Vikan


Vikan - 05.07.1979, Síða 31

Vikan - 05.07.1979, Síða 31
MANNAKORN Nýjasta hljómplata Mannakorns, Brottför klukkan 8, hefur vakið verð- skuldaða athygli. Hvers vegna verður ekki rakið hér, við látum poppgagnrýn- endur dagblaðanna um það, þó virðist ástæðan fyrst og fremst skemmtileg lög og textar sem eru ekki alveg út í hött eins og viljað hefur brenna við hjá is- lenskum hljómplötuinnspilurum. Hópurinn sem myndar Mannakorn á þessari plötu er ekki að spila saman í fyrsta sinn, heldur hefur hann verið meira og minna að tralla saman siðast- liðin 10—15 ár. Magnús Eiríksson, laga- smiður, gítarleikari og textasmiður, hefur lengst af verið höfuð hópsins. Hann er 32 ára gamall, tveggja barna faðir, giftur og starfar í hljóðfæraversl- uninni Rín. Hann er ekki allsendis ómenntaður í músíkinni því um tima stundaði hann nám í klassískum gítar- leik í tónlistarskólanum en segist þó hafa lært mest á því að spila með þessum hóp sem áður var getið. Björn Björnsson heitir trommuleikar- inn og þó hann sé ekki sá þekktasti á landinu þá hefur hann þó verið að berja húðir að meira eða minna leyti allt frá árinu 1960. Um tíma lék hann með Pónik en hefur þó mest verið með Magnúsi Eiríkssyni og félögum. Hann hefur aldrei haft tónlistina að aðalstarfi heldur unnið almenn skrifstofustörf frá 9—5 og kvöldin því verið tími trumbn- anna. Baldur Már Arngrimsson gítarleikari hefur leikið með hinum ýmsu hljóm- sveitum í langan tíma, gott ef ekki sást til hans með Lúdó og Stefáni í Þórskaffi fyrir skömmu. Baldur Már var þó ekki mikið við gítarinn meðan á upptökum á Brottför klukkan 8 stóð, heldur einbeitti hann sér að stjórnborðum hljóðversins, en hann mun einmitt vera að nema hljóð- stjórn og annað hjá Hljóðrita í Hafnar- firði um þessar mundir. Bassaleikurinn er í höndum Jóns Kristins Cortes tónlistarkennara, þó annar vel þekktur bassaleikari, Pálmi Gunnarsson, hafi lengi verið í hópnum, en á plötunni heldur Pálmi sig mest að söngnum. Pálma þarf ekki að kynna, það þarf ekki annað en að kveikja á út- varpinu til að kynnast honum. Ellen Kristjánsdóttir sér um kvenraddir og Eyþór Gunnarsson leikur sér á hljóm- borðin. Eyþór þessi er lítt kunnur enn sem komið er en hann mun hafa leikið með hljómsveitinni Tivolí ásamt Ellen og fleirum. Því miður er hann ekki með á opnumyndinni sem birtist á næstu síðum en þar er í hans stað Magnús Kjartansson sem, eins og hinir, er gam- all Mannakornsmaður ef við notum það nafn yfir hópinn. Að sögn Magnúsar, sem er sérlega ræðinn maður, hefur þessi tónlistarhópur Magnúsar Eiríks- sonar gengið undir hinum ýmsu nöfnum og fóru þau yfirleitt eftir því fyrir hvern og hvar átti að leika. I fínni húsum hét hljómsveitin gjarnan Hljómsveit Pálma Gunnarssonar eða Hljómsveit Baldurs Más Arngrímssonar. Ef spila átti fyrir róttæka menntaskólaunglinga dugði ... gamall kjarni sem hefur heitið ýmsum nöfnum og leikið alls kyns tónlist. ekkert minna en Blues Company. Svo hét þessi hópur, sem sjaldnast saman- stóð af sömu mönnunum, jafnvel Lísa. Allt um það. í dag kalla Magnús Eiríksson og félagar sig Mannakorn og á næstu opnu má sjá mynd af þeim sem ljósmyndari VIKUNNAR náði af hópnum er hann var að leggja af stað í ferðalag, nákvæmlega klukkan 8 um kvöld. Ferðinni var heitið alla leið til Stykkishólms og því þótti hljómsveitar- stjóranum vissara að vera á traktornum. EJ.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.