myndi þig langa til þess?"
Sam deplaði augunum óöruggur.
Hann opnaði munninn, en það
mynduðust engin orð, svo hann kinkaði
aðeins kolli.
„Það er þá ákveðið.” Frökenin
sveiflaði honum upp á rúmið og flýtti sér
i burtu til að aðskilja tvo iðandi likama í
hörðum áflogum á gólfinu.
Dagurinn leið eins og aðrir dagar og
myrkrið skall á. Sam vissi að hún hafði
gleymt þessu. Þau gleymdu alltaf.
En þá, eftir tedrykkjuna, var hún
komin. Hélt á úlpunni hans og vettling-
unum og bláa plastpokanum, sem hann
hafði komið með í byrjun.
Úti hafði snjórinn tekið að falla þungt
til jarðar, stórar blautar flyksur,
dönsuðu i götuljósunum og struku
kinnar hans líkt og fjaðrir. Bíll beið við
gangstéttarbrúnina og frökenin opnaði
dyrnar og sagði: „Sam, þetta er Graham.
Þú mátt sitja á milli okkar, ef þú vilt.”
Sam klifraði inn í bílinn og maðurinn,
sem var kallaður Graham, brosti til
hans. „Hæ, Sam.”
Þau óku lengi niður eftir hvítum ið-
andi ljósagöngum. Eins og i draumi varð
Sam var við suðandi raddir þeirra yfir
höfði hans. „Hvernig hann var á sig
kominn. . . jafnvel búið við beinbroti. . .
ætti að vera undir lás og slá ... ömurlegt
ástand...”
]VíjÚKAR hreyfingar bílsins og
hlýjan og öryggið af að vera þétt á njilli
þeirra gerðu augu Sams ennþá þyngrí og
hann varð aðeins lítillega var við þegar
honum var lyft í kjöltu frökenarinnar.
Þar sofnaði hann strax með andlitið við
mjúkt efnið i kápunni hennar, hlýtt og
verndandi.
Þau hlutu að hafa borið hann út úr
bílnum, því þegar hann vaknaði lá hann
í stól í herbergi, sem var lýst upp af
flögrandi arineldi og glampa margra
glitrandi Ijósa i mörgum litum á enn
öðru jólatré.
Þetta var allt svo einkennilegt.
Sam nuddaði augun og settist upp.
Graham kallaði: „Hann er vaknaður,
Cathy!”
Frökenin kom inn um dyrnar i siðum
efnismiklum kjól, i alveg sama lit og hár
hennar og hélt á bakka með þremur
rjúkandi diskum á, sem hún lét á lágt
borð fyrir framan brakandi eldinn.
Sam hafði aldrei í lífinu bragðað svo
skrítinn og ljúffengan mat og hann
borðaði hratt. En að lokum urðu þau að
sýna honum hvernig hann átti að snúa
sleipar hvítar lengjurnar um gaffalinn
hans, þau hlógu þegar þær runnu frá, og
beygðu sig yfir hann til að fjarlægja
þykka kjötsósuna af hökunni á honum.
Þá sagði frökenin að kominn væri
háttatími og Graham sveiflaði honum
svimandi upp á breiðar axlir sínar. Sam
greip í hár hans, var næstum búinn að
reka höfuðið upp í dyrakarminn, því
hann var núna svo hár í loftinu.
Þau fóru inn i lítið herbergi með
loðnu gólfteppi, sem minnti á hund, sem
Sam hafði einu sinni mætt á götu, og
rúm með rúmfötum með blómamynstri
og þykkri dúnmjúkri ábreiðu.
Sam hafði aldrei séð svo margar
ábreiður á einu rúmi áður.
GAR hann var kominn í rúmið
sýndi frökenin honum stóran rauðan
prjónasokk. „Við ætlum að festa
þennan við endann á rúminu þinu,”
sagði hún honum, „og i fyrramálið
þegar þú vaknar verður jólasveinninn
búinn að láta jólagjöf handa þér í hann!”
Hún vafði um hann sængurfötunum,
beygði sig varlega yfir hann, kyssti hann
létt á ennið og brosti.
Sam lokaði augunum augnablik og
fann mjúkt hár hennar snerta kinn sina,
andaði að sér lykt hennar, sem minnti á
blóm. Hann langaði til að leggja
handleggina um háls hennar og halda
henni hlýtt og þétt upp að sér eins lengi
og mögulegt væri.
„Góða nótt, Sammy,” hvíslaði hún,
og gekk hljóðlega að dyrunum þar sem
. Graham beið. Graham lagði
handleggina utan um hana og þau
horfðu bæði niður til hans. Ljósið
slokknaði og dyrnar lokuðust.
Það var hljóð.
Hann hlaut að hafa sofið, þvi hann
vaknaði nógu snemma til að sjá líkama
frökenarinnar beygja sig yfir hann í
Ijósinu frá opnum dyrunum.
„Sam,” sagði hún mjúklega, „Sammy,
vaknaðu!” Hún sneri honum við i
volgum náttfötunum og tók hann í
fangið. „Það er svolítið, sem okkur
langar að leyfa þér að heyra,” sagði hún.
Hún lyfti honum upp og bar hann inn
í herbergið, sem ennþá bar birtuna af
deyjandi eldinum. Þar stóð Graham
fyrir framan opinn gluggann. Graham
fór úr jakkanum og vafði honum utan
um Sam, og þau horfðu þrjú niður á
snævi þakta götuna fyrir neðan. Sam sá
rauð Ijósker glampa og flaksast um,
snjókornin þyrluðust í kringum þau líkt
og mölflugur, og smáhópur barna
safnaðist saman fyrir neðan gluggann.
Þau horfðu upp og þegar frökenin gaf
þeim lítið merki með handahreyfingu,
byrjuðu þau að syngja:
Bamið í jötunni
sonur Maríu
útskúfaður og ókunnugur
Konungurallra...
Sam þekkti ekki sönginn eða skildi
orðin, en líkt og silfurtærir tónamir
hljómuðu i stilltu næturloftinu fæddist
gleði í hjarta hans, og kraftaverk jólanna
fyllti herbergið og umlukti verurnar
þrjár, sem stóðu viðgluggann.
JÓLABÆKURNAR
103 Daviös-sálmur.
Loía þú Drottin. sála mín.
og alt. sem i mcr er. hans heilaga naín ;
loía þú Drottin. sála min.
og glcvin cigi ncinum vclgjöröum bans,
BIBLÍAN
OG
Sálmabókin
Fást í bókaverslunum og
hjá kristilegu félögunum.
HIÐ ÍSL. BIBLÍUFÉLAG
(PuÖbranbóðtofu
Hallgrímskirkja Reykjavlk
simi 17805 opið 3-5e.h.
50. tbl. Vikan 43