Vikan - 28.02.1980, Síða 38
VIKAN og Félag húsgagna- og innanhussarkitekta:
Þó að langt sé um liðið síðan forfeður
okkar kveiktu langelda í húsum sinum
sér til hita og gagns og viðhorf i orku
málum hafi öll breyst, tel ég að opin
eldstæði ættu að vera til staðar i öllurn
einbýlis- og raðhúsum hér á landi.
Þörfin fyrir slikt er að sjálfsögðu ekki
jafn brýn og áður en það breytir engu
um að kostirnir við það að hafa arna i
hibýlum manna vega enn þungt.
Fyrst má telja að fátt er meira afslapp-
andi en að láta sér líða vel að kveldi við
opinn eld i faðnti fjölskyldunnar. Þvi
ætti arinn ætið að vera staðsettur þar
sem öll fjölskyldan getur safnast saman.
Annað ágæti arins er að hann er ágæt
loftræsting. Loftið sækir í eldinn og því
hreinsast andrúmsloft ibúðarinnar á
skömmunt tíma — að þvi tilskyldu að
gegnumtrekkur myndist. Stórir stólar
með háu baki og eyrunt, sem fólk
kannast við, voru einmitt með því lagi til
að verja fólk sem sat við arin trekki. Slík
getur ásókn loftsins i eldinn verið. Svo
má ekki gleyma þvi að ágætt er að grilla
mat i opnu eldstæði.
Það er ekkert sem mælir frekar með
því að arinn sé staðsettur innanhúss en
utan. nema þá veðráttan. En það ætti að
vera Ijóst að það er ekki hægt að tengja
fleiri en einn arin við hvem reykháf.
Afleiðing af því verður m.a. sú að íbúar
Að láta sér líða
vel að kvöldi
dags við opinn
eld í faðmi
fiölskyldunnar
Þessi arinn eftir Gunnar Einarsson er á
heimili Kristins Albertssonar bakara-
meistara í Reykjavík.
Arínn á fyrst og síðast að vera
einfaldur, nothæfur og notaður.
VIKAN og
Gunnar Einarsson
húsgagna- og
innanhússarkitekt
Arinn hannaður af Gunnari Einarssyni á
heimili þeirra Bergs Jónssonar og
Margrétar Guðmundsdóttur að Kjalar-
landi 11. Margrét kvað það athyglisvert
hversu góð loftræsting fylgdi arninum.
fjölbýlishúsa geta ekki veitt sér þann
munað og þá ánægju sem honum fylgir.
Ef íbúar I fjölbýlishúsi með 30 ibúðum
ætluðu allir að fá sér arin þyrftu að vera
30 reykháfar á blokkinni — og það nær
náttúrlega ekki neinni átt.
Það sem helst ber að varast I
sambandi við opin eldstæði er að fólk sé
að fikta við að setja þau upp sjálft, því
öllu máli skiptir að þau séu ré.tt
uppbyggð frá grunni. Um staðsetning-
una er það að segja að hún fer að öllu
leyti eftir húsnæðinu sem um er að ræða
í þaðog þaðskiptið.
Mikið hefur borið á þvi að arnar i
heimahúsum hafi verið yfirkeyrðir með
skrauti og oft mætti halda að eigendurn-
ir litu frekar á þá sem einhverja mublu
en nytsaman hluta íbúðar. Oft á tiðum
virðast þeir alls ekki vera notaðir og
standa þá einfaldlega meðsvart gapandi
ginið upp við vegg. Arinn á fyrst og
siðast að vera einfaldur, nothæfur og
notaður!
Sem eldivið í arna ætti helst ekki að
nota neitt nema birki eða brennilurka,
vel þurra, því annars er hætta á
sprengingum og neistaflugi. Mótatimbur
og annað þvílíkt ætti aldrei að nota sem
eldiviðíarna.
Það færist óneitanlega í vöxt að fólk
geri ráð fyrir opnum eldstæðum i
hibýlum sínum — í það minnsta hef ég
hannað yfir 200 slik á undanförnum
árum og eftirspurnin eykst.
í dag kostar arinn frá 250-400 þúsund
krónur og ekki getur það talist mikið
verð. miðað við heildarkostnað
ibúðarhúsnæðis.
htima hjá sér í Hvassaleiti 109. Sigmundsdóttir. Gunnar Einarsson
Foreldrar hennar eru þau Grétar hannaói arininn.
38 Víkan 9. tbl.