Vikan


Vikan - 22.02.1979, Qupperneq 21

Vikan - 22.02.1979, Qupperneq 21
Á HENGI- FLUGSINS BRÚN bréfin hans eru hér, en þau brennum við saman þegar hann er dauður. Hann fór frá Paris um níuleytið í dag. Hann fékk nákvæma leiðarlýsingu, svo hann ætti ekki að vera í vandræðum með að rata hingað í litla ástarhreiðrið okkar. Ég sagði honum að hafa hraðan á svo að hann næði fyrir myrkur. Þegar hann er dauður eyðilcgg ég leiðarvisinn og kalla á lögregluna, eftir að hafa gengið svo frá, að þeir muni telja að hann hafi ráðist á okkur til að ræna peningunum. Þeir finna skammbyssu með fingraför- um hans við hlið hans fyrir neðan hengi- flugið . . . — Klara reyndi að rísa upp, en kenndi svima og hneig aftur máttvana niðuristólinn. — Svona nú, sagði André. — Sittu kyrr og hvíldu þig. Þú þarft á öllu þínu þreki að halda eftir andartak. Klara sat grafkyrr með augun negld á smábletti fyrir ofan eldavélina. Hún hafði hendur í skauti og við og við fóru skjálftakippir um likama hennar. André horfði á hana með meinfýsnu glotti. Svo lét hann hana eiga sig. Hallaði sér aftur í stólnum og tróð í píp- una sína í mestu rólegheitum. Hann vissi að hún myndi ekki reyna að flýja. Nú þurfti hann bára að biða eftir að lokaþáttur hæfist. Eftir skamma bið, sem báðum þótti þó óendanlega löng, heyrðist i bíl sem hemlaði framan við húsið. André stóð strax á fætur og gekk fram til að opna fyrir gesti sinum. Það var orðið aldimmt úti, en í skini billjósanna sást klettaveggurinn til hliðar og fram af hengifluginu. André gekk að bílnum um leið og Francois opnaði bílhurðina. — Velkominn hingað, sagði hann hjartanlega. — Var erfitt að rata? — Alls ekki, sagði Francois. — Ég var með leiðarvísinn þinn og eftir honum var auðvelt að fara. — Fínt. En komdu nú inn og líttu á konungsríki mitt. Francois hafði ekið i fleiri klukkutíma og var þreyttur. Hann blikkaði augunum þegar hann kom inn úr myrkr- inu í bjarta stofuna. — Jæja, hvernig líst þér á? — Ágætlega! En það er sjálfsagt ennþá skemmtilegra i dagsbirtu. Francois fór úr frakkanum. — Ég hefði kannski átt að taka inn töskuna, sagði hann. — Við getum sótt hana eftir smá- stund. Sestu niður og láttu fara vel um þig- Francois settist í hægindastól og teygði úr fótunum. — Ég tók með mér léreft, sagði hann. — Það var meiningin að ég skapaði ódauðleg listaverk á meðan ég dveldi hér, bætti hann hlæjandi við. — Þú hefðir kannski viljað bjóða ein hverjum með þér hingað? — Hvað áttu við? — Nú, þú átt sjálfsagt vinkonu. Ég hafði ekki hugsun á að bjóða þér að taka hana með. — Þakka þér fyrir, en þetta er ágætt einsogþaðer. — Hefur þú ekki áhuga á stúlkum? KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 RENAULT12 ódýr sparneytinn liíxusbíll Stöðugt hækkandi bensínverð er áhyggjuefni flestra bifreiðaeigenda. Af þeim sökum hefur athygli manna beinst að spameytnum bifreiðum. RENAULT 12 er frekar stór, rúmgóður en umfram allt, eyðir mjög litlu bensíni. RENAULT 12 er með framhjóladrif sem eykur ökuhæfni við allar aðstæður. 8. tbl. Vikan 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.