Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 23
er vitað að mörg sérkenni unglinga á aldrinum 14-18 ára fara í taugarnar á fullorðnu fólki. Æðibunugangurinn, virðingarleysið, eigingirnin, ófyrirleitnin og svo mætti lengi telja. En er eitthvað hægt að ráða bót á þeim árekstrum og þeirri tog- streitu sem verður á milli unglinga og foreldra? Það getur verið erfitt en það er að minnsta kosti hægt að reyna. Foreldrar geta reynt að taka unglingana alvarlega, hlustað á hvað þeir eru að segja, reynt að skilja tilfinningar þeirra og ef til vill reynt að setja sig í spor barna sinna. Það er hægt að hugsa um það af alvöru hvort ekki sé eitthvað til í gagnrýni unglinganna. Er það gildismat og sú afstaða sem maður hefur kannski röng? Er maður kannski borgaralegur leiðinda- durgur? Foreldrar geta hugsanlega skilið sjálfa sig betur ef þeir reyna að lita á sjálfa sig með augum unglinganna. Fullorðnir geta þá ef til vill komist að því að þeir eiga sjálfir eftir óleyst eitthvað af sínum unglinga- vandamálum, hræðslunni, óörygginu, einmanakenndinni. Allir halda áfram að bera eitthvað af gömlum árekstrum og gömlum tilfinningum með sér. Þrátt fyrir að samfélagið segi: nú ert þú hættur að vera barn og orðinn unglingur, hættur að vera unglingur og orðinn fullorðinn merkir það ekki að maður losni við allt það sem tilheyrði því þróunarskeiði sem nú á að vera liðið. Að skilja slíkt getur ef til vill eitthvað minnkað árekstrana og varpað ljósi á að hin svokölluðu unglingavandamál eru ekki einungis þeirra vandamál heldur líka vandamál hinna fullorðnu. Það er bent á að foreldrar geti kennt börnum sínum að tilgangur tilverunnar sé ekkert sem dettur af himni ofan en sé eitthvað sem maður hefur sjálfur áhrif á. Það sé hægt að kenna börnum frá því að þau voru pínulítil að bera ábyrgð á eigin gerðum og taka þátt í ákvörðunartöku innan fjölskyldunnar og það sé hægt að segja þeim frá þeim heimi sem við lifum í og sem þau eigi að bera ábyrgð á seinna meir. En hinsvegar sé hin algenga afstaða til barna í samfélaginu sú að það eigi að „vernda” börn og að þau eigi „að hafa leyfi til að vera börn”. Og það þýði að þau eiga ekki að bera ábyrgð, ekki að taka þátt í ákvörðunartöku og ekki að þekkja raun- veruleikann. Þess vegna sé það augljóst að unglingar skynji þá ábyrgð sem lögð sé á herðar þeim á 14-15 ára aldri sem óyfirstíganlega og að þeir finni til óöryggis og séu kannski alveg yfirbugaðir. Þess vegna óski margir unglingar að verða aftur börn til þess að þurfa ekki að axla ábyrgðina og taka ákvarðanirnar. Vandamál unglinga eru Ifka vandamál fullorðinna Það er vel staðfest að vandamál unglinga beinast einna mest að foreldrunum. Og það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.