Vikan


Vikan - 28.02.1980, Page 14

Vikan - 28.02.1980, Page 14
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal IVIikið hefur verið rætt um hlutverk föðurins í barnauppeldi. Slíkar umræður eru yfirleitt mikið tilfinningamál og allir hafa einhverja skoðun á því máli. Hvað myndi gerast ef í Ijós kæmi að karlmenn væru eins hæfir og konur til að annast ungbörn? Myndu konur fara að krefjast þess að karlmenn fengju t.d. fæðingar- orlof, að þeir sinntu meira barnauppeldi en þeir gera nú o.s.frv. Og væri samfélagið tilbúið til að borga það sem það kostaði að veita bæði konum og körlum jafnan rétt til þess að njóta barna sinna. Málið er mjög pólitiskt og þess'vegna er það lika hitamál. Rannsóknir á móður- og föðurhlut .verki í frumbernsku hafa hingað lil ■áíÁ * .im i • beinst meira að móðurhlutverkinu, eins og eðlilegt er, þar sem mæður hafa nær eingöngu annast barnauppeldi. Á siðustu árum hafa rannsóknir hins vegar beinst meira og meira að föðurhlut- verkinu og samskiptum föður og ung- barna. Kemur þá ýmislegt áhugavert I Ijós. Á vegum Norðurlandaráðs hefur verið gerð ntjög itarleg könnun á öllum helstu niðurstöðum rannsókna er fjalla um tengsl föður og ungbarns. 1 eftir farandi verðurdrepiðá nokkur atriði. Þátttaka föður í fæðingu og uppeldi Faðirinn sinnir ungbarni líkt og móðir Komið hefur í Ijós að karlmenn hegða sér líkt og mæður gagnvart ungbarni þegar þeir sinna þvi rétt eftir fæðingu. Viðbrögð feðra og mæðra gagnvart ung- barni voru athuguð þegar þau höfðu ált sitt fyrsta barn. 6-48 klukkutímum eftir fæðinguna fengu ýmist feður eða mæður að annast barnið. Þegar viðbrögð þeirra voru borin saman kom í Ijós að feður hegða sér líkt og mæður gagnvart ungbarni. Þeir tala. kyssa og gæla við ungbarnið á sama hátt og móðirin ef beir fá bara tækifæri til þess. Faðirinn verður oft útundan í samnorrænu rannsókninni eru færð rök fyrir því að hefðbundin náin tengsl á milli móður og barns séu ekki meðfædd og ekki háð líffræðilegum eiginleikum (hormónum) móðurinnar. Þar af leiðandi geti feður alveg eins tekið að sér hið svokallaða móðurhlutverk og sinnt ungbörnum, en þeir fái hins vegar sjald- an tækifæri til þess. Það kom í Ijós, að feðrum fannst oft að þeir fengju ekki leyfi til að fá útrás tilfinninga sinna gagnvart ungbarni, og það hafi valdið þvi að þeir gáfust oft upp á því að annast það. Móðirin fái siðan forskot og feðurnir verði óvirkir um leið og þeir byrji að afneita tilfinningum sinum gagnvart ungbarninu. Feður upplifa oft að þeir séu þriðja hjól á vagni sem rétt fái að fljóta með. Þeim finnst ekki að þeir séu mikilvægir í fjölskyldunni og geta orðið afbrýðisamir út i barnið. Þegar báðir foreldrar tengjast barni Þegar báðir foreldrar eru virkir i uppeldi ungbarns virðist barnið verða öruggara með sig seinna meir. Það sýnir t.d. minni kviða þegar fariðer frá því, og það á auðveldara með að treysta og tengjast öðrum en foreldrunum. Þessi börn virðast líka vera sjálfum sér næg i rnörgu tilliti, t.d. leika sér og dunda auðveldlega ein. Þegar báðir foreldrar tengjast barni í frumbernsku virðist virkni eða það sem foreldrið gerir með barni sínu vera öðru- vísi hjá konum en körlum. Þetta er háð þeirri hefðbundnu hlutverkaskiptingu Nem foreldrar hafa sjálfir orðið fyrir. Mæður hafa aðallega það hlutverk að róa og hugga barnið og sjá um hagnýt atriði eins og fatakaup o.fl. En feður leika meira við börnin. Börn leita því oftar eftir huggun hjá mömmu og hafa meiri likamlega snertingu við hana en föður. Þau horfa hins vegar meira á föður sinn, hlæja meira framan í hann. Þegar beðið er eftir barni Þungun er ákveðið krepputimabil fyrir konu og þessu timabili er oft likt við kynþroskaskeiðið eða breytingatima- bilið. Það sem einkennir þetta tímabil er að konan verður vör við miklar sálrænar breytingar samfara likamlegum breytingum. Á seinni árum hafa menn farið að rannsaka og gefa þvi meiri gaum hvaða breytingum þungun veldur hjá karlmanninum. Meðgöngu er oft skipt i 3 stig. 1. stigið er áður en konan verður vör við fósturhreyfingar, 2. stigið nær fram að sjö mánaða aldri og 3. stigið nær fram að fæðingu. Það hefur verið athugað hvernig konum og körlum líður á þessum mismunandi stigum. Hér á eftir eru nefnd nokkur megineinkenni jtessara stiga. 1. stig: Konan kennir oft mikillar likamlegrar þreytu, ógleði, spennu í brjóstum og mikillar viðkvæmni og geðsveiflna. Karlmaðurinn á lika oft erfitt á þessu timabili og þessi timi er álitinn vera erfiðasta tímabil fyrir hann á meðgöng- unni. Karlar geta fengið likamleg l

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.