Vikan


Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 49

Vikan - 12.04.1979, Blaðsíða 49
Loks rétti hún úr sér, þurrkaði sér um andlitið á slopperminni og hvíslaði: — Ég skil ekki hvað kom yfir mig. — Við verðum að snúa okkur að henni þama, sagði Mads og beygði sig yfir meðvitundarlausa konuna. — Hver er hún? — Ég veit það ekki. Hún skaut Kim, ég sá það. — Þú verður að útskýra þetta seinna. Mads tók upp konuna og lagði af stað upp stigann með byrði sína. Óralöngu siðar, að því er Kristínu fannst, sátu þau í hvildarherberginu til yfirheyrslu, Kristín, Mads, Astrid og að- stoðarlæknirinn. Það var tekið að birta af degi og föl morgunskíman barst inn um gluggann. Kristín sat í djúpum stól og reyndi að hugsa i rökréttu samhengi. Hún hafði þrautir í andliti, handleggjum og fótum, sem voru þungir eins og blý. Hún nam varla hvað sagt var, raddir hinna voru eins og i fjarska og henni fannst það sem sagt var ekki snerta hana. Hún heyrði að Astrid sagði lögreglunni frá því að hún hefði fundið Dagmar dána i óhreina- tauspokanum en henni fannst orðin ekki koma sér neitt við. Hvað eftir annað lifði hún upp aftur augnablikið þegar hún náði konunni og ætlaði að ráðast á hana og lemja, lemja, lemja ... Svona var það, svona munaði mjóu að maður gæti gerst morðingi. Var skrefið svona ör- stutt? Hún fól andlitið i höndum sér og heyrði að aðstoðarlæknirinn sagði þreytulegri röddu. — Ég held að við höfum nú fengið skýra mynd af hvað raunverulega gerðist uppi á deildinni og væri því þakk- látur ef samstarfsmenn mínir mættu fara heim. — Já, það ætti ekki að vera neitt fleira núna, sagði lögregluþjónninn. — Mér þykir leitt það sem gerst hefur. Við töldum okkur geta komið í veg fyrir að félagar Kims reyndu að frelsa hann. En okkur skjátlaðist. Við höfðum ekki reiknað með þessu. — Ein gangastúlkan mætti reyndar þessari „hjúkrunarkonu” en datt ekkert annað i hug en hún væri á aukavakt, sagði Astrid. Konan í gráu fötunum sem hafði komið með henni upp. Ósjáleg, venjuleg! Nei, hún gat ekki hugsað um þetta núna. Á morgun yrði hún að horf- ast í augu viðeigin sekt í þessu máli. Einhver snerti laust við öxlinni á henni. Það var Mads. — Komdu, égskalakaþérheim. Hún kinkaði kolli. Hún klæddi sig með erfiðismunum úr sloppnum og Mads lagði bláa jakkann á axlir hennar. Svo gekk hún á eftir honum út. — Ertu með billyklana? Hún leitaði í veskinu og rétti honum þá. Þegar hann hafði sett bílinn í gang, sneri hann sér hægt að henni og horfði á hana angurvær litla stund. Svo strauk hann varlega um vanga hennar. — Ég verð Kim að eilífu þakklátur fyrir að hann bjargaði lífi þínu. Tárin brenndu bak við augnalokin. Hún kinkaði kolli þögul. Kim myndi aldrei fá að vita að hann hefði snúið upp og niður öllum hennar fyrri skoðunum. Að hann hefði vakið hjá henni tilfinningar sem henni var hulið að leyndust með henni. Hann fengi aldrei að vita að hann hefði breytt lífi hennar meðan leiðir þeirra lágu saman þessa 36 tíma, þessar örlagaríku stundir, meðan hann háði baráttu upp á líf og dauða og varð að lúta í lægra haldi. Bíllinn ók hægt gegnum hliðið. Það var byrjað að rigna. Hún hallaði sér þunglega aftur og lok- aði augunum. Mads ætlaði að aka henni heim. Lengra gat hún ekki hugsað, hitt varð að bíða morguns. ENDIR. Pampers PAHPIRSBLEIUR MEÐ ÁFÖSTUM PLASTIKBUXUM Undramjúkt efni PAMPERS hvílir næst hörundinu, en rakinn dreifist í pappírslög sem taka mikla vætu. Ytrabyrði er úr plasti. Rúm og ytri- buxureru þvíávalit þurr. PAMPERS eru sem tilsniðnar fyrir barnið og gefa mikið frelsi til hreyfinga. Límbönd á hliðum gera ásetningu einfalda. uMhýi . , M cMmerióka , CINNI & PINNI 15. tbl. Vlkan 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.