Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 26
Smásaga eftir Ed Lacy Rothögg lögreglumannsi — Al, notaðu nú höfuðið, sagði saksóknarinn. Það morar allt af fréttamönnum hérna. Ef þú heldur Winston hér, þó ekki sé nema rétt yfir nóttina, getur það gert hann taugaveiklaðan, eyðilagt keppnina, fyrirtæki upp á þrjár milljónir króna . . . og ég veit ekki hvað meira. Þegar gamli billinn ók inn í Harbour Bay (994 íbúar), spurði litli maðurinn, sem sat við hliðina á bílstjóranum: — Af hverju dregurðu úr hraðanum, Buddy? Höfum við villst? Ég skil ekki, hvers vegna við erum að flækjast um i þessum fomgrip, þegar þú átt stóran og góðan bfl sjáflúr. Mér þykir þetta vægast sagt undarlegL Buddy, vöðvastæltur risi i slitnum bol og gallabuxum og með fýlulegt og undirförult andlit, lagði bílnum fyrir framan einu vínbúðina i bænum og sagði: — Haltu nú bara kjafti, Artie. Við höfum ekki villst, og ég veit vel, hvað ég er að gera. Taugamar hafa ekki verið sem bestar undanfama daga. Farðu nú inn og kauptu eina flösku af góðu viskíi. Rödd hans var há og skerandi. Artie gretti magurt andlit sitt og spurði: — Veistu, hvað þú ert að segja, Buddy? Ertu orðinn vitlaus? — Ef þú heldur ekki kjafti, Artie, skal ég persónulega sjá til þess, að þú gerir það. Ég meina það, sem ég segi. Farðu inn og kauptu flöskuna, annars geri ég það sjálfur. Artie leit út fyrir að ætla að segja eitthvað, en ekkert varð úr því. Hann fór út úr bílnum, án þess að segja orð. Buddy leit út um bflgluggann, á fátæk- lega aðalgötuna, ræskti sig og spýtti. Þrekvaxinn, gráhærður maður í slitnum einkennisbúningi kom að bilnum. — Það er bannað að spýta á göturnar hér, sagði hann. — Gerðu það ekki aftur. Buddy þrýsti stórum likama sinum út úr bilnum, stillti sér upp fyrir framan lögreglumanninn, brosti og sýndi það sem eftir var af tönnunum og spýtti aftur. — Allt í lagi, sagði lögreglumaðurinn hægt, — nú er nóg komið. Komdu með mér. Þú ert handtekinn. Artie kom hlaupandi út úr vinbúðinni, stillti sér upp á miili þessara stóru manna og hvislaði: — Veistu, hver það er, sem þú hefur tekið fastan? — Já, mann, sem viljandi hefur brotið lögin hér. Ég handtek hann. — Það geturðu ekki gert — þetta er BUDDY WINSTON! hrópaði Artie. Buddy hló stórkarlalega og skrækti: — Það er allt i lagi, Artie. Þessi leikfangaiögga segist vilja taka mig fastan. Leyfum honum bara að reyna. Það getur orðið gaman. Lögreglumaðurinn lagði stóra hönd sfna á skammbyssuna. — Þú kemur með mér. Ég nota skammbyssuna, ef það reynist nauðsyn- legt. Af stað með þig. — Buddy, taktu það nú rólega, vældi Artie. Fangelsið, lögreglustöðin, póststofan, brunaliðið, almenningsklósettið og borgarstjóraskrifstofan, allt var þetta undir sama þaki, í gömlu, hrörlegu húsi vð aðalgötuna. Artie flýtti sér að næsta simaklefa, og 20 mín. eftir að hann hafði hringt i fyrsta sinn, var lögreglustöðin undirlögð af fréttamönnum og ljósmyndurum, sem komið höfðu með þyrlum og bílum. Lögreglumaðurinn neitaði að tala við þá. Nákvæmlega 90 minútum eftir að Buddy hafði verið komið fyrir í eina klefa fangelsisins, kom bíll hins opinbera saksóknara, og maður að nafni mr. Smith tróð sér i gegnum stóran hóp blaðamanna og inn á skrifstofu lögregl- ABBA á hálum ís Nýlega tók breska sjónvarpsstöðin, BBC, upp skemmtiþátt í Ölpun- um, sem ber heitið „Snowtime Special”. Þarna koma fram frægar stjörnur eins og Leif Garrett, Boney M, Jacksons, Kate Bush, Leo Sayer — og Abba. wm Fólk fylgdist með hegð- un þeirra nýskildu hjóna- kornanna, Agnethu og Björns, af mikilli athygli. Meðan á upptöku stóð brostu þau hvort til ann- ars, við kvöldverðarborðið yrtu þau sjaldan hvort á annað — og fóru hvort sína leið á kvöldin. — Ég veit ekki fyrir víst, hvenær skilnaðurinn verður endanlega um garð genginn, sagði Björn. — Það er allt undir réttinum komið. Kannski innan fjögurra vikna, kannski innan fjögurra mánaða. Bæði harðneituðu því, að skilnaðarorsökin væri sálfræðingur nokkur í Stokkhólmi. — Við leituðum bæði til hans, í von um að hann gæti hjálpað okkur til að leysa vandamál okkar, sagði Björn. — Honum tókst það ekki. — En því ættum við ekki að geta komið fram 26 Vikan 18. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.