Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 22
UNGLINGA- VANDAMÁLIÐ - VANDAMÁL FORELDRA í dag heyrist mikið talað um unglingavanda- mál. Það eru yfirleitt hinir fullorðnu sem skilgreina hluta af framferði unglinga sem unglingavandamál. Undir slíkt fram- ferði flokkast gjarnan ýmiskonar hegðunarerfiðleikar, eyðileggingarstarf- semi, drykkjuskapur og þvíumlíkt. Orðið kynslóðabil er líka oft notað um þá spennu og þær andstæður sem eru á milli ungiinga og fuliorðinna. Hér er það líka fullorðna fólkið sem talar um kynslóðabil til staðfestingar á þvi að unglingar séu skilningslausir, beri ekki virðingu fyrir neinu og hafi tileinkað sér slæmar venjur. En hvers er vandinn? Er fullorðna fólkið kannski líka vandamál fyrir unglingana? Aö verða f ullorðinn Fólki er gjarnan skipt i ákveðna hópa: börn, unglingar, fullorðnir, gamalt fólk. Þessi skipting stafar að einhverju leyti af því að þessir hópar hafa ákveðin sérkenni og ákveðna stöðu í þjóðfélaginu. En hvað merkir það að fólk verði fullorðið? Það merkir að sjálfsögðu margt. En út frá þróunarsálfræðilegu sjónarmiði má benda á atriði eins og þegar börn byrja að losa um hin sterku tilfinningalegu tengsl sem þau hafa haft við foreldra sína. Að verða fullorðinn merkir einnig að það á að fara að bera ábyrgð á eigin lífi, geta tekið ákvarðanir og valið á milli hluta. Það merkir einnig að maður fer að búa sig undir starf með námi eða reyna sig við störf á vinnumarkaðinum. Börn í okkar menningu eru yfirleitt aðeins bundin nánustu fjölskyldu sterkum tilfinningalegum böndum og fjölskyldu- gerðin er þannig að hún er tiltölulega lokaður hópur sem þarf að geta fullnægt öllum tilfinningalegum þörfum meðlima hópsins því að þeir eiga ekki i önnur hús að venda. M.a. vegna þessa finnst unglingum oft erfitt að rjúfa fjölskyldutengslin og þeim finnst þeir standa einir og eiga engan að. Þegar fjölskyldutengslin fara síðan að rofna á unglingsárunum og ábyrgð á eigin lífi og allri framtíð bíður manns verða unglingar oft mjög óöruggir og hræddir við hvernig þeir standast þessa raun. Ef foreldrar geta sett sig inn í þessar aðstæður og ef til vill munað hvernig þeim leið, þegar þeir voru á þessum aldri, er möguleiki á því að unglingar og foreldrar geti varðveitt gott samband sín á milli og umgengist hvorir aðra eins og jafningjar. Ef foreldrar skilja ekki aðstöðu unglinga og muna ekki sjálfir hvernig það var að eiga allt í einu að verða fullorðinn verður til það fyrirbrigði sem fullorðið fólk nefnir unglingavandamál eða kynslóðabil. Að gleyma æskunni Það er oft mjög einkennandi fyrir fullorðið fólk, þegar talað er við það um æsku þess, að eitthvað vanti inn í þá lýsingu sem það gefur á sjálfu sér. Það sama á reyndar við um ævisögur og minningabækur. Það sem fólk man og það sem kemur gjarnan fram eru einhverjir mikilvægir atburðir eða reynsla sem fólki finnst í frásögur færandi. En það erfiða vill oft gleymast. Ósigrarnir, minnimáttar- kenndin, örvæntingin, hræðslan, kynór- arnir, einmanakenndin o.s.frv. Einnig heyrist lítið um alla draumana sem fólk hefur átt um allt það sem fólk langaði til að gera en ekkert varð úr, um alla draumana um að lífið gæfi því einhvern tilgang. Fullorðnir sem hafa gleymt eigin reynslu verða oft ergilegir og í uppnámi þegar þeir skynja þessa sömu hluti hjá unglingum. Og þeim veitist erfitt að sýna unglingum skilning. Allar spurningar og umræður um málefni sem heyra unglingsárunum til geta ógnað fullorðnum og i staðinn fyrir að ræða öll þessi mál af innsæi og skilningi neita fullorðnir að veita hann og afsaka sig með því að unglingar séu á gelgjuskeiði og þess vegna furðulegir. Tilgangur lífsins í bókinni „Om psykologi, en bog for begyndere” eftir Agnete Diderichen, Jasper Jensen og Allan Berg Nielsen er talað um kynslóðabil. Þar er komið að því að vandamál er varði kynslóðabil séu nátengd þeirri heimspekilegu spurningu um hver sé tilgangur með lífi manna. Þegar unglingar skynji að það séu þeir sem bera ábyrgð á eigin lífi reyni þeir að leita eftir þvi hver sé tilgangur þeirra lífs og annarra til að geta haft eitthvað að leiðarljósi. Ennfremur að unglingar spyrji gjarnan foreldra sína hver hafi verið tilgangur með þeirra lífi en það neiti foreldrar yfirleitt að ræða um. ZZVlkan IS.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.