Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 45
Saga eftir Lenu Fors-Willner Þýð.: Svanhildur Halldórsdóttir. Næturvaktin Kristín fann, hvernig skelfing hans náði einnig tökum á henni. Þrumuveðrið, hitinn og skelf- ingin var eins og farg fyrir brjóstinu. Hún dró andann djúpt og reyndi að vera róleg. Hún ætlaði að róa hann og fara að tala um, að lögreglan gætti hans, þegar dyrnar opnuðust hljóðlega. Síðari hluti Útdráttur: Kristin Lund, læknir, kemur á næturvakt á sjúkrahúsinu, og þá fréttir hún, aó Kim Andersen, bankaræningi, hefur veriö lagður inn á sjúkrahúsið. Henni gremst sú truflun, sem nærvera Kims veldur á starfsemi sjúkrahússins, sjúklingar eru fluttir til, heimsóknir bannaðar á deildina, og hvarvetna eru lögregluþjónar á verði. Og Mads, starfsbróðir hennar, bætir ekki úr skák með hæðnislegum athugasemdum sínum um borgaralega afstöðu hennar til þessa máls sem annarra. Hún skynjar ofsahræðslu Kims, en finnst það ekki á hennar valdi að veita honum aðra fró en þá, sem lyfin geta gefið. Utan sjúkrahússins eru aðrir, sem hafa ómældan áhuga á afdrifum banka- ræningjans unga. Þeim finnst miður, að honum skyldi ekki takast að drepa sig með þvi að stökkva út um glugga á fjórðu hæð fangelsisins, og þau vilja þagga niður í honum, áður en hann segir eitthvað, scm þeim kæmi verr. Kristín kinkaði kolli. Konan fylgdi henni þögul. Lögreglumaðurinn þekkti Kristínu og lét þær fara inn athuga- semdalaust. — Bíddu hér á meðan ég tala við hjúkrunarkonuna, sagði Kristín. Hún skildi konuna eftir á ganginúm og fór inn á skrifstofuna. Þar var enginn, en síminn hringdi og hún svaraði. Það var aðstandandi eins sjúklingsins og hún varð að svara óteljandi spurningum áður en hún gat lagt á aftur. Hún fór fram á ganginn en þá var konan horfin. Þetta er kyndugt, hugsaði Kristín. Hún hefur líklega komist inn til föður sins. Best að sjá hvar þau eru til að geta skýrt hjúkrunarkonunni frá málavöxt- um. En nú kom Astrid hjúkrunarkona út frá fanganum og hraðaði sér til Krist- ínar. — Viltu vera svo góð að fara strax inn til hans. Hann er ómögulegur. — Égskalsjáhvaðéggetgert. Hún var búin að steingleyma kon- unni. — Ert það þú? hvíslaði hann hásri röddu. — Hvernig liður? — Ég verð vitlaus hér. Þú verður að sjá til þess að þeir sendi mig aftur í fang- elsið. — Þú verður að hafa aðeins biðlund. Ertu mjög kvalinn? — Mig verkjar óskaplega þegar ég dreg andann. — Þú ert kannski með hita. Hún þreifaði eftir púlsinum. Um leið greip hann með hendinni fast um úlnlið hennar, hún kenndi til. — Sjáðu um að ég komist héðan, sagði hann og rödd hans skalf af hugar- angist. — Ég hef enga möguleika ef ég verð hér. Þú þekkir þau ekki. Þau gefast ekki upp. En ég get ekki unnt þeim ánægjunnar. Hann dró ótt andann og með erfiðis- munum. Allt í einu sleppti hann henni svo að hún var næstum dottin aftur fyrir sig. — Ég skal gefa þér kvalastillandi sprautu. — Ég vil enga, heyrirðu það. — Viðsjáum nú til. — Kristín gekk hratt fram og í gang- inum mætti hún Mads. Hún hugsaði sig um andartak en sagði svo. — Ég þarf á aðstoð þinni að halda, það er sjúklingurinn á stofu C. Hann heimtar að við útskrifum hann strax og neitar að fá nokkuð kvalastillandi. Hann er mjög órólegur. Ósjálfrátt nuddaði hún úlnliðinn. Mads sá að hún var rauðá hendinni. — Allt í lagi, hann skal fá sprautuna hvort sem hann vill eða ekki. Kim sendi henni hæðnislegt augnatil- lit þegar hún sneri aftur með liðsauka. Svo sá hann sprautubakkann í hendi Mads og stirðnaði upp. — Hættu þessari vitleysu, sagði Mads. — Þetta er bara kvalastillandi, þú sofnar ekki af þessu. Þú hefur orð mín uppá það, Kim. Kim kastaði höfðinu fram og aftur á 15. tbl. Vlkan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.