Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 62
PÓSTlJRIiW Hjúkrunarnám og hin fagra Ólivía Hæ Póstur! Ég hef skrifað þér tvisvar sinnum, en þú hefur ekki svarað nema öðru bréfinu, svo að ég vona, að þú svarir þessu bréfi, eða reynir það að minnsta kosti. Ég cetla nú ekki að spyrja þig um neina hjálp í mínum ástamálum, því fram úr þeim get ég ráðið sjálf En hér koma spurningar um hjúkrunarnám: Hvaða undirbúningsmenntun þarf maður að hafa til að komast í Hjúkrunarskóla íslands eða í Háskólann til að læra hjúkrun? Hvað þarf maður að vera gamall? Þarf maður að vera búinn að starfa eitthvað á sjúkrahúsi? Ef það er eitthvað fleira, sem ég hef ekki spurt um í sambandi við námið, máttu gjarna segja mér það. Jæja, þá er að snúa sér að öðrum spumingum: Hvaða dag á Pétur Pétursson afmæli? Hver eru heimilisföng eftirtalinna enskra liða í fyrstu deild: Arsenal, Liverpool og Leeds United? Jæja, ég ætla þá að hætta þessu spurningaflóði, og að lokum ætla ég að gefa þér heimilisfangið hennar Ólivíu fögru, svo að þú getir skrifað henni og beðið hana um áritaða mynd: Olivia Newton-John c/o Lee Kramer Productions 9229 Sunset Blvd. Los Angeles California 90069 U.S.A. Jæja, ein spurning að lokum, BARA EIN: Hvar fékkstu heimilisfangið hjá John Travolta? Bið að heilsa þér og vona, að þú skilir því til rétts aðila. Bless. Ein í góðu spurningastuði P.s. Vikan er mjög gott blað og Pósturinn auðvitað bestur (ef þú svarar þessu bréfl, annars ekki)! Afsakaðu villurnar, ef þær eru einhverjar. Pósturinn stóðst ekki freisting- una, að vera bestur er nú alltaf það allra besta! Og allar þínar villur fyrirgefast í snarheitum. Til þess að komast inn í Hjúkrunarskóla íslands þarf helst stúdentspróf, en það er þó breytilegt eftir fjölda umsækjenda. Lágmarksaldur er átján ár, sem að sögn þeirra hjá Hjúkrunaskólanum er alveg í það minnsta. Ef umsækjendur eru fáir með stúdentsmenntun er möguleiki að komast inn i skólann með próf úr hjúkrunar- kjörsviði grunnskóla. í hjúkrunarnám í Háskólanum þarf stúdentspróf eins og í aðrar deildir hans. Engin skilyrði eru sett um störf á sjúkrahúsi áður en nám hefst á þessum tveimur stöðum, en það er þó fremur talinn kostur. Því miður er lífsins ómögulegt að segja þér hvenær hann Pétur Pétursson á afmæli, því þú getur ekkert um, hvaða Pétur þú átt við. Hér á landi eru þeir talsvert margir með þessu nafni. Heimilisföng enskra liða eru Póstinum hrein- asti leyndardómur, en þetta eru svo þekkt lið að líklega kæmist bréf til þeirra til skila, þótt heimilisfangið vantaði. Þakka þér kærlega fyrir heimilisfang Óliviu fögru, kannski Pósturinn sendi henni áritaða mynd af sér, henni til skemmtunar. Gettu bara hvaðan heimilisfang Jóns vinar Óliviu kom — frá öðrum pennavini auðvitað! Maður drepst bara einu sinni Kæri Póstur minn! Ég er í öngum mínum, ég vildi helst ganga útog hengja mig. Jœja, hvað með það, maður drepst bara einu sinni sem betur fer. Sko, ég er með 18 ára strák, og hann drekkur svolítið mikið. Eg þoli það mjög illa, ég er alltaf að reyna að fá hann til að hætta þessari vitleysu (ég er með ofnæmi fyrir víni), en hann hlustaði ekki á migfyrst. Hann er ekki búinn að drekka í tvær vikur, sem ég kalla gott miðað við það, hvað hann drakk, en ég er svo hrædd um, að hann byrji aftur á þessu. Hann verður alltaf, eða oftast, vitlaus og lemur bara frá sér. Ég vil ekki þurfa að segja honum upp vegna þessarar vitleysu hjá honum, svo að hvað á égað gera út af þessu? Svo er það annað. Það er 19 ára strákur alltaf að reyna við mig. Á ég að taka hann eða hinn fyrr- nefnda, en þessi 19 ára drekkur ekki eins mikið. Ég er 13 ára. Þú mátt ekki taka það þannig, að ég sé óþroskuð á líkama og sál. Ég vona, að þú birtir þetta bréf, en ég hef aldrei skrifað þér áður. Þinn viðskiptavinur, Laufey G. Þú ættir að biða aðeins með að hengja þig, því þú ert ekki nema þrettán ára og þá hefurðu timann fyrir þér. Þar að auki er þér heldur lítil alvara, þegar þú segir þetta, og það væri sjálfri þér fyrir bestu að venja þig af slíkum hótunum hið fyrsta, því ella gæti farið svo að enginn tæki mark á þér, ef þú ættir siðar við slíka erfiðleika að etja. Þessar hótanir benda því miður einmitt til þess að þú sért fremur óþroskuð andlega og það sé þér gersamlega ofviða að standa i föstu sambandi við einhvern þetta miklu eldri, sem þar að auki drekkur of mikið. Þér væri örugglega fyrir bestu að reyna að gleyma þeim báðum og láta líða langan tíma áður en þú bindur þig ein- hverjum ákveðnum á nýjan leik. Langar að gerast áskrrfendur Kæri Póstur! Við erum tvœr svakalega forvitnar stelpur, sem hafa aldrei skrifað þér áður. Okkur langar báðar að gerast áskrifendur að Vikunni í eitt ár, en vitum ekki hvað það kostar og ekki, hvar við getum tilkynnt, að okkur langi að gerast áskrifendur. Getur þú ekki, elsku Póstur, frætt okkur um það? Hvað lestu úr skriftinni, oghvað heldurðu, að við séum gamlar? 26 og 32 Það er bara ekkert sjálfsagðara en að gefa ykkur upplýsingar um hvað þið þurfið að gera til þess að gerast áskrifendur að Vikunni. Afgreiðsla og dreifing er i Þverholti 11 og síminn þar er 27022. Þar gefið þið upp nafn og heimilisfang og innan skamms ættuð þið að vera orðnar einar af hinum mörgu og hamingjusömu áskrifendum okkar hér á Vikunni. Áskriftar- verðið er 15.000 krónur fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Þið eruð annaðhvort fjórtán eða fimmtán ára og úr skriftinni má lesa óslökkvandi áskriftarlöngun. Kate Bush Kæri Póstur! Ég hef ekki skrifað þér áður. Mig langar að fá að vita heimilisfang söngstúlkunnar Kate Bush. Er hún gift? Er hægt að fá pennavin í Síberíu, og i hvaða tímarit getur maður 62 Vlkan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.