Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 10

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 10
999 Heilbrigð sál Met skal það vera Það fer ekki á milli mála að íþróttirnar eru ekki lengur það sem þær voru. Þær eru ekki lengur leikir manna þar sem aðaláherslan er lögð á að vera með en ekki að vinna. Fyrst og fremst á þetta við um einstaklingsíþróttir. Þar verða menn að vinna og helst að setja met, enda rignir metunum yfir áhorfendur. En öll þessi afrek kosta sitt, og stundum virðist ekkert vera til sparað, hvorki fjármunir né heilsa manna. Byrjað fyrr — æft meira Að sjálfsögðu eru ýmsar ástæður fyrir því að menn leggja slíkt ofurkapp á að bæta stanslaust árangur í íþróttum, svo og einnig hvernig það má vera mögulegt að sífellt sé hægt að bæta afrekin. Austur-Evrópulöndin eru í dag í fremstu röð hvað varðar afrek í íþróttum. Á þeim slóðum eru íþróttir hluti stjórnmálanna og afrek innan þeirra öðrum þræði notuð til að sýna fram á yfirburði sameignarskipu- lagsins. Austur-evrópskir íþróttamenn ferðast vítt og breitt um hnöttinn og sigra á hverju iþróttamótinu á fætur öðru og vekja eftirtekt og aðdáun. Er völ á betri sendi- herrum? Varla — enda er unnið markvisst að þessari sendiherraframleiðslu. í tímaritinu „Nya Kraftsport”, sem gefið er út af sænska lyftingasambandinu, má lesa um hvernig þessi framleiðsla fer fram í Búlgaríu. Ef marka má timaritið, fara íþróttasérfræðingar búlgarska rikisins vítt og breitt um landið og mæla ungdóminn hátt og lágt, þversum og langsum. Allt er mælt, meira að segja fjarlægð á milli fingra. Þetta eru yfirleitt unglingar á aldrinum 12- 14 ára og þeir sem koma vel út úr mælingunum eru sendir í æfingabúðir ríkisins þar sem markviss þjálfun hefst, unglingunum að kostnaðarlausu að sjálf- sögðu. íþróttir skulu verða þeirra sérgrein. Þegar þannig er staðið að þjálfun íþrótta- manna, skilar það sér fljótt í auknum árangri og afrekum. Auk þess að láta iþróttamenn byrja að æfa fyrr, jafnvel á barnsaldri, eru nú komnir til hjálpar alls kyns vísindamenn, læknar, liffræðingar, eðlisfræðingar, sál- fræðingar o.fl. Enda veitir ekki af því hver iþróttagrein á við sín vandamál að striða ef afrekin eiga sífellt að aukast. Hversu langt er hægt að ná? — Líkamlega eru manninum takmörk sett hvað bættan árangur í íþróttum varðar, segir rússneski ríkisþjálfarinn í lyftingum, Juri Sandalov, en um efri mörk er of snemmt að tala. Það hefur verið reiknað út að í lyftingum þar sem allt byggist á þoli beina og vöðva geta beinvefir likamans þolað 4-5 sinnum meiri þrýsting en steinsteypa. Vasili Aleksejeves, ríkisþjálfari Rússa í sundi, segir: — Það hefur lengi verið vitað að bátar komast á betri skrið á hafi úti en uppi við strendur. Á sama hátt hefur það nú komið í ljós að betri árangur næst í sundi ef laugin sem keppt er í er djúp og þá öll jafndjúp. Með þessari einu breytingu má vinna nokkrar sekúndur. í fimleikum er það sama uppi á teningn- um. Ekki alls fyrir löngu voru það einungis þeir bestu sem gátu stokkið tvöfalt heljar- stökk. Nú eru þeir farnir að gera það þrefalt. Næst verður það fjór- og fimmfalt, og ekki er fræðilega útilokað að innan skamms stökkvi fimleikamenn sexfalt heljarstökk. Getið þið ímyndað ykkur hvernig það komi til með að líta út? Innan frjálsra íþrótta má taka dæmi um stangarstökk. Með tilkomu trefjaglers- stangarinnar fóru stangastökkvarar í fyrsta sinn létt yfir 5 metrana. Nú eru þeir að nálgast 6 m. Það má lengi fjalla um þessi mál fræði- lega. T.d. er nú starfandi nefnd i tengslum við ólympíuleikana, sem haldnir verða í Moskvu á næsta ári, sem reiknar út hvaða árangur muni nægja til gullverðlauna. Samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar verða það 2,35 m í hástökki, 9,81 sek. í 100 m hlaupi og 13,01,4 mín. í 5000 m hlaupi. Er fallþungi dilka óeðlilegur? Þótt margir vilji halda þvi fram að þessi stórkostlegu afrek, sem unnin eru á íþrótta- sviðinu ár eftir ár, séu eingöngu betri æfingum og aukinni þjálfun að þakka, er ýmislegt sem bendir til að fleira þurfi að reiknast inn í dæmið. Litum á nokkur dæmi úr nýliðinni íþróttasögu. Ricky Bruck var fjölhæfur íþróttamaður og vann það meðal annars til afreka að jafna heimsmetið í kringlukasti. Hann stundaði einnig aðrar greinar íþrótta og náði langt, þó svo hann hnekkti engum heimsmetum. Fyrir um 5 árum gaf hann út yfirlýsingu um að lyf, sem hann hefði notað til að bæta árangur sinn í íþróttum, væru nú búin að gjöreyðileggja sig. Hann væri allur farinn úr skorðum og kenndi tímabundinnar geðveiki. Hann átti það til að vaða með skotvopn út á götu öskrandi og skjótandi í allar áttir. Eftir yfirlýsinguna dró Ricky Bruck sig í hlé um tíma en mætti 10 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.