Vikan - 20.03.1980, Blaðsíða 39
Þýski stjörnuspekingurinn Herbert A. Löhlein segir
þér hvaö þetta ár ber í skauti sér.
Krabbinn
22.6. - 22.7.
Þér gengur allt þokkalega í haginn á
sama hátt og síðustu mánuðir hins liðna árs
voru þér hagstæðir. Ýmislegt verður þó til
að valda þér gremju í april og frá miðjum
júlí og fram í ágúst og í því eiga snarasta
þáttinn „ástkærir” nágrannar þínir og aðrir
sem öfunda þig. Eins og oftast áður er mars
besti mánuðurinn þinn. Á þessu ári verður
maí líka sérstaklega ánægjulegt tímabil í lífi
þínu. Það verður margt til að koma þér á
óvart í þessum mánuðum — einnig hvað
ástina snertir. Og krabbinn bregður út af
vana sínum og skríður út úr skelinni. í stað
þess að vera sá sem aðrir geta alltaf treyst á
til að hlusta á vandamál þeirra býst hann
nú sjálfur til athafna. Þegar á heildina er
litið er árið mjög ákvætt, það býður upp á
ýmsa viðurkenningu, velgengni í starfi og
skemmtileg ferðalög. Á stundum grípur þig
alveg óviðráðanleg löngun til eyðslusemi
sem krabbinn er annars ekki svo hrifinn af.
Á næstu mánuðum muntu koma mörgum
á óvart með ákafa þínum, tiltölulegri bjan-
sýni og vongleði. Þú ert haldinn alveg sér-
stakri starfsgleði í maí og fram í byrjun
júlí. Margir krabbar hyggja nú á hús-
byggingar, íbúðarkaup eða einhver önnur
ráð til að tryggja afkomu sína. Þeir sem
fæddir eru í krabbamerkinu 22. - 30. júní
eiga sérlegu láni að fagna i slíkum málum á
tímabilinu mars - júlí. Hinir ættu að bíða
þolinmóðir fram í ágúst, september eða okt-
óber. Þér hefur alltaf þótt gaman að ferðast
og á þessu ári eyðir krabbinn, eins og svo
oft áður, fríinu sínu við sjávarsíðuna, á
bökkum fallegra vatna eða í nágrenni stór-
fljóta. En aðeins þeim kröbbum sem fæddir
eru á timabilinu 12. júlí - 21. júli tekst þó að
koma öllum á óvart með algjörlega nýjum
áhugamálum. Láttu engan telja þig af
nýjum hugmyndum. Reyndu heldur að
njóta þeirra til hins ýtrasta því í október fer
tækifærunum til slíks að fækka. Þá snýst
lukkuhjólið við og þú dregur þig aftur inn í
skelina. En þú getur þó huggað þig við
minninguna um óvenju gott ár.
Ljónið
23. 7. - 23. 8.
Það er varla hægt að segja að gæfan hafi
brosað neitt sérstaklega við ljónunum á
liðnu ári. En 1980 snýst blaðið við og
ekkert skyggir á sólina í þessu stjörnu-
merki. En þau ljón sem fæddust við óhag-
stæða stjörnustöðu hvað ást og hjónaband
snertir geta búist við að standa frammi fyrir
miklum reikningsskilum, deilum og jafnvel
skilnaði. Þetta á fyrst og fremst við þau
Ijón sem fædd eru á tímabilinu 14. - 21.
ágúst. Þau eru þó ekkert að gráta kulnaðar
ástir. Karlmenn fæddir á þessu tímabili
mega búast við miklum stakkaskiptum á
aðstöðu sinni yfirleitt og þá sérstaklega i
starfi. Hjá öðrum gengur á ýmsu og þeir
komast oft upp á kant við umheiminn.
Reyndu að bregðast skynsamlega við þessu
og allt fer vel að lokum. Þú mátt búast við
erfiðleikum í maí eða nóvember. En
helstu einkenni ljónsins vinna þó hægt
og sígandi á 1980. Þeim fylgir aukinn
kraftur, frelsisþrá og sjálfsöryggi. Á hinn
bóginn krefjast þau viðurkenningar,
athygli og stjórnsemi. Þú tryggir þér góðan
árangur með að gera engu minni kröfur til
sjálfs þíns en umhverfisins. Þér er
heppilegra að stuðla fremur að sátt og
samlyndi en úlfúð. Heppilegasti mánuður
til sumarleyfis er vafalaust ágúst. Vonandi
ertu þegar búinn að bóka þig í drauma-
ferðina eða hnattferðina í þessum mánuði.
Það er ekki þín sterka hlið að feta hinn
gullna meðalveg í samskiptum þínum við
fólk. En sértu fædd á tímabilinu 13.-15.
ágúst ráðlegg ég þér eindregið að sýna
fyllstu aðgætni frá júníbyrjun til
septemberloka. Annars lendirðu í óþarfa
leiðindum. Þó að árið 1980 sé kannski ekki
allra besta árið í lífi þínu heppnast þó allt
vel ef þú sýnir kænsku og aðgæslu. Og í
október fer það sem þú hefur lagt að þér
við vinnu þína að bera arð. Það er fyrsti
vísirinn að óvenju hagstæðu ári: 1981.
Margir munu öfunda ljónið af velgengni
þess það árið.
Jómfrúin
24.8. - 23. 9.
Auðvitað væri best ef allar jómfrúr
kynnu á lásinn á leynihólfi hamingjunnar
þetta árið. En jafnvel þó svo sé ekki þurfa
þær ekki að kvarta. Mörg jómfrúin mun
samt sem áður ausa úr sjóðum hjarta síns
þetta árið og þær eru tvímælalaust á meðal
þeirra sem geta hrósað happi. Lánið leikur
sérlega við þig á tímabilinu janúar til októ-
berloka. Það nær hápunkti sínum í maí
og það er heppilegasti mánuðurinn til
ferðalaga eða sumarleyfis. Hvað ástamálin
snertir máttu búast við ýmsu óvæntu í
júli og september. En það væri líka
synd að segja að þú hafir sloppið við þá
erfiðleika sem slíkum málum geta fylgt að
undanförnu. En nú tekur að birta til. Þér
mun líka ganga betur i starfi og við að ráða
fram úr fjármálunum. En jómfrúin má
aldrei búast við að fá neitt ókeypis upp í
hendurnar. Hún þarf töluvert að hafa fyrir
hlutunum. Hún þarf að leggja sérstaklega
hart að sér við vinnu. Samt bendir flest til
þess að 1980 verði velgengnisár. Þú munt
brjóta heilann töluvert um húsbyggingar
eða íbúðaskipti. Þetta er líka heppilegur
tími til að gera ráðstafanir til að láta gamla
drauma rætast. Jómfrúr sem fæddar eru á
tímabilinu 24. ágúst - 11. september geta
reiknað með miklum stuðningi. Á þessu ári
kemur tímabil þar sem þú þarft að
einbeita þér að því sem skiptir raun-
verulegu máli í lífi þínu: Maí og
fram í miðjan júlí. Sérstaklega hvað snertir
heilsu og ástamál. Jómfrúr eru heldur lítið
fyrir hjónaskilnaði. Þær kjósa helst að
komast í gegnum lífið án mikilla átaka og
án þess að leggja of mikið í sölurnar. Og
það tekst þeim með miklum ágætum á
þessu ári.
IZ.tbl. Vikan39