Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 21
Astin spyr ekki að aldri — Með aldrinum lærist manni að tíminn læknar öll sár en auðvitað sakna ég hans mjög, segir Björg Guðmundsdóttir frá Hofsósi, vistkona að Hrafnistu, en hún missti heitmann sinn, Ingólf Einarsson frá Fáskrúðs- firði, eftir rúmlega tveggja ára trúlofun, í mars 1978. Tilefni heimsóknar blaða- manns til Bjargar að Hrafnistu er meðfylgjandi frétt í Dagblað- inu frá 4. nóvember 1975. — Við vorum ekki einu sinni búin að fá sambýli þegar hann dó. Svo það má segja að við höfum enn verið í tilhugalífinu og svona rétt að komast yfir fyrstu aðlögunarerfiðleikana. Því þeir eru ekki síður fyrir hendi hjá fólki á síðari hluta æv- innar en þeim fyrri. — Við höfðum ekki þekkst lengi þegar við settum upp hringana. Það má eiginlega segja að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn. Við kynntumst hérna úti í garðinum í glaðasól- skini. Hann settist hjá mér á bekk og við fórum að spjalla saman. Svo spurði hann hvort ég vildi ekki koma með sér i göngutúr. Ég svaraði þvi til að það væri auðvitað sjálfsagt að nota góða veðrið og það endaði með því að hann bauð mér i kaffi uppi á herberginu sínu. Nú, göngutúrarnir urðu fleiri og það fór vel á með okkur. — Hvernig hann bað mín? Það var nú eiginlega ósköp óformlegt. Hann kom einn dag- inn, sagðist hafa farið í bæinn og bað mig að giska á hvað hann hefði verið að gera. Ég gat það ekki þá sagðist hann hafa verið að panta hringana handa okkur. — Líklega þó ekki hringinn handa mér, því þú hefur ekkert mál tekið, segi ég. En hann hafði þá geymt málið af hring sem hann gaf mér í afmælisgjöf um sumarið og ég sló til. — Ingólfur var alltaf heilsu- veill og það vissi ég raunar ekki þegar við trúlofuðumst. Svo fékk hann heilablóðfall og var fluttur á Landakotsspítala. Ég heimsótti hann þangað á hverjum degi uns yfir lauk og ég vona að það hafi verið honum nokkur styrkur. Og ég er samt sem áður þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman. — Auðvitað er ég meira ein- mana eftir að hann dó, þó ég eigi ósköp góð og elskuleg börn. Við Ingólfur höfðum ekki hugsað okkur að ganga í hjónaband, ætluðum að láta trúlofunina nægja. En ég held að það dýr- mætasta sem lífið getur gefið manni á hvaða aldursskeiði sem er sé góður og traustur maki þó ekki komi endilega til hjóna- bands. Nei, ég hef ekkert á móti hjónaböndum og mundi ekki hika við að gifta mig ef ég fengi tækifæri til að byrja lífið að nýju. Gott hjónaband er tví- mælalaust það mikilsverðasta í lífinu. — Það er töluvert um trú- lofanir á elliheimilum og því skyldi það þykja einkennilegt? Þó að rósir fölni á kinnum, eins og þar stendur, þýðir það ekki líka að allar tilfinningar fölni í brjósti manns. Og þvi skyldi gamalt fólk ekki laðast hvort að öðru, njóta vináttu og jafnvel ástar? Nei, ástin spyr sem betur fer ekki að aldri. Og blaðamanni, sem á þetta aldursskeið fyrir höndum, var mikil huggun að þessu sjónar- miði Bjargar sem lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir árin sín 87 og trúir enn á rómantík- ina. J.Þ. Björg Guðmundsdóttir — trúir ennþá ó rómantikina. Þekkir þú þetta fólk af hárinu? Ert þú mannglöggur? Af hverju þekkir þú fólk? Af göngulagi, röddinni, hárgreiðsl- unni? Hér eru nokkrar myndir af þekktum kvikmyndaleikurum og hafa andlit þeirra verið þurrkuð út! Þekkir þú þau af hárgreiðslunni einni saman? Ef ekki, þá finnur þú svörin á bls. 63. 35. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.