Vikan


Vikan - 05.07.1979, Page 21

Vikan - 05.07.1979, Page 21
börn.” Og það voru fleiri vegg- spjöld á lofti á sýningu þessari, þar á meðal eitt sem á stóð: „Leikur er líf, leikur er starf, leikur er vinna barnsins.” Nokkuð vel orðað, enda er höfundurinn annar af ritstjórum tímaritsins Samúel. Það má víst lengi deila um hvað séu góð leikföng og hvað slæm. En á yfirreið sem Vikan tók sér fyrir hendur í nokkrar Þessi alúðlegi bangsi er gott leik- fang vegna þess að hann er mjúkur. Hægt er að þvo hann og vinda að vild, og gæti hann þvt enst í ára- tugi. Það sama verður tæpast sagt um þessi litlu kríli sem eru glerhörð viðkomu. Þau er hægt að trekkja upp og þá endasendast þau hom- anna á milli. Ekki er loku fyrir það skotið að drukkið fólk eða fávitar gætu haft af þvi örlítið gaman. Þessi bill er aftur á móti eins lítið sveigjanlegur og vera má. Hann er gerður úr gagnsæju harðplasti sem auðveldlega hrekkur i sundur á samskeytum og ekki virðist vera gert ráð fyrir þvi að börn ýti honum á undan sér sjálf því hann gengur fyrir rafhlöðu. Ef vel væri farið með þetta ökutæki myndi það e.t.v. duga i 2 vikur. Hór er góður leikfangabill, sveigjanlegur og meðfærilegur. Hér má sjá tvo bíla í svipuðum verðflokki fyrir svipaðan aldursflokk. Annar er það sem kallast myndi „gott leikfang", úr tré með skemmtilegri, mjúkri áferð og bílinn má taka i sundur að hluta... ... og hinsvegar þetta upptrekkta leikfang sem gerír ekki annað en að keyra fram og til baka eftir linunni, jóðlandi eins og svissneskur alpastrákur. 27- tbl. Vikan zi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.