Vikan


Vikan - 05.07.1979, Side 45

Vikan - 05.07.1979, Side 45
Ný spennandi framhalds- saga Nick leit kuldalega á hann. „Haldið áfram, Farson. Hr. Nadolig er besti vinurminn.” Það varð smáþögn. Þá brosti Jimmy og tók spilin lipurlega saman. Hann lét þau í skyrtuvasa sinn og stóð upp. Hann gnæfði yfir gestinn. „Það er svolítið sem ég þarf að gera fyrir Madge, hr. Dexter,” sagði Jimmy seinmæltur. „Ég verð ekki langt í burtu ef þú þarfnast mín.” Nick kinkaði kolli. Farson settist á stólbrúnina og Nick slökkti á viftunni við hliöina á honum. „Jæja, hr. Farson? Hvað kemur til að þér vitið um systur mína í Salisbury í Englandi?" „Ég er kaupsýslumaður,” sagði Farson hægt. „Og ég hef það fyrir sið að vita allt sem ég get um væntanlega viðskiptavini.” Hann tók nafnspjald úr peningaveski sínuogréttiNickþað. Nick leit á það og hnyklaði brýrnar. „Innflutningur og útflutningur. Aðal- skrifstofur í Njongwe.” „Þátið, hr. Dexter. Aðalskrifstofur mínar voru í Njongwe.” Hann hallaði sér alvarlegur fram á borðið, þrýsti smávindlinum ofan í ösku- bakkann og virti enn fyrir sér undrunar- svipNicks. „Ég taldi það best að hætta við verslunina í Njongwe,” sagði hann hægt. Nick hugsaði sig andartak um. Allir í Mið-Afríku hlutu að hafa orðið varir við það að stórmennskubrjálaður herforingi hafði nýlega framkvæmt skyndilegt valdarán hinum megin við landamærin. Síöan herinn tók völdin hafði höfuð- borgin, Njongwe, orðið óþægilegur samastaður hverjum hvitum manni, reyndar hverjum sem stutt hafði fyrri ríkisstjórn. „Þér éruð þá flóttamaður,” sagði Nick. „Fyrir mánuði var ég tilneyddur að yfirgefa Njongwe.” Nick lauk úr glasinu. „Þetta er slæmt, hr. Farson. En slikt gerist víða í Afríku nú til dags.” Farson virtist reiðast. „Þér getið leyft yður að hafa gaman 27* tbl. Vikan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.