Vikan


Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 36

Vikan - 30.08.1979, Blaðsíða 36
Nágranni okkar á neðri hæðinni selur húsgögn ÍWmif: Eins og fram hefur komið, er ritstjórn Vikunnar flutt i nýtt og betra húsnæði að Síðumúla 23 úr húsnæði í nábýli við Dag- blaðið að Síðumúla 12. Hér erum við í nábýli við húsgagna- verslunina Dúnu, og sem forvitnum blaða- snápum sæmir, bönkuðum við upp á hjá eiganda verslunarinnar, Öskari Halldórs- syni. Hann hefur um árabil flutt til landsins ákaflega vinsæl húsgögn, sem bera nafnið Old Charm, framleidd í Bretlandi eftir alda- gömlum hefðum og fyrirmyndum. „Ég er búinn að flytja þessi húsgögn til landsins í sjö ár og svo virðist sem fólki líki þau ákaflega vel,” sagði Óskar í stuttu spjalli við Vikuna. „Sumt fólk hefur keypt jafnvel heila borðstofu með öllu saman, en flestir láta sér nægja að bæta smám saman við sig.” Óskar sagði, að húsgögnin væru fram- leidd eftir fyrirmyndum og með svipuðum aðferðum og gert hefði verið allar götur frá því um 1580, en sá væri munurinn, að mörgum hlutum væri breytt þannig, að þeir hefðu nútímalegra notagildi, eins og t.d. kistum, sem breytt væri í skáp fyrir sjónvarp! Slíkt hefði ekki verið uppháflegi tilgangurinn. „Hvort ég hef samviskubit vegna þess að ég flyt inn húsgögn? — Ég er sjálfur fram- leiðandi að húsgögnum og ég lít fyrst og fremst á mig sem kaupmann í þjónustu við mína viðskiptavini. Framboð af hús- gögnum hefur orðið til þess að skerpa innlenda framleiðslu og þetta er allt saman háð eftirspurn. Sumum likar þessi húsgögn og öðrum ekki og þeir velja þá eitthvað annað. Erlend húsgögn eru eilítið dýrari en innlend, bæði vegna samkeppninnar innan- lands og eins vegna þess, að það er meira í þau erlendu lagt, betri viður og þar fram eftir götunum. En þetta er allt háð eftir- spurn og meðan hún er fyrir hendi, þá flyt ég inn húsgögn,” sagði Óskar. -HP. 36 Vtkan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.