Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 24
Framhaldssaga
, HILDA ROTHWELL:
I mánaskini
Boudé
ifíbbU vegg-
striginn
fráokkurer
.> ■ •;.* A’"' jtf J sM ‘ f I.. ..i--'
auöveldur
f , ' j
íuppsetningu
Grensásvegi 11 - sími 83500.
Þýð.: Halldóra Viktorsdóttir
„Hún hefur — aðstoð." sagði hann.
..Þetta kom mér á óvart. Mér hafði
verið sagt á kránni að frú Somers — en
maðurinn hennar vann fvrir herra
Barton á Priory Farm — kænii á
morgnana. en einungis til að taka til í
húsinu. Flún hafði kannski verið fengin
til að vinna aukalega klukkutima eða
svo á kvöldin meðan ég væri þarna. En
alla vega var þetta ekki neitt sem mér
kom við. en mér fannst bara leiðinlegt til
þess að hugsa að ég bakaði Vivien
óþarfa erfiði. Ef hún er veik...
„Svona nú,” sagði Julian. „Segðu mér
nú frá þessu.”
Það var einhver festa í andlitssvip
hans eins og hann væri að búa sig undir
að hlusta á eitthvað sem hann hefði
alltaf vitað að einn góðan veðurdag
kæmi að og nú væri sú stund upprunnin.
Ég sagði honum fyrst frá heimsókn
minni i rústirnar, ekki bara vegna þess
að það hafði gerst á undan heldur líka
vegna þess að það var mun auðveldara
að tala um það. Að fara að rifja upp
atburði næturinnar skelfdi mig svo að ég
dauðkveið fyrir að þurfa að hafa orð á
þeim og þegar ég hafði lokið máli minu
þagnaði ég og beið eftir að hann segði
eitthvað.
En hann bara þagði eins og hann
væri að velta fyrir sér hvað hann ætti að
segja og hvað að láta ósagt. og þvi bætti
ég við: „Mér fannst að minnsta kosti
ekki að þetta væri vofa. Ég hélt fyrst að
þetta væri Vivien. Mér fannst það að
visu dálítið skritið, en —”
„En þú varst farin að álita að frænka
þín væri dálítiðskritin. var þaðekki?”
„Ég —égmeintiekki —”
„Já. Vivien er það sem kallað er
taugaveikluð. Það er oft erfitt að gera
sér grein fyrir gerðum taugaveiklaðs
fólks. Það gleymist oft að ýmsar gerðir
þess eru því ósjálfráðar.
Slíkt fólk æsir sig oft furðanlega yfir
ýmsu sem venjulegt fólk telur ofur eðli-
legt. Ef slikt fólk er alið upp í rólegu og
tiltölulega áhyggjulausu umhverfi lifir
það oft alveg eðlilegu lifi, svo fremi sent
þvi er látin i té nægileg ást og athygli og
það fær næga öryggistilfinningu.
En þannig var þetta ekki með Vivien.
Flún var fjórtán ára þegar hún kom að
móður sinni og frænku, þar sem þær
lágu við hliðina á bilnum hennar Söru á
fáfarna vegarspottanum frá beygjunni
að búgarðinum okkar í Kenya. Flvernig
er það, manst þú eftir honum?
Vivien hefur aldrei náð sér fullkom-
lega eftir það sem skeði þá. Ef hún
hefur álitið að þú ógnaðir henni á
einhvern hátt, þá bregst hún illa við. Og
reynciar gerir hún þaðeins áhrifamikiðog
henni er unnt. Og að hún fór að gráta
rétt eftir að hún var nærri búin að keyra
á þig, það fellur alveg inn í myndina.
Þú varst sú sem athyglin beindist að
24 Vikan 12. tbl.