Vikan


Vikan - 28.02.1980, Síða 12

Vikan - 28.02.1980, Síða 12
Vikan kynnir pað er því miöur satt og rétt að tískufatnaður karla hefur orðið afskiptur hér á þessum síðum, enda tiskuverslanir með herrafatnað faerri og úrvalið ekki eins mikið. Þrátt fyrir breytingar i jafnréttisátt á hinum ýmsu sviðum hefur lítið breyst hvaö snertir heföbundinn klseðaburð kynjanna. Karlmenn kjósa ennþá dimma og oft á tiðum drungalega liti og eru mun seinni en kvenfólkið að tileinka sér ýmsar tísku- nýjungar. Það er til dæmis ekki mikið vandamál fyrir konu að verða sér úti um skærrauðan eða fjólulitan klæðnað, ef henni býður svo við að horfa, en karlmaður yrði að leita lengi eftir slíku i verslunum. Liklega yrði svo leitin með öllu árangurslaus, ekki um annað að ræða en láta sauma á sig skrúðann og jafnvel að flytja inn sjálfur efnið i klæðin. En hvað um það. Við brugöum okkur að þessu sinni i Herrahúsið við Aðalstræti 4, sem hefur starfað þar á sama staðnum síðan árið 1964. Þar er á boðstólum herrafatnaður á alla aldurshópa, allt frá hversdagsfatnaði og upp í finustu kjólföt. Kjólfötin eru sigildur klæðnaður, talin upprunalega frá Frakklandi á dögum Lúðviks 16, en smókingurinn er talsvert yngri að árum. Hér á þessum Ijósmyndum Jims Smart gefur að líta hluta af vörum verslunarinnar en sýningarmennirnir eru Snævar ívarsson og Alfred W. Gunnarsson. ^ai IZ Vikan 9. tbl. ,6 HERRA LEGIR U R ■'Slens*- - HERRAHÚSINU

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.