Vikan - 28.02.1980, Page 8
Viðtal Vikunnar
„Sá geri út sem getur gert út. Sá
selji fisk sem getur selt fisk. Sá
afli sem getur veitt."
Frjálsræði i þessum efnum er alltaf til
bóta.
Hér á landi er samtryggingin í félags-
málabákninu öllu orðin svo mikil að
ekki er hægt að hrófla við neinu. Það
eru ekki bara sósialisku flokkarnir sem
standa í þessu. þetta grefur sig inn í alla
flokka og meira að segja Sjálfstæðis-
flokkurinn er gegnsýrður af þessu. Eins
og ég sagði áðan þá hef ég alltaf talað
fyrir daufum eyrum, meira að segja í
mínum eigin flokki. Þeir sem réðu
stefnunni töldu þetta rangt og hlustuðu
bara á sérfræðingana.
— Var enginn i þinginu sem tók undir
orð þin?
— Nei, enginn! Flokksræðið er svo
mikið og eftir þvi varð ég að dansa.
samþykkja hverja vitleysuna á fætur
annarri þó svo ég væri gersamlega á
móti þeirn. Ég var t.d. i nefndinni sem
hafði með nýju skattalögin að gera. Þau
eru að mínum dómi meingölluð en samt
var okkur sagt að við yrðum að
samþykkja þetta. lögin yrðu hvort eð er
skoðuð aftur áður en þau tækju gildi.
Nú eru margir af þeim sem
samþykktu þessi lög farnir frá og eftir
sitja aðrir með þennan óskapnað og geta
litið aðhafst. Ha? Með tímanum verður
maður samdauna svona vinnubrögðum
og að lokum finnst öllum þetta sjálfsagt.
— Heldurðu að fólkið í landinu sé
„Það ætti að loka öllum æðri
menntastofnunum í svo sem 3 ár
og athuga hvort ekki væri hægt
að drepa mesta námsleiðann með
því."
Markaðskerfið á að gera það og hið
opinbera á ekki að vera með nefið ofan i
hvers manns koppi.
Þá er ótalinn einn mesti galli sem er á
þjóðfélagi okkar og er það verðlagseftir-
litið sem verið hefur við lýði hér undan-
fama áratugi, kostar skattborgarana
stórfé og hefur ekki gert annað en að
eyðileggja verðskyn alls þorra
almennings. Það er ekkert verðskyn til í
landinu lengur. Almenningur sem fer i
búðir getur ekki, eða treystir sér ekki til
að meta hvað verðið á að vera. Harm
treystir því bara að hið opinbera sjái til
þess að verðið sé rétt. Og það er búið að
innræta fólki.það að verðið sem hið
opinbera ákveði sé rétta verðið. Mesti
greiði og mesta kjarabót sem hægt er að
gera fólkinu i landinu er að afnema
verðlagseftirlitið með öllu. Aftur á móti
tel ég að styðja eigi við bakið á
Neytendasamtökunum því þau eru
heilbrigð. 1 þeim nágrannalöndum okkar
þar sem kaupmáttur tímakaups er hvað
mestur, þar er ekkert verðlagseftirlit.
— En er ekki munur þarna á þar sem
bóndinn fæst við skepnur. korn og þess
háttar en kapitalistinn notar sér annað
fólk?
— Eg er að tala um heilbrigðan
kapítalisma. ég er ekki að tala um
ræningja sem stela öllu helvítis draslinu.
Ég er að tala um kapitalisma þar sem
fyrirtækin eru rekin með hagsýni.
dugnaði og árvekni. öðruvísi skila þau
ekki arði. Fyrirtæki verður að reka af
sömu kostgæfni og bóndinn sýnir jörð
sinni eigi hann aðeiga einhverja von um
góða uppskeru. Það kalla ég heilbrigðan
kapitalisma. Það er eins og sumt fólk
haldi að |x'ir sem græði peninga séu
einhverjir ræningjar. En sannleikurinn
cr sá að það er fátt sem kemur
þjóðfélaginu til meiri góða en til séu
menn sem skapi fjármagn — græði
peninga. Enda sýnir sagan okkur að það
voru kaupsýslumannastéttirnar sem
fluttu listir og mcnningu hér áður fyrr
— það voru hinar ríku stéttir. í itölsku
borgríkjunum voru það fésýslumennirn
ir sem stóðu undir allri menningu og list-
sköpun.
— Þeir höfðu lika þræla.
- Það þarf ekkert þrælahald til að
reka fyrirtæki með gróða. við eruni ekki
með neina þræla hérna. Vel rekið fyrir
tæki getur lika borgað gott kaup og hin
gömlu sannindi um að verkamaðurinn
sé verðugur launa sinna eru enn i fullu
gildi. En það er tómt mál að vera að
tala um fyrirmyndarfyrirtæki hér á landi
þar sem enginn má róta sér neitt fyrir
opinberum nefndum og ráðum. Siðustu
10-20 árin hefur islenska þjóðfélaginu
verið stjórnað af sérfræðingum en
ekki stjórnmálamönnum. Efnahags-
sérfræðingar hafa algerlega ráðið
ferðinni og stefnunni og þó ég sem
alþingismaður hafi haft einhverja sjálf-
stæða skoðun þá hef ég orðið að dansa
með. Og hver er svo árangurinn af öllu
þeirra starfi?
1. Við erum með veikasta gjaldmiðil
sem fyrirfinnst I frjálsu lýðræðis-
þjóðfélagi.
2. Við erum með evrópumet i
verðbólgu og þó víðar væri leitað.
3. Allir undirstöðuatvinnuvegir
þjóðarinnar eru reknir á mjög ótraustum
grunni þrátt fyrir góð viðskiptakjör að
undanförnu, mér er til efs að við getum
reiknað með þeim betri.
4. Kaupmáttur launa er hér miklu
minni en þekkist hjá öðrum lýðfrjálsum
þjóðum þrátt fyrir að þjóðarframleiðsla
hér sé miklu nieiri en þekkist víðast hvar
annars staðar.
5. Sparifjármyndun hér er miklu
niinni en eðlilegt getur talist miðað við
þjóðarframleiðslu.
6. Vaxta- og lánakjör og lánsfjár-
skortur eru i slíku ófremdarástandi að
við svo búið verður ekki unað eigi að
geta þróast eðlilegt atvinnulíf hér á
landi.
Þetta er allur árangurinn af starfi
efnahagssérfræðinganna. Hér er ekki
við einstaklingana að sakast. Það er fyrir
löngu kominn timi til að ieyfa fyrir-
tækjum og einstaklingum að spreyta sig
i atvinnulifinu án afskipta þess opinbera.
A þessu hef ég hamrað i mörg ár en ekki
fengið neinn hljómgrunn. Ef farið yrði
að minum ráðum þá myndi það kalla á
aukið frjálsræði og arðsemi hlutaðeig-
andi reksturs auk þess sem það yki á
ábyrgðartilfinningu hlutaðeigandi
rekstraraðila. Nú er sifellt verið að
hrópa á rekstrargrundvöll frá þvi opin-
bera. Hvaða möguleika hefur hið opin-
bera á því að tryggja fyrirtækjum
rekstrargrundvöll? Ríkið hefur ekki
annað til umráða en skattheimtufé og sú
hít er ekki ótæmandi. Sá geri út sern
getur gert út. Sá selji fisk sem getur selt
fisk. Sá afli sem getur veitt. Ríkið á ekki
að ákveða verð á fiski eða öðru.
8 Vikan 9> tbl.