Vikan


Vikan - 05.07.1979, Síða 46

Vikan - 05.07.1979, Síða 46
af óförum annarra, hr. Dexter. Eg er óánægður.” „Látið nú ekki svona! Þér litið ekki út fyrir að vera fátæklingur.” „Ég er ekki fátækur, hr. Dexter, þess vegna hef ég efni á að kaupa mér þjónustu sérfræðings eins og yðar.” Nick hallaði sér fram. „Þér eruð ekki vel skiljanlegur, Farson.” „Ég geri mig vel skiljanlegan,” greip hr. Farson fram i. „Ég hef athugað allt um yður. Þér eruð ennþá besti mála- liðinn í Afríku.” Nick kunni ekki við lítilsvirðinguna í valdsmannslegri röddinni. Hann hafði barist gegn henni allt sitt líf. Aðallega eins og hún birtist hjá föður hans. „Þér hafið fengið rangar upplýs- ingar,” sagði Nick. „Ég er sestur i helgan stein.” Hann undraðist þegar Farson hló mótmælandi. „Þér hafið efni á að vera ruddalegur, hr. Dexter, en þér hafið ekki efni á að setjast i helgan stein. Þér lifið á láns- trausti hér i Kilumba!” Ógnandi hnefi Nicks kuðlaði saman hvítt nafnspjaldið. Farson færði sig fjær en hélt áfram að tala. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn. Ég er aðeins að fara með staðreyndir. Þér hafið ekki komist í góð sambönd siðan i Biafra, hr. Dexter.” Nick beit á jaxlinn. Hjarta hans bar enn stór sár frá Biafra. „Biafra var blóðbað, Farson. Því er nú lokið.” „Það koma alltaf fleiri Biafra, hr. Dexter. Þér þekkið gamla málsháttinn: „Einu sinni málaliði, ávallt málaliði.” Andúð Nicks á Farson jókst stöðugt. En hann var of forvitinn til þess að reyna að losna við hann. Hann brosti vantrúaður. „Svo þér voruð rekinn frá Njongwe. Hvað gerðuð þér af yður?” Farson fékk sér annan smávindil en kveikti ekkiihonum. „Æsandi áróður gegn stjórn alþýð- unnar,” hafði hann upp önuglega. „Hljómar fallega á maoisku máli. En reyndar er þetta bara margtuggin afsökun. Innfæddir stjórnmálamenn hata alla útlendinga sem gengur vel.” Nick komst ekki hjá því að taka eftir ósvikinni reiðinni i köldum gráum augunum. „Ég er ekki stjórnvitringur,” sagði Nick, „en ég veit að evrópskir flótta- menn frá byltingarríkjum komast vana- lega burtu staurblankir.” „Ég sá hvað verða myndi fyrir nokkrum árum, hr. Dexter. Eignir félaga minna voru gerðar upptækar á einni nóttu. En fé mitt er öruggt í sviss- neskum banka. Annars væri ég ekki hér að semja við yður, er það?” Nick leit áberandi á úrið hans. „Þér hafið ekki enn sagt mér hvers þér óskið, Farson.” „Konuna mína, hr. Dexter.” „Konu!” „Vesalings konan mín,” hélt Farson áfram, „er enn í stofufangelsi i Njongwe. Herinn vill ekki láta hana lausa, nema ég snúi til baka. Og ef ég kem aftur... ” Hann yppti öxlum. „Og hvers vegna segið þér mér þetta?” spurði Nick. Farson hallaði sér fram. „Ég vil fá konuna mína aftur, hr. Dexter. Og ég vil að þér náið henni frá Njongwe fyrir mig!” Nick svaf ekki vel næstu nótt. t dögun fór hann á fætur og stóð við opinn glugga herbergis sins fyrir ofan Madges Bar. Hann var enn að íhuga tilboð Farsons. Örlátur var hann. Eitt þúsund pund nú þegar og fimm þúsund þegar hann kæmi aftur úr árangursríkri sendi- för. „Auðvelt verk,” hafði Farson lýst þessu, „það er að segja fyrir sérfræðing einsogyður.” Nick efaðist. Þetta var ekki verk sem óháður málaliði, eins og hann, var vanur aðfást við. Hann sneri frá glugganum og drakk úr fullri vatnsflösku, sem stóð á nátt- borðinu. Rólega virti hann fyrir sér jaröneskar eigur sínar. Þær voru allar í dýrum svínsleðurtöskum sem staflað var upp á skáp. Læst inni í skápnum voru verkfærin hans, byssurnar. Hann kveikti sér í vindlingi úr pakkanum sem Madge hafði skiliö eftir kvöldið áður. Hún hafði komið og talað við hann á eftir — þegar Farson var farinn og í stuttu máli hafði hann sagt henni frá ástæðum heimsóknarinnar. Valkostirnir lágu Ijósir fyrir. Farson ætlaði að koma aftur eftir sólarhring og fá að heyra ákvörðun Nicks. „Hvað ætlar þú að gera, Nick,” hafði Madge spurt áhyggjufull. „Ég veit það ekki, Madge. Ég ætla að sofa á því.” En með sjálfum sér vissi hann að hann var þegar búinn að taka ákvörðun. Þegar hann kom niður var Madge fálát. „Ég þarf að fara í nokkrar heimsóknir í dag,” tilkynnti hann hljóðlega. Hún sneri baki í hann en hann sá að hún kipptist til. JÚLÍUS SVEINBJÖRNSSON HEILDVERZLUN LAUGAVEGI26 - SÍMI20480 pussycat Komið í verzlanir víða um landið 46 Vikan 27. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.