Vikan


Vikan - 05.07.1979, Side 26

Vikan - 05.07.1979, Side 26
BARNAUPPELDI í KÍNA Flestir hugsa ekki mikið um tilganginn með uppeldi barna. Börn eru bara látin verða fyrir margskonar áhrifum án þess að það sé verið að móta þau á ákveðinn hátt. Engu að síður verða börn fyrir áhrifum sem beina þroska þeirra í einhverja ákveðna átt eða í ólíkar áttir. Þegar barnauppeldi hefur engan ákveðinn tilgang verða börn oft allt öðruvísi en foreldrarnir ef til vill óskuðu eftir að þau yrðu. Á sumum stöðum í heim- inum hefur barnauppeldi ákveðinn tilgang. Tilgangurinn er þá ekki einungis tilgangur hinnar einstöku fjölskyldu heldur heillar þjóðar. Þetta á sérstaklega við um barna- uppeldi í Kína. Þar virðist bamauppeldi vera allt öðruvísi háttað en á Vesturlöndum. Þeir sem hafa kynnst því dást að lifsgleði, sjálfs- aga og dugnaði kínverskra barna og undr- ast yfir að kínversk börn virðast hvorki sýna af sér árásargirni né sálræna erfið- leika. Samábyrgð hinna f ullorðnu Barnauppeldi i Kína hvílir á samábyrgð. Fullorðið fólk í Kína skynjar að það ber sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna. Þeir fullorðnu eru þvi foreldrar allra barna og þeir miða að því sameiginlega að ala næstu kynslóð upp. Fullorðið fólk er stolt af börn- unum og gleðst ekki bara yfir eigin börnum heldur öllum börnum. Mikilvægasti tilgangur dagheimila og leikskóla er fyrst og fremst að gera börnin að félagsverum. Aðaláherslan beinist því ekki að því að þróa einstaklinginn og hæfi- leika hans heldur að því að maðurinn sé þroskuð félagsvera. Til þess að persónuleikinn geti þróast þarf ungabarnið að fá þörfum sínum og kröfum fullnægt, en það er ekkert náttúru- lögmál að fullnæging þessi verði að koma frá einu og sömu persónunni. Til þess að koma i veg fyrir rótleysi verða börn hins vegar að fá hrein skilaboð og hreinar línur um hvaða reglur gilda. Þetta er reynt í Kina. 1 kinversku uppeldi er lögð mikil áhersla á að fullorðnir séu alltaf tiltækir til þess að geta verið eins og öryggisventill þegar eitt- hvað kemur upp á. Það er séð um að það sé alltaf nóg af fólki til að tala við, leika við og vinna með börnin. Börnin skynja því sjald- an að þeim mistakist og þau verða ekki fyrir ósanngjörnum kröfum metnaðar- gjarnra foreldra. Börnin eru alltaf með full- orðnum og jafnaldra kunningjum á daginn, á kvöldin, við matborðið, á næturnar (lík- amlega snertingu og hlýju fá þau með þvi að sofa nálægt foreldrum eða vinum). Frá fyrstu tið eru gerðar kröfur til barnanna sem hæfa aldursstigi þeirra. Það er alltaf talað við börnin í vingjarnlegum tón og þau eru fullvissuð um að þau geri alltaf sitt besta. Fullorðnir í Kína hafa sömu skoðun á barnauppeldi Uppeldi i Kína einkennist af stöðugleika og þvLað börnin skynji sig alltaf örugg. Öryggi í barnæsku felst a.m.k. í tveim hlutum. í fyrsta lagi líkamlegu öryggi, fæðu, þaki yfir höfuðið, hvíld/svefni, vernd, og í öðru lagi félagsskap við annað fólk. Fullorðnir í Kína virðast hafa sömu skoðun á því hvernig barnauppeldi eigi að vera og hvernig rétt barnauppeldi sé. Menn vænta þess að börn þurfi bæði að hafa stjórn á tilfinningum sínum og framtaks- semi sinni. Börnin læra að álíta að þau geti tileinkað sér þá kunnáttu og þau sérkenni sem fullorðnir búast við að þau ráði yfir. Þau læra að reynslan ein geti veitt þeim þessa tileinkun. Kínversk börn verða meðlimir í samfé- lagi sem gerir allt til þess að framferði og at- ferli barnanna mótist ekki af tvíræðni og togstreitu. Kínversk börn læra snemma að þau beri samfélagslega ábyrgð. Uppeldið miðar að þvi að börnin skynji að þeirra líf sé alveg eins réttmætt og mikilvægt eins og líf allra annarra aldurshópa, líka fullorð- inna. Frá 3ja ára aldri notar kínverskt barn hluta af deginum til að fást við athafnir sem líkjast athöfnum fullorðinna (þvo, laga til, búa til mat o.s.frv.) Börnin læra og eru 26 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.