Vikan


Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 03.05.1979, Blaðsíða 21
Á KROSSGÖTUM hans en samt forðaðist hún augnatillit hans. Hún sat úti i horni í leigubilnum, alveg grafkyrr, nema hvað fingur hennar voru á sífellu iöi undir töskunni meðan hún hlustaði á ákafar samræður krakkanna. Ethan þóttist ekki trúa því að Janina hefði ekki að minnsta kosti einu sinni gefið Wayne eitthvert óæti að borða. Þegar hann var búinn að æsa hana mátulega upp, breytti hann um umræðuefni, og tók að sér hlutverk leiðsögumanns í New York. „Hvaða miklu fréttir voru það sem þú varst að tala um?” sagði Deedee allt í einu því hún varð að minnsta kosti að fá þaðá hreint. Janina og Wayne litu hvort á annað. „Ég segi ykkur það seinna,” sagði Janina loks. „Þá hefur það ekki verið neitt!” sagði Ethan hæðnislega. „Pabbi!” Wayne leit á Deedee. „Allt i lagi." „Jæja....” Janina þagnaði til að gera þetta enn áhrifarikara. „Ó, je minn góður.” Ethan veifaði höndunum óþolinmóður. „Hún ætlaf að nota þessa aðferð!” „Nú, ef þú vilt ekki heyra....” „Haltu nú áfram Janina,” sagði Deedee. „Jæja — ballettskóli Rogers- fjölskyldunnar,” hélt Janina áfram eins hægt og hún gat, „er seldur!” Deedee starði á Wayne. Hvorugt gat getið sér til um hugsanir hins. „Stórkostlegt!”Ethan hossaði sér upp og niður í sætinu. „He>Tðu pabbi, einn af strákunum þekkir stórkosdegan sjónvarps- umboðsmann fyrir krakka...” „Ó, að heyra þetta!” Janina hallaði sér aftur á bak í sætinu. „Sjónvarpið kemst nú sennilega vel af án þín!” Hún hló að þvi hvað hún var fyndin. „Hlustaðu nú á mig, heimskinginn þinn, mér hafa verið boðnir tveir styrkir!” „Já, ég get svo sem ímyndaö mér að áhrif mömmu...:” „Mömmu!” Ethan var sármóðgaður. „Vá!” Greip Wayne fram i. „Haldið ykkur á mottunni. Hann leit á Deedee. „Verðið er gott en ég er ekki búinn að ganga endanlega frá samningnum.” „Hvers vegna ekki?” spurði Ethan. „Vegna þess að ég hef ekki haft neitt tækifæri til að ræða þetta við mömmu þína. Skilurðu það?” „Ó, auðvitað,” svaraði Ethan. „Auk þess,” tilkynnti Janina, „þarf pabbi að sjá hvað kemur út úr viðtölunum.” „Hvaða viðtölum?” spurði Deedee. „Hvar? Og til hvers?” „Það er I sambandi við danskennslu I nokkrum skólum nálægt borginni. Þeir láta eins og þeir geti varla beðið eftir að fá mig.” Hann glotti. „Þeir eru alveg orðnir vitlausir í ballett.” „Vitlausir er að minnsta kosti alveg rétta orðið,” hreytti Janina út úr sér. Deedee horfði út um gluggann án þess þó að sjá hvar þau voru. Enn einu sinni fór hún hjá sér og skammaðist sín fyrir hvað hann var tilbúinn að gera mikið fyrir hana, hvað hann var til- búinn að fara á mis við mikið hennar vegna, hversu oft hafði hann ekki orðið að fórna einhverju hennar vegna. Augnablikið kom þegar hann var að borga leigubílstjóranum og krakkarnir voru að bera inn töskurnar. „Okkur líður vel I Oklahoma,” sagði hún. Hann ætlaði að fara að samþykkja það en áttaði sig svo á hvað hún hafði sagt og sagði: „Leið.” Hún tók eftir þessu og það gladdi hana þó hún vissi ekki alveg hvernig hún ætti að taka því. ,Ja, þú kannt vel við þig,” sagði hún án allrar ásökunar. „Það hefurðu alltaf gert” „Þetta hefur alltaf verið auðveldara fyrir mig. Það hefur alltaf veriö einhver óróleiki i þér en ekki í mér.” Já en ekki lengur, langaði hana til að segja en krakkarnir kölluðu og sögðu þeim að flýta sér, lyftan biöi. Á leiðinni upp velti hún þvi fyrir sér hvort það væri nú alveg satt, hvort hún væri búin að losa sig við þennan óróleika eða hvort hann blundaði enn innra með henni. Já, sennilega að einhverju leyti því þegar þau komu inn í íbúðina og heyrðu tónlistina úr Don Q var það fyrsta sem henni kom til hugar að dóttir hennar ætti að dansa hlutverk sem hún, Deedee, hefði aldrei fengið tækifæri til að dansa. Jæja, hugarfarsbreyting skeði yfirleitt ekki á neinni nóttu. Hún þekkti konu i Oklahoma City sem var búin að vera í sálgreiningu I fjórtán ár. Emma náði meiri árangri á styttri tíma. Deedee bældi niður fliss. Deedee og Wayne þurftu virkilega að ræða út um hlutina en það gæti orðið æði stormasamt. Hún var taugaóstyrk og til að beina athygl- inni frá þeim sjálfum opnaði hún dyrnar inn I æfingasal Dahkarovu örlítiö, rétt svo að Wayne gat kíkt inn. Það var eins og tíminn stæði kyrr. Ung stúlka I ósköp venjulegum æfingabúningi dansar fyrir gamla konu sem situr á stól með háu baki. Sólin sem kemur inn um gluggann leikur sér að rykinu I loftinu og er ekki bundin neinum tíma; litlaust herbergið sem er svo til án allra húsgagna tilheyrir ekki neinni sérstakri borg. Við og við leið- réttir gamla konan ungu stúlkuna eins og hún var sjálf leiðrétt á sinum tíma af annarri gamalli konu sem svo fékk líka sína tilsögn af annarri gamalli konu. Sagan endurtekur sig, eini muriurinn er mismunandi persónuleiki nýja nemand- ans. Smámunur sem flyst áfram I kennsl- unni til komandi kynslóða ef hann er að- laðandi. Dahkarova eins og Emma fyrr um daginn var að fylgjast með Emilíu einmitt vegna þessa. Tækni stúlkunnar var örugg en Dahkarova fór I huganum yfir heila tylft af ballerínum til að finna hvað það væri sem gæti gert Emilíu frá- brugðna þeim. Eitthvað sem gerði það að verkum að hún yrði fyrsta flokks ballerína. Hún kinkaði kolli I takt við þessa gömlu upptöku en hún hvatti Emilíu til að túlka sjálf tónlistina; hún hreyfði hendurnar til að sýna hvað hún meinti, siðan báða handleggina og svo reis hún á fætur og tók nokkur skref eins og hún væri að dansa. Og þó hún hreyfðist varla þá dansaði hún. Emilía nam staðar þegar hún sá breyt- inguna sem varð á andliti Dahkarovu þegar hún hætti að hlusta á tónlistina og varð hluti af henni; hún sá hana breytast úr lítilli, gamalli konu sem eins og sam- tvinnaðist sólarljósinu og varð að guð- dómlegri veru í sviðsljósi, stúlku sem var bæði yngri og dásamlegri en Emilía sjálf, einstök ballerína. Hún bæði sá og skildi hvað það var að vera Dahkarova. Inni I svefnherberginu sem nú til- heyrði þeim hjálpaði Deedee Wayne að taka upp úr töskunum. Daufir tónarnir frá Don Q bárust til þeirra. „Jesús,” sagði Wayne frá sér numinn. „Stelpan er stórkostleg!” „Hún hefur tvær þær bestu til að þræla fyrir sig.” „Þrjár.” Wayne benti með einum fingri á Deedee. Hún hristi höfuðið og brosti. „Ég fæ ekkert að gera. Mamman er i ónáð.” Þetta var byrjunin en hvorugt þorði að grípa tækifæriö. Hún hengdi bláu fötin hans inn í skápinn og bætti viö: „Held- urðu að henni takist þetta?" Wayne var ekki viss um hvort hún var að halda sig við hættulaust umræðu- efni eða hvort hún var að reyna að komast að því hvort Emilia sæti í fyrir- rúmi hjá honum. „Mundi þér þykja það leitt ef henni tækist það ekki?” „Nei.” Svo bætti hún við: „Ekki ef henni þætti það ekki.” „Þykir þér enn leiðinlegt að þér skyldi ekki takast það?” Spurningin hljómaði ósköp blátt áfram en þau hættu bæði að taka upp úr töskunum. Þögnin I svefn- herberginu varð háværari en tónlistin frammi. Hún fann að hann var að horfa á hana en hún var hraoid um aðef hún liti á hann gæti hún ekki sagt allt sem hún vildi og varð að segja, og það núna. Hún gat ekki beðið þar til i kvöld. „Emma sagði,” byrjaði hún. Af því hún gat ekki bara staðið og sagt þetta tók hún skyrturnar hans úr opinni töskunni á rúminu og bar þær yfir að komm- óðunni þar sem hún gat veriö önnum kafin við að raða þeim í skúffurnar. Framhald í næsta blaði. LINGUAPHONE tungumálanámskeió henta allri fjölskyldunni LINGUAPHONE tungumálanámskeið eru viðurkennd sem auðveldasta og ódýrasta leiðin til tungumálanáms LINGUAPHONE fæst bæði á hljómplötum og kassettum Við veitum fúslega allar upplýsingar og póstsendum hvert á land sem er Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 it 18. tbl. Vlkan 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.