Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 26
ekki haldið að þú þyrftir að læra það. Pabbi segir að þú sért þegar orðin hans hægri hönd, án alls lærdóms." Hún forðaðist augnaráð mitt. „Eg veit það ekki. Maður þarfnast menntunar til þess að komast eitthvað áfram. Ég vil ekki festast hér alla ævi. Kannski ég ætti að fara og skoða heim- inn ... London, París ...” „Jeannie,” sagði ég. „Þú ert brjáluð. Þú myndir tapa glórunni í stórborg. Og þar að auki,” bætti ég við, „þá þörfn- umst við þín hér. Núna þegar við pabbi förum að rugla saman reitum okkar þá þarf læknastofan á hjúkrunarkonu I fullu starfi að halda, er það ekki?” „Þú getur sagt þetta, Adam. Þú ert búinn að vera tvö ár í Ástralíu. Þú ert búinn að sjá hinn stóra heim.” „Ég er búinn að sjá mikið af kindum,” sagði ég. „Ekki mikið meira en það. Og ein kind er ósköp lík hinum kindunum, það veistu.” Jeannie kinkaði kolli, en það leit helst út fyrir að hún vildi frekar hrista höfuð- ið. Við héldum áfram að gera við gatið á slöngunni. En ég hafði áhyggjur. Þegar ég var kominn í rúmið um kvöld- ið hugsaði ég um það sem hún hafi sagt. Mér líkaði það ekki. Ég á við að ég hafði gert ráð fyrir því að Jeannie yrði hluti af fjölskyldufyrirtæki okkar. Það sem hún vissi ekki um dýr væri hægt að skrifa á títuprjónshaus. Það var óhugsandi að hún færi. Hvernig gat hana dreymt um að yfirgefa dalinn, yfirgefa mig? Ég var mjög sár. Kannski ég hefði átt að skrifa henni nokkur bréf meðan ég var í Ástraliu. Ég hafði ekki gert það því ég vissi að mamma myndi koma öllum fréttum áleiðis. Ég hafði gengið að því vísu að tryggi áhangandinn minn myndi bíða þolinmóður eftir heimkomu minni. Afleiðingarnar af öllum þessum þankagangi voru þær að ég svaf yfir mig. Mamma vakti mig loks með skila- boð frá Jeannie. Hvort ég vildi aka henni til Garaton siðar um daginn? „Pabbi hennar þarf að nota bilinn og hún vill ekki hjóla,” skýrði mamma út fyrir mér. „Ég er ekki hissa eftir það sem gerðist i gær,” sagði ég. Mig dreymdi um Jeannie „Ég get ekki sagt að ég myndi njóta þess að ganga í slíkri hellirigningu. Ég skil ekki hvers vegna Jeannie veifaði ekki til mín þegar ég ók fram hjá henni í bílnum. Vesalings veðurbarði áhangand- inn!” „Pinnst þér Jeannie hafa breyst mikið, Adam?” spurði mamma. Égkinkaði kolli. „Mér datt það í hug. Ég sagði við pabba þinn: — Honum á aldeilis eftir að bregða þegar hann hittir hana. Ég ætlaði að vara þig við.” Ég brosti til merkis um að ég skildi hana. „Ekki held ég að breytingin sé svo al- ger að ég hefði þurft viðvörun, mamma.” Það var ekki fyrr en ég sótti Jeannie þann dag að ég skildi hvers vegna mamma hafði litið svona einkennilega á mig þegar ég sagði þetta viö hana. Stúlkan sem kom hlaupandi niður tröppurnar var allsendis ólík gamla áhangandanum mínum. Reyndar ætlaði ég alls ekki að þekkja hana. I gær var hún eins og hundur dreginn af sundi. I dag var hún fögur kona. Hvernig fór hún að þessu? Hvernig breytast sveitalegar stelpur I stórglæsi- legar konur? Orugglega ekki á einni nóttu. Þetta hlaut að hafa gerst meðan ég var í burtu. Það hafði verið einstök tilviljun að ég hafði fundið hina gömlu Jeannie daginn áður. Þegar allt kom til alls þá hefði sjálf ungfrú alheimur nóg að gera ef hún ætti að vera glæsileg í hjólreiðaúlpu föður síns. „Halló, Adam. Þakka þér fyrir björg- unina. Ég veit ekki hvernig ég hefði ann- ars komist i tæka tið.” Ég hélt hurðinni opinni meðan hún steig upp í bílinn. Það eitt sýndi hvaða áhrif útlit hennar hafði á mig. „Min er ánægjan,” sagði ég og brosti bjánalega. Hún settist og sveiflaði fögr- um fótleggjunum upp i bílinn. Þetta áfall hafði slæm áhrif á annars góða aksturssnilli mína. Ég gaf of mikið inn, drap tvisvar á vélinni, bakkaði inn í blómabeð og það lá við að ég tæki hlið- stólpann með mér. „Afsakaðu.” Ég byrjaði að bulla eins og vitleysingur. „Maður er orðinn svo vanur stórum og opnum svæðum. Ha! Ha!” Hún sagði að allt væri i lagi með mjög skilningsríkri röddu. „En gætir þú ekki ekið svolítið hraðar? Ég vil ekki verða of sein ef hægt er að komast hjá því.” Hún leit á mig stórum dökkum augum. Hjarta mitt barðist. Ég dró djúpt að mér andann til þess að róa mig. Það hjálpaði ekkert. Það varð til þess eins að ég fann lyktina af henni, sem var ekki af hundum, reiðhjólaolíu eða hesta- áburði heldur eitthvað ennþá dýrara ... og viðeigandi ... og heillandi ... og reyndar mjög æsandi. „Sein í hvað?” ískraði í mér. „Kvikmyndatöku,” sagði Jeannie. „Þeir ætla að taka upp atriði í veitinga- húsinu í dag.” „Æ, já. Mamma minntist eitthvað á kvikmynd. Ég sagði ...” Ég hætti. Ég mundi núna hvað það var sem ég hafði sagt. Engin furða þótt foreldrum minum væri skemmt. Hún bað mig að láta sig úr á torginu. „Þakka þér kærlega fyrir, Adam. Ég sé þig." „Hvernig kemstu heim aftur?" kallaði ég. „Viltu ekki far heim?” Hún snerist á hæli og svaraði mér í léttum tón. „Ó, það er allt í lagi, Adam. Paul ekur mér heim. Við förum út að borða á eftir, þú skilur. Þakka þér samt fyrir.” „Paul?” spurði ég. Þetta hljómaði hjá mér eins og ásökun. Reyndar var það ásökun. „Aðstoðarleikstjórinn — Paul Heine. Þú verður að hitta hann einhvern tíma. Hann er mjög skemmtilegur.” Ég gæti ekki beðið! Reyndar virtist hún alls ekki geta beðið, því að um leið og hún sendi mér blitt bros hafði hún snúið sér við og var horfin inn i einn veitingastað Garaton bæjar. Ég gekk tvo hringi um bæinn og fór tvisvar fram hjá veitingastaðnum, og kíkti um leið inn „af tilviljun”. En ég sá hvorki grilla í hana né þennan Paul hennar. Þau hlutu að vera í salnum uppi á lofti. Það stóðu þrir sendiferðabílar fullir af tækjum fyrir utan, svo að eitthvað voru þeir að gera þarna inni. Eitthvað annað en að fleka Jeannie, á ég við. „Afbrýðisamur? Hver? Ég? Ekki hið minnsta. Ég hafði bara áhyggjur eins og bróðir myndi hafa. Ung og óreynd stúlka lendir í klónum á hópi af kvik- myndamönnum ... Ég á við, maður getur aldrei verið viss, er það? Hún kom heim þessa nótt þegar klukkan var fjörutíu og tvær mínútur gengin í eitt. Ég veit það fyrir vist, þvi að það vildi svo til að ég sat og las við svefn- herbergisgluggann minn, en það vill svo til að hann snýr út að veginum. Og bfll- inn fór ekki aftur fyrr en þrjár mínútur yfir eitt. Vélarhljóðiö var mjög hátt og næstum því ógnvekjandi, þess vegna heyrði ég í honum. Ég sá ekki mikið af Jeannie næstu tvo dagana. Hún virtist vera önnum kafin í Garaton mestan hluta dagsins. Ég fékk ekki einu sinni að njóta þeirrar kvala- Syngjum nokkra drykkjusöngva áður en við verðum fullir. Það er ekkert furðulegt þó hundurinn sé skrýtinn í framan — þú ert búinn með matinn hans! 26 Vikan 35- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.