Vikan


Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 7

Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 7
Viðtal Vikunnar ÞAÐ EROFT STORMAr . SAMT I LUKKU- POTTINUM Það hefur staðið mikill styr um Jón G. Sólnes að undanförnu. Enda ekki skrýtið. Maðurinn hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á löngum starfsferli sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar á Akureyri í fjöldamörg ár, bankastjóri og þing- maður svo eitthvað sé nefnt. Mest hefur Jón G. Sólnes þó verið á vörum fólks vegna starfa sinna sem formaður Kröflunefndar en þar hafa ýmsir hlutir blandast, allt frá símareikningum til jarðhræringa, og yfirleitt hefur Jóni veríð kennt um. Það er ekki ætlun okkar að ræða þau mál við Jón, um þá hluti verður fólk að lesa annars staðar. í staðinn ætlum við að reyna að kynnast manninum Jóni G. Sólnes sem byrjaði á botninum og hófst til æðstu metorða. Hann er „self-made" maður eins og sagt er á útlensku og slíkum mönnum fer ört fækkandi. Jón G. Sólnes, sem verður sjötugur á þessu ári, er kvæntur Ingu Pálsdóttur og eiga þau fimm börn. 6 Vikan 9. tbl Það er altalað að Akureyringar séu stórir upp á sig og taki aðkomumönnum illa. Einhver sagði að Akureyri væri afskaplega fallegur og hreinlegur bær og þar væri eflaust gott að búa ef Akureyr- ingar væru ekki að flækjast þar fyrir. Hvað sem rétt er í þessu þá fer ekki hjá því að maðurinn sem situr gegnt okkur í stórri skrifstofu á efstu hæð Lands- bankahússins á Akureyri. þar sem hann hefur starfað i hálfa öld. hefur verið oddviti þessa fólks i fjöldamörg ár. Ef Akureyringar eru stórir upp á sig. hvernig er þá foringi þeirra. sá stærsti, Jón G. Sólnes? — Ég held að það sé misskilningur að við Akureyringar séum stórir upp á okkur, við erum kannski seinteknir en gott fólk og ekki montnir. En að segja að ég sé sá stærsti hér — það er af og frá. Ég er nú ekki stærri en það að nú er búið að kasta mér út úr pólitík fyrir fullt og allt. Það er nú meiri stærðin! En það liggur i augum uppi að því hljóta að fylgja nokkur áhrif að fást við banka- starfsemi og þannig hef ég haft áhrif. — Ertu endanlega hættur í pólitík? — Þegar úrslit siðustu alþingis kosninga lágu fyrir þá skrifaði ég í dagbókina ntina að nú væri pólitískum ferli rninum lokið. Það stendur. Annars skil ég ekkert i þvi að þið skulið vera að hafa við mig viðtal. Það er búið að kasta mér út úr öllu og get varla talist merkilegur lengur. — Það stendur nú sanit að þú ert „self-made” maður og gætir e.t.v. gefið ungu fólki einhver ráð um hvernig eigi að koma sér áfram. ekki satt? — Fóstri minn. Július Sigurðsson. sem var bankastjóri i Landsbankanum þegar ég byrjaði að vinna hér lét mig lesa mikið og hvatti mig mjög til að afla mér aukinnar þekkingar. Hann lét mig lesa mikið i bókum og timaritum um efni sem snertu peninga og bankamál. í því sambandi minnist ég þess að ég grautaði m.a. heilmikiö i bók sem nefnist „Hages Haandbog om Handels- og Bankvidenskab" og var heljarmikill doðrantur. Ég hafði ekki efni á lang- skólanámi þar sem ég ól ; upp á fátæku sjómannsheimili og byrjaði snemma að vinna i Landsbankanum hjá Júliusi. En ég vann mikið og las mikið og þannig komst ég áfram. En þaðer ekki hægt að ráðleggja ungu fólki i dag að fara þá leið þvi tínú slikra tækifæra er liðinn og kemur aldrei aftur. Sérhæfingin er orðin svo mikil — þvi miður. Ungum mönnum get ég ekki gefið annað ráð en að fara i skóla. samkeppnin er svo hörð og kröfurnar svo niiklar að ntenn geta ekki vænst þess að komast áfram í lifinu eins og það er kallað án menntunar. 1 dager það vísasti vegurinn til frama. Það er bara verst hvað merintakerfið hjá okkur er komið út í miklar ógöngur. það er orðið allt of flókið og margbrotið. Það er hrein vitleysa að vera að byggja fjölbrautaskóla í hverju krummaskuði og ef þróunin heldur áfrarn eins og hún hefur verið undanfarin ár þá kemur að þvi að samanlagðar þjóðartekjur okkar hrökkva ekki fyrir þessu kerfi öllu. Ég þekki nú ekki allt of vel til skólakerfisins en mér er sagt að úrvalsmenn eigi ekkert allt of gott með að njóta sín i skóla- stoi'nunum nú til dags. Ég held að það besta sem viðgerðum núna væri að loka öllum æðri menntastofnunum i svo sem 3 ár og athuga hvort ekki væri hægt að drepa mesta námsleiðann með því. Þannig myndum við ná vápnum okkar aftur svo notað sé orðfæri vinar mins Sverris Hermannssonar alþingismanns. A honum hef ég mikla trú og að minu viti er hann líklegastur af núverandi þingliði Sjálfstæðisflokksins til að veita flokknum þá forystu sem honum er svo nauðsynleg. Ég var í Gagnfræðaskólanum hér á Akureyri sem þá var eini gagnfræða skólinn utan Reykjavikur. Hingaðkomu unglingar hvaðanæva af landinu. sumt krakkar sem aðeins höfðu notið farkennslu i 3-4 vikur á vetri. en þetta fólk kom til að læra. gleypti i sig allt og kunni allt. Nú er námsleiðinn ulla að drepa og árangurinn af hinni löngu og kostnaðarsömu skólagöngu vafasamur svo ekki sé meira sagt. Mér hafa tjáð aðilar. sem ég veit að hafa góða innsýn i þessi mál. að grunnurinn sem stúdents- próf nú byggist á sé miklu slakari en ; gerðist hér áður fyrr og þvi komi nienn mun verr undirbúnir til náms i háskóla en áður var. Einnig er öruggt að við erum búnir að þenja háskólann allt of ; mikið út. kennslugreinarnar eru allt of margar og sumar hverjar óþarfar. Hins vegar er sjálfsagt að efla og treysta kennslu i þeim grcinum sem standa i nánu santþandi við höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar og síaukin visindaleg rannsóknarstarfscmi er nauðsynleg. Þannig finnst mér þclla vera með skóla- málin. Og svo eru það heilbrigðismálin. ekki er það betra þar. Heilbrigðismálabáknið er orðið svo yfirgripsmikið og kerfis- bundið að viö getum lítið gert. Öll ertim við sammála um jiá þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsum og leggjum til hliðar peninga af fjárlögum til þeirra hluta. En það fer líkt og í sögunni um apann og ostbitann. peningarnir fara að stórum hluta i skriffinnsku og skýrslugerð. — Hvernig er sagan um apann og ostbitann? — Hefurðu ekki heyrt hana? Það var þannig að tvær mýs voru ekki ásáttar um skiptingu á osthita og náðu þvi i apa sem átti að vera æðri vera og báðu hann að skipta bitanum jafnt. Apinn beit ostinn í tvennt en þá var annar bitinn stærri. Apinn beil fw aftur i Itann en þá varð hinn bitinn stærri. Þannig gekk þetta þangað til apinn var búinn mcð bæði stykkin og ekkert var eflir handa músunum. Þctta er góð dæmisaga og sýnir vel hvernig yfirbyggingin er orðin hérá landi. Viðerum öll sammála um að vera með sjúkrahús og að sjúklingunum eigi að liða sem best. en það er miðstýr- ingin og allt skriffinnskubáknið sem henni fylgir sem allt er aðdrepa hérna. — Þú vilt náttúrlega hafa allt frjálst? — Já. ég er mikill aðdáandi hins frjálsa kapitalisma. Ég lel nefnilega að það að afla peninga og skapa fjármagn sé alveg sambærilegt við starf bóndans og sáðmannsins sem fer út á akurinn og ræktar. í mínum augum eru þetta hliðstæður. „Að mínu viti er Sverrir Hermannsson líklegastur af núverandi þingliði Sjálfstæðis- flokksins til að veita flokknum þá forystu sem honum er svo nauðsynleg/' 9. tbl. Vikan 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.