Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 19

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 19
Á KROSSGÖTUM óumflýjanlegt; aldur og hnignun sem allir urðu hvort eð er að horfast í augu við fyrr eða síðar. Annað fólk eltist hægt og rólega án þess að hafa nokkurn tíma komist á tindinn. En það hafði hún, ó, og guð minn góður það var stórfenglegt. Nokkuð sem örfáum hæfileikamann- eskjum hlotnaðist. Emilia hafði þann hæfileika, hún varð að komast á tindinn, þó hún þyrfti að draga hana þangað upp. Þegar Emma loks kom inn í búnings- herbergi stúlknanna var Emilía búin að afklæða sig. Hún brosti dreymandi við spegilmypd sinni, á meðan Sandra reyndi að troða henni í sokkabuxur. „Hvað fékk hún?” spurði Emma. „Kirsuber,” svaraði Sandra. „Til minningar,” bætti Emilia við með sama rússneska hreimnum og fliss- aði svo. Frá hátalaranum barst rödd sviðs- meistarans sem kallaði að allir ættu að vera komnir á sinn stað. Tjöldin voru að farafrá. „Getur þú dansað fyrir hana í fyrsta atriðinu?" „Við eigum ekki að dansa fyrr en I öðru atriði. Við dönsum sóló,” sagði Sandra hreykin. „Fyrst komum við og svo...” „Já ég veit það,” greip Emma óþolin- móð fram í. „Hvernig ætlarðu að komast úr þessu?” Hún benti á rúllu- kragapeysuna sem Sandra var I; hún var búin að mála sig fyrir atriðið. „O, bölvað?” Emma vafði sloppnum utan um Emilíu, sneri sér undan áfengisþefnum og teymdi Emilíu út úr herberginu. „Bless, bless,” kallaði Emilía til Söndru sem var að klippa sundur peys- una sína. Það var auðveldara að fá sér nýja peysu auk þess sem henni hafði tekist sérlega vel með málninguna í þetta sinn. Það var sturta í búningsherbergi Emmu. Hún skrúfaði frá kalda vatninu, ýtti Emilíu undir og lokaði hurðinni. Hún vissi ekki hvað væri óhætt að hafa hana þarna lengi; hún hafði ekki hug- mynd um hvernig best var að haga sér við drukkið fólk. Þegar hún opnaði fyrir Emiliu stóð hún á öndinni og var alveg isköld. Emma vafði hana inn i stórt handklæði. „Þakka þér fyrir. Nú er allt í lagi með mig.” „Ertu viss?” „Já, já. Þetta var stórfínt,” sagði Emilia og brosti; henni leið yndislega, hún var létt á sér og kát. „En hvað þetta er yndislegt búningsherbergi! Og dásam- legt handklæði!” Emma virti hana fyrir sér full grun- semda. „Ertu ennþá full?” „Nei.” „Ég get sagt að þú sért veik.” Eins og I gegnum einhvers konar þoku skildist Emilíu að Emma vildi að hún héldi áfram. Það var Emmu mikils virði að hún héldi áfram og hún vildi allt fyrir Emmu gera. „Ég er ekki veik. Ég er að vísu ekki alveg ódrukkin en það er allt i lagi með mig.” Emma stóð til hliðar við sviðið og fylgdist með henni og það virtist vera allt i lagi með hana. Hún dansaði ekki alveg i takt við tónlistina en ekki svo mikið að það kæmi að sök. En svo fór hún að brosa. Það hefði ekkert bros hæft vofu dauðrar jómfrúar í kirkjugarði en þetta var auk þess algjört brennivíns- bros. Sandra sem dansaði til hliðar við Emiliu sá þetta út undan sér og reyndi að frysta brosið með augnaráðinu. Emilía blikkaði hana, sneri sér til hliðar og þegar hún sá áhyggjusvipinn á andliti Emmu bætti hún litilli hughreystandi handasveiflu inn i ballettinn. Og bros hennar varð ennþá breiðara þegar hún uppgötvaði sér til mikillar furðu að hún var óvart komin út fyrir sviðið. En Emma ýtti henni gætilega aftur inn á sviðið. Emilía sendi henni bros I þakk- lætisskyni. pram^al^ / næs;a bladi. ORLOFSFERÐIR 1979 Ferðaáœtlun: Páskaferð: 7. apríl Val: 10-16 eða 23 dagar. 30.apríl og 21. maí.siðan flogið alla mánudaga kl. 12 á hádegi frá og með 11. júní til og með 24. september um Kaupmannahöfn til Sofia og Varna (engar millilendingar) Allt 3 vikna ferðir með hálfu fæði (matarmiðar). Dvalistá hótel- um: Ambassador-lnternational-Preslav og Shipka á Gullnu ströndinni — Zlatni Piatsatsi (5 km löng) og Grand hótel Varna á Vináttuströndinni — Drushba — eitt fullkomnasta hótel í Evrópu. Gullna ströndin Öll herbergi með baði/sturtu, WC, sjónvarpi, isskáp, svölum. Hægt að stoppa í Kaupmannahöfn i bakaleið. Skoðunarferðir með skipi til Istanbul, með flugi til Moskvu og Aþenu auk fjölda skoðunar-og skemmti- ferða um Búlgaríu. Verð frá kr. 180.000.- á mann miðað við2ja manna her- bergi. Islenskir fararstjórar og eigin skrifstofa. 50% auki á gjaldeyri við gjaldeyrisskipti í Búlgaríu. — Engin verðbólga. — ódýrasta og hagkvæmasta ferða- mannaland Evrópu í dag. Veður— Sjór — Matur og þjónusta rómuð af öllum sem fóru þangað í fyrra. Tekið er á móti pöntunum í skrifstofu okkar. Takmarkaður sætaf jöldi í hverri ferð — Tryggið ykkur sæti ítima. I fyrra var allt uppselt í apríllok. HITTUMST í BÚLGARÍU í SUMAR EINSTÆÐ HEILSURÆKTARAÐSTAÐA Á GRAND HÓTEL VARNA Grand Hótel Varna Feröas'-^rota kjartans HELCASONAR okolaionSusHg 13A fíeykiavik simi 292V 15. tbl.Vikan 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.