Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 18

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 18
einu sinni lauk hann þgssum kjánalegu samræðum en þú hófsí þær samstundis aftur á mjög ókurteisan hátt. Vel upp alin ung stúlka hegðar sér ekki þannig, hún finnur hvað hún getur leyft sér og hvað ekki og virðir vilja eldra fólks.” Ég hristi undrandi höfuðið. „En ég fæ ekki skilið hvers vegna hann vildi ekki ræða um þetta við mig.” Frú Buller-Hunter lyfti fagurlöguðum augabrúnunum. „Þú átt ekki að spyrja sjálfa þig þess. Ég er hrædd um að þú Hún festi teppið á axlir mér, til að ég fengi jafnvægi í hreyfingar mínar og lagði bókastafla á höfuðið á mér. Ég gekk i þessum skrúða í gegnum her- bergið, sneri síðan til baka og reyndi að hneigja mig virðulega en allar bækumar duttu á gólfið. Ég ætlaði að fara að safna þeim saman þegar frú Buller-Hunter sagði: „Láttu þær eiga sig. Réttu nú úr bakinu og stattu hægt upp.” Ég gat alls ekki gert þetta á sómasam- legan hátt. Við endurtókum jressa æf- levndnrdómar gamlo klaustursins sért of þrætugjörn að eðlisfari. Mín skoðun er sú að frændi þinn vilji ekki hugsa um það sem liðið er. Hann hefur lagt það allt að baki sér og reynir, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, að lifa nokkurn veginn eðlilegu lífi. Það er skylda allra þeirra sem eru tengdir honum að fylgja þessari ósk hans.” Hún setti höndina undir kinn sér og augu hennar lýstu eins og skærustu gimsteinar. „Hann er stór- kostlegur maður, ég hef aldrei kynnst neinum eins og honum. Gerðu ekki neitt til að trufla hann eða særa.” Þegar ég sá hve vænt henni þótti um frænda minn varð ég bæði glöð og undr- andi. Ég gladdist hans vegna, að hafa slíka konu til að taka sæti hinnar sjúku frænku minnar og ég vissi að hrós henn- ar i hans garð var nokkuð sem hann átti vel skilið. „Trúðu mér frú Buller-Hunter, ég skammast mín mjög mikið fyrir þetta hugsunarleysi mitt því ég myndi alls ekki vilja valda frænda minum óþægind- um á neinn hátt. Ég sé það núna að það var illa gert af mér að þrjóskast við að halda áfram samræðum sem honum voru ekki að skapi og ég sé eftir því. Ég vona að hann fyrirgefi mér þetta hliðar- spor mitt.” Hann var alltaf svo elskulegur og vin- gjaralegur við mig og ég elskaði hann svo ákaflega mikið. Hugsunin um að ég hefði valdið honum vonbrigðum var mér mjög ógeðfelld. Frú Buller-Hunter tók eflaust eftir þessu því að rödd henn- ar varð mýkri. „Þú ert ung, Della, og allt- af að læra eitthvað nýtt. Littu nú aðeins á þetta sem kennslustund í hvernig þú átt ekki að hegða þér. Og hvað heim- sókn þinni til lafði Cunningham viðvíkur finnst mér skynsamlegast að biða þar til frændi þinn býður þér til hennar. En nú munum við æfa þig í að hneigja þig. Ég hringi til Rose og bið hana um að sækja teppi inn í skápinn. Svo vil ég að þú farir I háhæluðu skóna.” ingu hvað eftir annað þar til ég lét fallast niður í stól, skömmustuleg og þreytt. „Ég mun aldrei geta hneigt mig. Og alls ekki fyrir drottningunni,” andvarp- aði ég. Hún klappaði mér á öxlina. „Þú átt eftir að læra þetta, vina mín. Okkur finnst þetta öllum erfitt í fyrstu en þetta kemur með æfingunni. Við skulum láta þetta gott heita í dag.” Hún losaði mig við teppið og braut það saman. „Hvernig gengur hr. Mowbray með málverkið af þér?” Mér varð hugsað til tómlegu ungu konunnar sem var farin að myndast á striganum. Ég gat þekkt aftur kjólinn og jafnvel hárið sem mér fannst þó þykkara og fallegra en mitt. En sviplaust Ijós- bleikt andlitið gat ómögulega verið mitt. Þó fannst mér ég ekki vera í aðstöðu til að dæma þannig að ég svaraði: „Það gengur ágætlega en þó er margt eftir ógert. 1 dag mun hann vinna að bak- grunninum, svo að ég þarf ekki að vera til staðar.” „Þá munt þú geta notað daginn eins og þig Iystir þvi að ég á að leysa Denning hjúkrunarkonu af eftir hádegi." Þetta fannst mér hljóma vel og ég sagði full tilhlökkunar: „Má ég líka sitja hjá henni? Þá mun ég ekki trufla frænda minná meðan.” Hún forðaðist augnaráð mitt. „Ég held ekki, vina mín. Ég mun sitja þarna jafn hljóðlega og Denning hjúkrunar- kona gerir. Þú myndir bara æsa hana upp með spurningum þinum og masi og ég er viss um að Cunningham lávarður myndi ekki vera því samþykkur.” Mig langaði til að reyna að fá hana til að leyfa mér þetta en mundi eftir því sem hún hafði sagt mér um að halda áfram að tala um eitthvað af tómri þrjósku. Ég lét það því eiga sig. Þó að frú Buller-Hunter hafi virst örugg um að ég fyndi mér eitthvað til iSVikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.