Vikan - 28.02.1980, Page 21
hans væri ég að vissu leyti að villa á mér
heimildir. En áður en ég gat opnað
munninn hafði hún þrifið tóman diskinn
og hraðaði sér i burtu.
Ég lagði af stað gangandi og kom
fljótt að vegvísi sem á stóð Priory Cross
2 1/2 míla. Þegar ég sá að skiltið benti í
átt að bugðóttum vegi með yfirvöxnum
trjákrónum hélt ekkert aftur af mér.
Ég hafði ekki gengið lengi þegar ég
heyrði bíldrunur fyrir aftan mig. Ég
varð hálf ergileg, því ég hélt að ég væri
laus við alla bílaumferð eftir að ég fór
út af aðalveginum. Ég nam staðar og
hlustaði. Billinn nálgaðist beygjuna fyrir
aftan mig á ískyggilega miklum hraða,
miðað við að enginn gangvegur var
meðfram veginum. Ég vék eins langt til
hliðar og mér var unnt og vonaði að
þessi óði ökumaður slyppi framhjá mér.
Rauður. opinn bill birtist. Ljóst hár
stúlkunnar, sem keyrði, stóð aftur af
henni þar sem hún geystist fram hjá, svo
ekki munaði nema hársbreidd að hún
snerti mig, og nam svo staðar i um
fimmtíu metra fjarlægð. Ég skalf af
hræðslu og reiði þegar ég lagði af stað i
átt til hennar.
„Halló," sagði stúlkan. „Fyrirgefðu.
Meiddirðu þig nokkuð?" Stúlkan hallaði
sér upp að bilhurðinni, ber
handleggurinn hvildi efst á hurðinni..
Svipur hennar var allt að því bamslegur,
en þó vottaði fyrir örlitilli
áhyggjuhrukku milli augnanna. Hún
var ákaflega lagleg, en það var ekki neitt
af þessu sem varð þess valdandi að mér
hvarf snögglega öll reiði.
í þetta eina skipti sem ég hafði séð
frænku mina hafði ég verið of ung til að
taka eftir ættarsvip og þess háttar at-
riðum. Ég mundi samt að hár hennar
hafði verið á litinn eins og tunglsljósið,
því þannig háralit höfðu líka móðir min
og Sara frænka haft. Ég var ekki i
neinum vafa um að stúlkan, sem
næstum hafði ekið mig niður, var
frænka mín, Vivien Marsh.
Ég dró djúpt að mér andann og
svaraði henni: „Það er allt I lagi með
mig. En —”
„Guði sé lof. Ó. ég get ekki hugsað
mér að vera völd að dauða einhvers. Það
gengur enginn þessa leið. Fólk fer hina
leiðina gegnum Priory Cross. þvi það er
miklu fljótlegra. Þess vegna átti ég ekki
von á —”
„Ég hef nú hingað til haldið að
gætinn ökumaður yrði að eiga von á
ýmsu framundan,” hreytti ég út úr mér.
„Að minnsta kosti verður hann að gera
sér Ijóst að það geta verið fleiri á
veginum en hann.”
Ég hefði getað bitið úr mér
tunguna um leið og ég sagði þetta.
Vivien fór að hágráta svo ég var
eiginlega komin meira í varnarstöðu og
allt að því að ég bæði hana afsökunar i
stað þess að vera reið sjálf.
Rödd mín hljómaði eins og grófasta
karlmannsrödd. Ég hef alltaf haft frekar
djúpa rödd en þegar ég fer hjá mér er
hún ennþá verri.
„Ég var búin að segja að það væri allt
í lagi með mig,” sagði ég henni. „Mér
finnst bara — já, ef þú gætir framvegis
munað að stiga á bremsuna áður en þú
kemur í beygjuna, þá væri það til mikilla
bóta. Þú ættir nú fremur að gleðjast en
gráta. þar sém þér tókst að sleppa við
mig."
Vivien leit upp og mér til mikillar
furðu þá brosti hún til mín. „Ó. þú hefur
alveg á réttu að standa. Hvert ertu að
fara — til Priory Farm? Sestu inn, ég
skal aka þér þangað.” Hún brosti
glaðlega og það hvarflaði aftur að mér
hvað svipur hennar væri eiginlega
barnslegur. „Ég er I rauninni alveg á-
gætis ökumaður, það segir pabbi alltaf.
Þess vegna leyfir hann mér að aka
einni."
Ég hikaði. Mér fannst einkennilegt að
hún skyldi segja þetta, miðað við að
frænka min var jú orðin tuttugu og
fjögurra ára. En hvað um það. „Ég er að
fara til Priory Cross,” sagði ég og gekk
yfir að hinni hlið bílsins og settist i far-
þegasætið. Ég yrði að segja henni hver
ég væri; þvi eitt var víst, ég gæti aldrei,
hvernig sem allt færi. þóst ekki hafa
þekkt Vivien.
„Priory Cross? En þar er ekkert, nema
einn eða tveir litlir bóndabæir.”
„Og klausturrústirnar, er það ekki?
Mér var sagt á kránni að það hefði einu
sinni verið þarna klaustur."
Hún hrukkaði ennið, steig á bensínið
og þurrkaði tárin af andlitinu með hand-
arbakinu. „Þangað fer enginn. Þessar
rústir eru lika á okkar landareign.” Það
birti yfir svip hennar um leið og við
ókum af stað og hún sagði: „Pabbi fór til
Warwick. En það skiptir nú auðvitað
engu máli. Hvaðan kemur þú annars?"
„London."
„Áttu við að þú eigir heima þar?" í
rödd hennar mátti greina bæði öfund og
svo eitthvað sem ég ekki gat skilgreint.
Ég var enn að reyna að hugsa upp
einhverja heppilega aðferð til að kynna
sjálfa mig þegar við ókum fram hjá
hliðinu við Priory Farm og fram hjá
nokkrum smáhúsum og beygðum svo út
af vcginum i hina áttina. Frænka mín
benti aftur fyrir sig.
„Þetta er nú allt og sumt. Vegurinn
liggur svo áfram út á aðalveginn til
Lowcr Boulting, svo þú skilur kannski
hvers vegna ég átti ekki von á að hitta
neinn á leiðinni.
Hún ók beint áfram smáspotta, en
svo greindist vegurinn. Vivien benti til
hliðar. „Það sem eftir er af klaustrinu er
þarna. Það er alveg örstutt að ganga
þangað frá húsinu.”
Ég sá þá að gatan endaði á hringlaga
plani með grasi allt um kring. Við ókum
upp að fremur litlu sveitasetri.
Vivien nam staðar fyrir framan
Ingólfsstræti 2, simi 13271
MIKIÐ URVAL
Allar nánari upplýsingar:
PENNAVIÐGERÐIN
9. tbl. ViKan 21