Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 17

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 17
upp í huga mér, ég var viss um að ég hefði einhverntíma séð þau. Og þar með er ekki allt sagt því að þegar ég fór með Simoni til að skoða útihúsin einn daginn rataði ég og vissi líka hvernig þar myndi vera innanhúss. Er það ekki rétt Simon?” Þessi sakleysislegu orð mín virtust vekja óánægju, Simon hleypti í brýrnar og andlit frænda míns varð eins og þrumuský. „Vitleysa! Þú lætur imynd- unaraflið hlaupa með þig, Della. Þú getur aldrei hafa hitt bróður minn og fjölskyldu hans.” „Víst er það mögulegt, frændi," mót- mælti ég. „Mamma sagði mér að þegap hún hefði verið í heimsókn hjá Violu frænku fyrir mörgum árum síðan hefðu þær farið i heimsókn hingað. Það er KZ INNRÉTTINGAR LEYSA STÓR OG SMÁ GEYMSLU- VANDAMÁL. UPPBYGGING KZ INNRÉTTINGA ER ÁN VERKFÆRA. MIKLIR BREYTINGAMÖGULEIKAR. KZ INNRÉTTINGAR I SKRIFSTOFUNA, VÖRU- GEYMSLUNA, BÍLSKÚR- INN OG BÚRIÐ . E4 EGGERT KRISTJANSSON & CO HF SUNDAGORÐUM 4 SIMI 85300___ mögulegt að ég hafi verið með en þá var ég aðeins barn að aldri. Fyrst þegar ég sá málverkið mundi ég það ekki en ég man það núna. Það er vel af sér vikið eða hvað finnst þér? Ég var ekki einu sinni byrjuð í skóla. Ég hlýt að hafa alveg ein- staklega gott minni,” sagði ég og hló. „Öllu líklegra er að þú hafir alveg ein- stakt hugmyndaflug,” sagði frændi minn þurrlega og sneri sér að frú Buller-Hunt- er. En ég var svo áköf að sanna mál mitt aðég hélt áfram: „Það var líka eitthvað annað, eitt- hvað sem þú veist sennilega um. Litli drengurinn hafði ..Þarna brugðust orðin mér því minningin var ekki fyrr komin upp i huga mér en hún hvarf aftur. „Hvað hafði hann?” Rödd frænda míns var svo ótrúlega hörð að þeir sem sátu við borðið litu undrandi hver á ann- an og síðan á okkur. Safírblá augu frú Buller-Hunter glitruðu af óánægju. augu Clives lýstu daufum áhuga, Vaughan virtist skemmta sér, Simon leit ekki út fyrir að fylgjast með samtalinu og augu frænda míns voru hörð og svip- laus eins og glerkúlur. Ég fann að ég roðnaði af feimni. „Ör eða eitthvað slíkt,” stamaði ég. „Eitthvað slíkt? Eins og tvö höfuð til dæmis?” spurði Clive til að létta á and- rúmsloftinu. „Pabbi, hafði Ross frændi tvö höfuð?” James frændi svaraði ekki þessari gamansemi hans. „Við munum ekki tala meira um svona bull,” sagði hann reiði- lega. Óþægileg þögnin sem á eftir fylgdi var að lokum rofin af frú Buller-Hunter. „Segðu mér St. John, varst þú með í Drury Lane þegar söfnunin var fyrir Henry Compton?” spurði hún á sinn viðkunnalega hátt. Reiðin hvarf úr andliti hanS. „Ég var þar, frú mín, og mér fannst mikið til koma,” svaraði hann. „En hve það var gaman að heyra það. Ég býst ekki við að drottningin hafi getað komið þar sem hún syrgði enn eiginmann sinn?” „Nei, en hún keypti tvo miða og það var mjög fallega gert af henni.” Frú Buller-Hunter brosti samþykkj- andi og samræðurnar komust á frjáls- legri grundvöll. Frændi minn varð aftur jafnvingjarnlegur og hann átti að sér. Eftir kvöldverðinn fór Simon inn í her- bergi sitt og gestimir fóru að spila. Ég var að lesa spennandi bók en hugurinn leitaði aftur og aftur að málverkinu og daufum minningum minum. En þó fór, eins og svo oft vill fara þegar maður reynir mikið á sig til að muna eitthvað, að ég gat ekki fundið hvað það var sem braust um í huga mínum. Ungi drengur- inn, Ross, hvað hafði hann sýnt mér? Eða var þetta eitthvað sem mig hafði dreymt? Kannski hafði frændi rétt fyrir sér, kannski hafði ég aldrei séð þessa fjölskyldu. Og þó . .Allt í einu varð mér hugsað til Violu frænku. Kannski myndi hún muna hvort ég hefði komið með mömmu í heimsókn hingað. Hvernig svo sem á því stóð fannst mér sem ég hefði ekki gert skyldu mina gagnvart henni, að reyna ekki að heimsækja hana. Ég ákvað að bæra fyrir þessa van- rækslu mína við fyrsta tækifæri. Næsta morgun var ég enn jafn ákveðin í þessu. Ég sagði frú Buller- Hunter því frá þessari áætlun minni þegar ég átti að fara í tíma. „Mér finnst að ég ætti að heimsækja Violu frænku í dag. Ég er viss um að mamma myndi vilja það. Ef ég get talað við hana og fært henni fréttir að heiman hressist hún kannski.” Ég fann líka mér til skelfingar að ég átti jafnerfitt með að halda ein- hverju leyndu og ég alltaf hafði átt. Ég sagði: „Ég vonast líka til að hún muni hvort ég hef komið hingað áður." Frú Buller-Hunter bað mig um að setjast niður og stillti sér upp fyrir framan mig, glæsileg að vanda. „Della, ég verð að ræða við þig um framkomu þína í gærkvöldi. Ég held að þú hljótir að gera þér grein fyrir því að þú reittir frænda þinn til reiði i gær og hélst samt áfram að ræða um þetta hugarfóstur þitt.” „Ég get ekki séð neitt rangt við að segja að mér fyndist ég hafa séð fjöl- skylduna áður því að það er satt. Varla getur verið rangt aðsegja það?” „Þú sagðir það Della og hélst áfram að tala um það þrátt fyrir að frændi þinn hefði gefið greinilega í skyn að hann vildi ekki ræða þetta frekar. Oftar en WT\ M FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar yður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri 2D Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 LByndardómar gamla kluusturiins 35. tbl. Vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.