Vikan


Vikan - 22.02.1979, Qupperneq 20

Vikan - 22.02.1979, Qupperneq 20
hörkulega. — Þar sem ég vissi, að þú varst svona heilluð af þessum unga manni langaði mig til að kynnast hon- um. Og hann, fíflið, grunaði ekkert. Eftirnafn okkar er svo algengt, að hann setti það ekki í samband við þig. Ég gekk út frá þvi að þú hefðir ekki sagt honum margt um mig, hvorki útlit mitt, venjur eða starf. Hann tók flöskuna og hellti aftur í glösin. Svo hallaði hann sér ntakindalega aftur í stólnum og sagði brosandi: — Það skrýtna var, að mér féll mjög vel við hann. Ég komst að því að hann bjó einn og átti enga ættingja. Það var ekki auðvelt að finna hann get ég sagt þér. En með fé og fyrirhöfn nær maður langt. Ég komst að því hvar hann var vanur að borða hádegisverð og fór þangað nokkrum sinnum. Loks gaf ég mig á tal við hann. Daginn eftir snædd- um við saman, svona einfalt var það. Hann sagði mér að hann væri málari og ég lét sem ég hefði áhuga á þeirri list- grein. Hann bauð mér heim á fátæklegt heimili sitt og sýndi mér verk sín. Ég sá málverkin af þér. Þau voru skelfilega léleg. —Svo sló ég út trompinu. Ég sagði honum að ég ætti lítið hús i Bretagne, það væri afskekkt, en náttúrufegurð mikil. Ég sagði að litirnir og birtan myndu heilla listamann eins og hann. Ég býst við að þú hugleiðir hvað ég er að meina. Fáðu þér meira að drekka, þú kemst nógu snemma að hinu rétta. Ef þú hefur þá ekki skilið allt nú þegar. DRÉ gerði hlé á ræðu sinni og fyllti enn í glösin. — Drekktu, sagði hann skipandi. — Mér er illa við að drekka einn. Ef þú drekkur ekki af fúsum og frjálsum vilja, skal ég neyða þig til þess . .. Sjáðu, þú sullar á kjólinn þinn, hvað er að sjá til þin. Hann horfði á hana hvössum augum, boraði sér inn i innsta fylgsni sálar hennar. Henni fannst hún standa nakin frammi fyrir honum. Hann hélt áfram: — Ég veit hvað þú hugsar. Þú heldur að ég hafi drepið hann og færi þér hann liðið lík. En þér skjátlast. Ég kæri mig ekki um að hann deyi á undan þér, það myndi eyðileggja áætlanir minar. Klara sagði enn ekki neitt. Hún undr- aðist hvaðan henni kom styrkur, hún vissi ekki hvers vegna hún öskraði ekki. Innra með henni var lamandi skelfing og sársauki, sem ekki fékk útrás. Hún spennti greipar svo fast að neglurnar særðu holdið. André horfði rannsakandi á hana. — Ég vil gefa þér gott ráð. Farðu fram í baðherbergi og lagaðu þig aðeins til. Greiddu þér og málaðu þig svolitið. Þú hefur reyndar aldrei verið lagin við að snyrta þig, en eitthvað getur þú hresst upp á útlitið. Það væri leiðinlegt fyrir þig að hitta elskhugann svona ótilhöfð. Svona, þú þarft ekki að stara á mig með þessum svip, ég hef lagt mig allan fram um að gera samfundi okkar þriggja ánægjulega. Mig langar til að þú sjáir þegar ég drep hann! Ég hefi séð við öllu. Það á að lita út eins og ég drepi hann i sjálfsvörn. Ég hef haft meðferðis mikið af peningum, og ég sagði Francois frá þeim. Það voru þrjú vitni að því. Öll Nýtt útlit en sversig í ættina! Stílhrein feguró Viið nýhönrum á AudiHO vargerður skýr greinarmunur á skammtíma tískusjónar- miðum og stílhreinni fegurð sem varir. Hér réði þýsk smekkvísi og fágun ferðinrú, ekki síst í breytingu á innra búnaði. Bíllinn hefur verið stœkkaður jafnt að breidd sem lengd með stœrri rúður fyrir aukið útsýni. SÝNINGARBÍLL Á STAÐNUM. Framhjólaörif Audi er framhjóladrifinn sem fyrr enda tryggir það frábœra aksturseiginleika. Fjöðrun og hemlakerfið eru og þaulreynd eins og annað sem bílinn prýðir. Komdu og skoðaðu hann, hann á það skilið. HEKLAHF Laugavegi 170-172 Sími 21240 0300 20 Vikan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.