Vikan


Vikan - 22.02.1979, Side 16

Vikan - 22.02.1979, Side 16
Framhaldssaga eftir Catherine Arley Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir A HENGI- FLUGSINS BRÚN Klara fær vart á heilli sér tekiö. André, eiginmaður hennar, hefur keypt litiö hús úti við ströndina i Bretagne, og þ'ar telur hann, aö Klara muni ná sér aö fullu eftir alvarlegt þunglyndiskast. En strax fyrsta laugardaginn þeirra í nýja húsinu veröur André, sem er frama- gjarn arkítekt, aö fara snögglega til Parísar. Klara er óttaslegin, hún kann ekki viö sig í þessu afskekkta húsi, hún heyrir dularfull hljóö, svartur köttur skýtur henni skelk I bringu, og ókunnur maöur ræöst að henni í húsinu. Hún bregður sér til nálægs þorps og reynir aö vinna bug á óttanum. Þegar hún kemur aftur til hússins, finnur hún svarta köttinn hengdan inni á baðherberginu. Í örvæntingu sinni og ótta hrópar hún á Francois — André er gleymdur. í huganum rifjar hún upp ástarævintýri sitt meö Francois, ævintýri, sem þau bæði vildu, að varöi aö eilífu, en hún batt enda á vegna ótta við hefndar- aðgerðir af hálfu André. Klara ákveöur nú að yfirgefa eiginmann sinn, en þegar hún er að búast til brottferðar, birtist André skyndilega. Hún segir honum, hvaö gerst hefur í fjarveru hans, en hann virðist álita, aö hún sé ekki meö öllum mjalla. Hann yppti öxlum. — Fyrir neðan baðherbergisglugg- ann. — Neðan gluggann? — Já, ég býst við aðsá sem drap kött- inn, hafi klifrað inn og út um gluggann. — Attu við að einhver utanaðkom- andi hafi drepið hann? — Já, það er eina skýringin. Fyrst það ert ekki þú sjálf, sem hefur gert það, en það er ekki að visu sannað. — André, hvað ertu að segja? — Ég læt mér detta i hug, að þú hafir sjálf drepið köttinn. Getur þú svarað já eða nei, við þeirri spurningu? — Auðvitað hefi ég ekki drepið köttinn, æpti hún frávita af vanmáttugri reiði. — Nú, þá hlýtur einhver að hafa farið hér um gluggana. Ekki fremja dýr sjálfsmorð. Það er einhver utanaðkom- andi, sem hefur lagt þetta á sig til að hræða þig. — Já, en hver? greip Klara fram í. — Og hvers vegna? — Ég er enginn Sherlock Holmes, sagði hann kæruleysislega. — Ég reyni bara að finna liklega skýringu á málinu. NN kveikti sér í vindlingi og dró reykinn djúpt að sér. — Ég held að þú verðir að fara að horfa raunsætt á hlutina, hélt hann áfram. — Ég trúði þér ekki áðan af því að það vantaði sönnunargögn. En nú þegar ég hefi fundið kattarkvikindið aaaa BíUinn sem fullnægir kröfum hinna vandlátu Góðir greiðsluskilmálar Tii afgreiðsiu strax. Eigum nú fyririiggjandi FIAT 1282ja og 4ra dyra á ótrúlega hagstæöu verði: Verö m/ryövörn 2ja dyra 2.819.000. 4ra dyra Comfort de luxe 3.078.000. 0000128 er framhjóladrifinn og hefur einstaka aksturseiginleika í snjó og 6 slæmum vegum. 0000128 er spameytinn. 0000128 er vel búinn af nauðsynlegum aukahlut- um, sem auka öryggið og þægindin eins og td. * Bakkljós ★ Vel stoppuð og mjúk sœti * Færanlegt bak f framsætum ★ Kveikjari ★ Rafknúin rúðusprauta * Vatnshhamælir ★ Kortavasar f framhurðum ★ Læsanlegt bensfnlok ★ Teppalagðir og fleira sem vert er að kynna sér. OUOO 128 Komið og skoðið. er bfll sem borgar sig. FlAT EINKAUMBOÐ A iSLANDI DAVfÐ S/GUfíÐSSO/V hf. SfÐUMÚLA 35. SlMI 85855. ióVlkan 8. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.