Vikan


Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 42

Vikan - 28.02.1980, Blaðsíða 42
Framhaldssaga „Við getum ekki gert neitt í málinu," bætti hann bliðlega við. „Mér þykir hetta ákaflega leiðinlegt, Janet.. . ” Janet lokaði augunum í augnablik. Hún hristi höfuðið og hendur hennar héldu fast í borðbrúnina. „Ég get ekki trúað þessu," sagði hún. „Þetta var svo litið að fara fram á. miðað við. . . hvaða máli þetta skiptir okkur. Hvers konar manneskja gæti fengið af sér að segja nei?" „Ég veit það ekki, Janet." Rödd hans var reiðileg. „Það er ákaflega erfitt að sætta sig við þetta. Ég talaði við dr. Jenkins í Ástralíu — hún trúir þessu varla heldur.” Allt í einu stóð Janet upp og ýtti frá sér stólnum. „Ég get ekki sætt mig við þetta svar," sagði hún. „Ég mun ekki sætta mig við þetta! Þú hlýtur að geta skilið það? Sjáðu bara hvað hefur skeð á þessum fáu dögum eftir að við fundum hann. Karen var næstum dáin! Og hún er ekki alveg búin að ná sér eftir háls- bólguna ennþá. . . ” Hún kreppti fing- urna. „Hún er komin yfir það versta,” sagði dr. Muir hljóðlega. „Við verðum að hafa hana hérna fyrstu vikuna eða svo til að geta fylgst með henni en hættan er liðin hjá — í þetta skiptið.” Janet gekk að glugganum og starði út yfir gráar byggingarnar. Þegar hún loksins tók til máls mátti heyra á rödd hennar að hún var gráti næst. „Mér fannst einhvern veginn að hún hefði komist yfir þetta núna vegna þess að hún varð að gera það.” Hún sneri sér að lækninum. „Mér fannst það vera eins og merki — hún þurfti aðeins að ná sér i þetta skiptið og síðan væri merggjafinn kominn og þar með væri hún hólpin og þyrfti aldrei að ganga í gegnum svona lagaðaftur.” Dr. Muir starði á skýrsluna sem lá fyrir framan hann á borðinu. „Geturðu ekki skilið það,” sagði hún og gekk allt I einu til hans. „Ég get ekki samþykkt svar hans!" „Ég skil þig. Janet, trúðu mér. Við höfum gengið í gegnum ýmislegt saman.” Nú horfði hann beint framan i hana. „En það er ekkert við slíku að í leit aö lifðjafa gera. Ef gefandinn segir nei, þá þýðir það nei! Það eru engin lög til sem geta þvingað hann til þess.” „Hvað heitir hann?” spurði hún hraðmælt. „Hvar á hann heima?” „Ég veit ekki hvað hann heitir,” sagði dr. Muir. „Hann var einn af blóðgjöfunum við Waverley sjúkrahúsið, í New South Wales." Hann þagði augnablik. „Þú verður að vita, Janet, að við munum ekki gefast upp vegna þessa áfalls. Við munum finna einhvern annan. Skráin stækkar á hverjum degi og eitthvað nýtt gæti komið inn hvenær sem er." Hún tók veskið sitt af borðinu. Það hafði tekið þau ár að finna þennan eina möguleika. Eitt ár i viðbót yrði of langur timi. Hún mun deyja, hugsaði hún og vissi að hún hafði rétt fyrir sér. Efégget ekki fengið þennan mann til að hjálpa henni núna þá mun það verða um seinan. Barnið mitt mun deyja. Og það var einmitt á þessu augnabliki sem hún tók ákvörðunina. Allt I einu brosti hún hlýlega til læknisins. „Þakka þér fyrir. Þú hefur gert svo margt fyrir okkur.” Það var satt, hugsaði hún um leið og hún gekk niður breiðan stigann. Karen átti lif sitt mörgum að launa en mest af öllu þó hæfni og einbeitni þessa eina manns. Móðir hennar beið heima eftir frétt- um. Hún flýtti sér á móti Janet um leið og hún heyrði til hennar við útidyrnar. „Það er allt i lagi með hana, mamma,” sagði Janet. „Hún tekur þessu nýja lyfi mjög vel. Þeir urðu að gefa henni nokkuð stóran skammt en læknarnir hafa tök á þessu öllu núna. Hún getur komið aftur heint eftir i mesta lagi tvær vikur." Frú Halstead andvarpaði feg- Nú getum við boðið Ford Mustang í mörgum útfærslum s.s. 2ja eða 3ja dyra Val um 4, 6 eða 8 cyl. vélar Sjálfskiptingar og 4 eða 5 hraða beinskiptingar Eitt er öllum Ford Mustang bílum sameiginlegt: Hagstætt verð. Ford Mustang er amerískur sportbíll, sem gefur þeim evrópsku ekkert eftir í aksturseiginleikum og útliti. Bíll breyttra tíma — FORD MUSTANG 1980 SVEINN EG/LSSON HF SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 REYKJAVIK 42 Vikan9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.