Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 41

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 41
Gömui VON VIKAN OG NEYTENDA SAMTÖKIN húsgögn fá nýtt Uppi á háalofti eða í kjallaranum — heima eða hjá vinum og kunningjum, á fornsölunni eða flóamörkuðum er oft að finna sterk og góð húsgögn, enda þótt áklæði þeirra og setfletir hafi séð betri daga. Slík húsgögn má oft fá fyrir lítinn pening, eða jafnvel gefins, og með dálítilli vinnu og mikilli ánægju má endurnýja húsgögnin og nýta á sérstakan hátt á heimilinu. Mikið hefur verið um það rætt að spara við sig orku og um leið að gæta þess að nota ekki of mikið af því sem jarðarkringla vor hefur upp á að bjóða. Þetta getur hver og einn gert, m.a. með því að nýta betur þá hluti sem fyrir eru, t.d. gömul húsgögn. Margir horfa aðeins í þá aura sem varið er í viðgerðir og lita á þann heildarhagnað, sem verkið gefur af sér, áður en þeir ákveða að leggja út í viðgerðir. Þeir hinir sömu ákveða heldur að vinna aukavinnu og leggja harðar að sér til þess að geta keypt nýja hluti og hent hinum gömlu. Menn gleyma þeirri ánægju, sem er því samfara að vinna við slíka hluti, að vera með fjöl- skyldunni við sameiginlegt átak. Það eru hlutir sem ekki verða mældir í peningum. Ef nágrannar og vinir hjálpast að, t.d. með verkfæri eða að rétta hjálparhönd við vinnuna, skapar það aukinn samgang og gæti orðið tilefni til frekari kynna, sem oft eru merkilega lítil, enda þótt mikill fjöldi fólks búi í næsta nágrenni hvert við annað, svo sem í stórum fjölbýlishúsum. Húsgögn, sem endurnýja á og jafnvel bólstra á ný, eiga að vera verulega heilleg og stöðug, með góðu fylliefni og fjöðrum og hafa mikið notagildi. Húsgögnin eiga ekki að vera of þung og plássfrek. Það á að vera gott að sitja í stólum og borð eiga að vera i réttri hæð. Farið ekki að eyða pen- ingum og vinnu í að gera upp útslitin hús- gögn (ískrandi fjaðrir og lausar lappir) eða húsgögn sem hafa augljóslega lítið nota- gildi. Og munið að ráðast í endurnýjun á einföldum húsgögnum í upphafi. Yfirfyllt húsgögn með mörgum ávölum flötum, t.d. hvelfdir sófar og stólar, eru mun erfiðari í bólstrun en einfaldir „ferhyrndir” stólar með tréörmum. Þýð.: HP. Birt isamráði við Neytendasamtökin. Úr Forbruker rapporten. Að endurnýja borðstofuborð og fjóra stóla Að endurnýja gömul hús- gögn krefst tíma þolinmæði og svolítillar fingrafimi. Forvinnan tekur lengstan tíma. Að fjar- lægja gamalt lakk, málningu eða áklæði getur verið tíma- frekt og erfitt, en að það sé vel gert er mjög þýðingarmikið fyrir endanlegan árangur. Ef höndum hefur verið kast- að til forvinnunnar verður árangurinn eftir því. Ef þú hefur hæfileika til allr- ar einfaldrar vinnu, t.d. að sauma kjól eða gera við bíl, veggfóðra eða mála herbergi, getur þú einfaldlega bólstrað húsgögn. Rétt er að viðra og bursta vel gömul húsgögn, áður en lagt er í endurnýjunina. Endur- bólstrunin verður að gerast í réttri röð og það er því þýðing- armikið að setja á sig, hvernig gamli stóllinn var bólstraður um leið og gamla bólstrunin er tekin af. Til þess að ráðast ekki í of mikið tókum við fyrir gamalt borðstofuborð og stóla. Ákveðið var að mála húsgögn- in. Borðplata borðstofuborðsins var margskemmd eftir högg og með rispum. Auk jsess voru horn þess rúnnuð, sem var til trafala. Hefði borðið verið með réttum hornum hefðum við auðveldlega getað sett á það plötu úr plasti og nýja kant- lista, sem er gáfulegt fyrir barnafjölskyldur. Stólarnir voru úr eik með krossviðarbaki. Þeir voru lakk- aðir og seturnar klæddar leður- líki. Seturnar voru fylltar með bómullarefni. Bómullarefnið „andar” og er því þægilegra að nota það við leðurlíki, sem auð- veldlega verður rakt. Hins vegar er einfaldara að hreinsa plastefn, en ofið efni og vilji maður hafc það er hægt að sauma einfalda hlíf eða hettu til þess að not£ hversdags. Aðferðirnar við að endur nýja stólana og borðið eru þæi sömu. Hér sýnum við vinnuna við einn stólanna, þar sem á þann hátt er bæði hægt að sýna vinnu við tréverkið og stólseturnar. 35 tbl. Vikan 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.