Vikan


Vikan - 22.02.1979, Side 52

Vikan - 22.02.1979, Side 52
GLA UMGOSINN skutu gneistum þegar hann íhugaði þetta. Hann hafði tortryggt hina góðu trú Beverlys alveg síðan hann hafði verið neyddur til þess að taka Jimniy Yarde sem félaga sinn. Nú lá málið Ijóst fyrir. Beverly og Yarde höfðu verið I samsæri um að svíkja hann um sinn hluta af þýfinu. Þegar Beverly hafði reiðst honum fyrir að hafa mistekist — reiði hans hafði verið mjög sannfærandi — þá hafði hann verið með nienið I vas- anum allan tímann. Jæja, hr. Brandön átti eftir að læra að það borgar sig ekki að reyna að gabba Horace Trimble. og því síður borgaði það sig að skilja óinnsigluð bréf eftir I almennum drykkjustofum. Hvað sir Richard varðaði, þá fannst kafteininum mjög erfitt að sjá hvaða þátt hann ætti í þessu flókna máli. Hann virtist vita eitthvað um demantana, en að því er kafteininum fannst, var hann alltof auðugur maður til þess að geta haft nokkurn áhuga á verðmæti þeirra. En sir Richard hafði vafalaust á einhvern hátt flækst inn í málið og kafteinninn óskaði þess af öllu hjarta. að hann fyndi leið til þess að ná sér niðri á honum fyrir afskiptasemina. Kafteinn Trimble var ofbeldis- hneigður maður að eðlisfari. En þó svo hann hefði notið þess að afmynda fallegt andlit sir Richards, þá eyddi hann ekki meira en tveim minútum í þessa ánægjulegu drauma. Ef til handalög- mála kæmi, myndi sir Richard hafa mun meiri skemmtun af þvi heldur en árásar- maðurinn. Hörkulegri árás um nótt, með tveim kröftugum mönnum, sem væru vopnaðir kylfum, var ntun líklegri til árangurs. En jafnvel þessi áætlun hafði sína galla. Sir Richard hafði tvisvar orðið fyrir árás ruddamenna sem ætluðu að ræna hann. Þeim hafði ekki tekist það og hann varð ekki fyrir árás framar. Hann var á lista hvers einasta morðingja og ræningja sem hættulegur maður. Maður sem bar á sér skammbyssur og gat miðað og skotið af á svo miklum hraða og með svo mikilli nákvæmni, að hann var á allan hátt hinn óæskilegasti til þess að ráðast á. Raunamæddur ákvað kafteininn að SZVlkan 8.tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.